All posts filed under: Fatahönnun

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Aníta Hirlekar

Nýjir fletir

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Nýlega frumsýndi hún nýja fatalínu á Reykjavik Fashion Festival (RFF) 2017 og stuttu seinna opnaði hún, ásamt Magneu Einarsdóttur fatahönnuði, frekar óhefðbundið verslunarrými í miðbæ Reykjavíkur sem ber nafnið A. M. Consept Space. Nýja haust- og vetrarlínan ANITA HIRLEKAR er stærsta línan sem hönnuðurinn hefur sent frá sér og sýningin á RFF var jafnframt hennar fyrsta stóra sýning hérlendis. „Ég vildi koma fram með nýja áferð. Hingað til hef ég verið að einblína á miklar og handgerðar áferðir í verkum mínum en í nýju línunni er ég í fyrsta sinn að vinna með áprentuð mynstur. Mig langaði að vinna með andstæðu þess sem ég er vön að vinna með – að vinna meira flatt,“ segir Aníta um nýju línuna og bætir við að flötu áprentuðu mynstrin séu upphaflega handmáluð í sama anda og með sama handbragði og handútsaumuðu flíkurnar í eldri línum hennar. „Ég vildi að þetta tvennt – áferðirnar og flatneskjan – kallaðist á við hvort annað og það má segja að öll mynstrin í …

Undraveröld Kron by Kronkron

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa undanfarin tíu ár hannað, framleitt og selt vörur undir merkjum Kron by Kronkron um allan heim. Þar á meðal eru um 1200 tegundir af skóm sem eru uppistaða yfirlitssýningar á verkum þeirra í Hönnunarsafni Íslands sem opnar á HönnunarMars. „Þetta hlýtur að hafa verið í kortunum okkar Magna frá upphafi. Við höfðum bæði mikinn áhuga og sterka ástríðu fyrir óvenjulegum skóm á okkar yngri árum og ég safnaði hinum undarlegustu skóm án þess að það hvarflaði að mér að ég myndi síðar leggja þetta fyrir mig,“ segir Hugrún þegar hún er innt eftir því hvernig skóævintýri þeirra hjóna hófst. „Síðustu tíu ár hafa verið magnað maraþon og hreinlega dálítil klikkun en við höfum verið svo upptekin við líðandi stund að okkur hefur sjaldan gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg.“ Hugrún viðurkennir að þegar þau lögðu fyrst út í skóframleiðslu á sínum tíma hafi þau ekki órað fyrir því hvað þau ættu í vændum en samt hafi aldrei annað komið til greina en að halda áfram. Hönnunar- og …

Sunna Örlygs

One Year and 10 Days

Myndbandið One Year and 10 Days var tekið upp í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi. Hraunið varð fyrir valinu þar sem svæðið líktist því einskismannslandi sem Sunna sá fyrir sér við vinnu meistaraverkefnis síns frá ArtEZ, Grand Illusions of a Great Fashion Escape. Myndbandið er að hennar sögn sjónræn útgáfa á rannsókn hennar á því sem gerist þegar fatahönnuður einangrar sig algjörlega frá daglegu umhverfi sínu, áhrifum og áliti annarra. One Year and Ten Days from Magnus Andersen on Vimeo.

KALDA SS18 lína

Fetar nýjar slóðir

Það eru komin tvö ár síðan íslenska síðan íslenska fatamerkið KALDA breyttist í skóframleiðanda. Við ræddum við aðalhönnuðinn, Katrínu Öldu Rafnsdóttur. Hvers vegna skór? Ég hef alltaf verið hugfangin af skóm. Eftir að hafa hannað fatalínu vildi ég taka mér frí frá því og einbeita mér að einum vöruflokki og skóhönnun lá vel við. Hver er munurinn á því að hanna skó og föt? Það er mikill tími og vinna á bak við skóhönnun. Tæknilega séð er hún flóknari og tímafrekari en fatahönnun. Hvernig skór passa á þægilegan hátt, hvernig þeir eru upp byggðir og hvernig þeir endast — allt þetta þarf að hugsa öðruvísit en þegar maður hannar föt. Lýstu hönnunarferlinu þínu. Þegar ég hóf skóvinnuna langaði mig til að byrja upp á nýtt. Þótt skórnir séu augljóslega rökrétt framhald af KALDA línunni er þetta ný vara sem ég byrjaði með frá grunni. Ég leitaði á æskuslóðirnar og valdi hráefni úr umhverfinu þar sem ég aldist upp. Ég hugsaði mikið um hugmyndir mínar um fegurð þegar ég var að hanna skóna. Ég er mjög …

Kraumar undir kvikunni

RFF 2017

Reykjavík Fashion Festival 2017 er rétt handan við hornið og tískuvitar og spekúlantar bíða í ofvæni eftir að sjá hvað kraumar undir niðri í íslensku fatahönnunarsenunni. Viðburðurinn fer fram næstu helgi, 23 – 25. mars en nánari upplýsingar um dagskrá RFF og sjálfa hönnuðina má finna á sérlega vel heppnaðri heimasíðu RFF. Í ár munu sex hönnunarteymi kynna nýjar línur; Myrka, Cintamani, Magnea, Another Creation, Inklaw og Aníta Hirlekar. Þrír af þessum aðilum sýndu ekki á HönnunarMars í fyrra og HA ákvað að kynna þau sérstaklega núna. (Sjá umfjöllun um hönnuðina sem sýndu á Showroom Reykjavík á HönnunarMars 2016)   Inklaw Ekki er víst að allir lesendur HA þekki til merkisins INKLAW sem gæti talist einskonar spútnik fyrirbæri íslenskar götutísku. (Ritara HA rámar til að mynda í að hafa séð Justin Bieber klæddan í INKLAW fatnað við fleiri en eitt tækifæri). Merkið var stofnað fyrir tæpum þremur árum af tveimur æskuvinum, þeim Guðjóni Geirssyni og Róberti Elmarssyni, þar sem þeim þótti úrval á götufatnaði fyrir karlmenn fremur takmarkað hér á landi. Í fyrstu seldu þeir …

Samtvinna

Haust- og vetrarlínur nokkurra íslenskra fatahönnuða

Fatahönnunarfélag Íslands hefur undanfarin ár staðið fyrir árlegri samsýningu félagsmanna í tengslum við HönnunarMars. Að afstöðnum HönnunarMars, 10.–13. mars 2016, stóð félagið fyrir sýningunni Showroom Reykjavík (SR) í Ráðhúsi Reykjavíkur og listrænn stjórnandi sýningarinnar var Guðrún Sturludóttir. Á sýninguna voru valdir sjö íslenskir fatahönnuðir sem sýndu fatalínur sínar fyrir haust/vetur 2016–2017.  Sýningin var sett upp sem vörusýningarrými* (e. showroom) að erlendri fyrirmynd þar sem markmiðið var að kynna fatalínur komandi árstíða fyrir erlendum og innlendum kaupaðilum og blaðamönnum auk þess sem sýningin var opin gestum og gangandi. Mikil ánægja var með sýninguna meðal þátttakenda og skipuleggjenda enda þótti umgjörð sýningarinnar vera til fyrirmyndar og aðsókn gesta fór fram úr björtustu vonum. Sjaldan hafa aðdáendur íslenskrar fatahönnunar komist jafn snemma í návígi við fatalínur komandi hausts eins og á SR en línur hönnuðanna sjö eru nú flestar komnar í verslanir og biðin eftir því sem hugurinn girntist í mars því senn á enda. HA talaði við hönnuðina og skoðaði nýju línurnar.   KYRJA „Ég hanna eftir eigin innsæi,“ svarar Sif Baldursdóttir, hönnuður Kyrju, aðspurð um hvert hún hafi …

Endurkoma

Don Cano

Ef eitthvað fangaði stemningu níunda áratugarins á Íslandi voru það fötin frá Don Cano. Litskrúðugar flíkurnar, sem voru hannaðar og framleiddar á Íslandi, boðuðu eitthvað brakandi ferskt í upphafi áratugarins. Á þessum tíma var break-dansinn í algleymingi, eða skrykk-dansinn eins og hann var kallaður á góðri íslensku, og þegar svölustu dansararnir og afreksfólk í íþróttum fór að sjást í fötum frá Don Cano varð fatamerkið á svipstundu eitt vinsælasta tískumerkið í sögu landsins. Fötin voru með eindæmum vönduð, létt og þægileg og höfðuðu til allra aldurshópa. Æðið var um tíma svo yfirgengilegt að slegist var um flíkurnar þegar þær komu í verslanir og um miðbik áratugarins gekk annar hver landsmaður í fötum frá Don Cano. Nú þremur áratugum síðar er orðrómur á kreiki um endurkomu Don Cano. Er það tóm óskhyggja eða er eitthvað til í þessum sögusögnum? Jan Davidsson, fyrrum eigandi og aðalhönnuður Don Cano, er eini maðurinn sem getur svarað því. „Kannski er kominn tími til að viðurkenna að endurkoma Don Cano hefur verið í gerjun hjá mér um nokkurt skeið og nú …

Þá kom þyrlan

Helga Lilja Magnúsdóttir: fatahönnuðurinn að baki Helicopter

„Ég trúi því að val einstaklinga á fatnaði hafa áhrif á líf þeirra og persónulega skipta þægindin mig mestu máli. Ef manni líður vel í eigin skinni og fatnaði þá hefur það jákvæð áhrif á allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hannar föt undir merkjum Helicopter. Innblásturinn sækir hún meðal annars í náttúruna og fjölskyldu. Allt frá íslenskum steinum og mosa til litskrúðugra framandi fugla. Í nýjustu línu Helicopter brá Helga út af vananum því hún vann með myndlistamanninum Halldóri Ragnarssyni, sem jafnframt er fyrrverandi kærasti Helgu en hann hafði samband við Helgu og spurði hvort hún vildi vinna með myndlist hans. Helga tók áskoruninni og úr samstarfi þeirra kom haust og vetrarlína Helicopter “Við hittumst alltaf aftur”. Þar segist Helga hafa unnið með fortíðina og áhrif hennar á nútíðina en sú lína er væntanleg í október og nóvember á þessu ári. Helga Lilja útskrifaðist með gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en hún segir þriggja ára starf hjá fatahönnunarfyrirtækinu Nikita hafa verið besta skólann. Helicopter stofnaði …