Um HA

HA er tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr. Í ritinu er fjallað um allt frá sköpunarverkum ungra og upprennandi hönnuða yfir í helstu afrek arkitekta. Ritið ristir undir yfirborðið og skoðar hugsjónir og aðferðir hönnuða sem móta umhverfi okkar og komandi kynslóða.

HA er skrifað á tveimur tungumálum, íslensku og ensku, og höfðar jafnt til fagfólks sem og áhugafólks um hönnun og arkitektúr. Ritið kemur út tvisvar á ári, maí og nóvember.

HA fæst í verslunum Pennans Eymundsson um land allt og flestum hönnunartengdum verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, til dæmis verslunum Epal, Geysi Heima, Akkúrat, Hrím, Hönnunarsafninu, Listasafni Reykjavíkur, HafnarborgListasafni Íslands og víðar.

HA er gefið út af Hönnunarmiðstöð Íslands en allir aðildarfélagar Hönnunarmiðstöðvar fá tímaritið sent heim að dyrum, eða rúmlega 1100 fagmenntaðir hönnuðir og arkitektar auk almennra áskrifenda. 

Að útgáfunni standa níu aðildarfélög Hönnunarmiðstöðar; Arkitektafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélag Íslands, Fatahönnunarfélag Íslands, Textílfélagið, Félag íslenskra gullsmiða og Félag íslenskra teiknara.


Ritstjórn

María Kristín Jónsdóttir
Ritstjóri
mariakristin@HAdesignMag.is

Garðar Snæbjörnsson
Arkitekt, AÍ
ritstjorn@HAdesignMag.is

María Rán Guðjónsdóttir
Bókaútgefandi
ritstjorn@HAdesignMag.is

Þorleifur Gunnar Gíslason
Grafískur hönnuður, FÍT
ritstjorn@HAdesignMag.is

Hönnun og uppsetning

Studio Studio 
(Arnar Freyr Guðmundsson,
Birna Geirfinnsdóttir)

Áskrift

Til þess að gerast áskrifandi af HA skaltu fara á áskriftarsíðu okkar.

Áskrifendur HA fá tímaritið sent heim að dyrum með 10% afslætti, á  2.500 kr.  + sendingarkostnað (per eintak, en tímaritið er gefið út tvisvar á ári)

Verð í lausasölu er 2.900 kr.

Þú getur alltaf sent okkur línu á askrift@hadesignmag.is póstfang ef þú vilt segja upp áskriftinni.

Auglýsingar

HA nær til sérstaklega breiðs hóps lesenda, bæði hérlendis og erlendis. Ef þú hefur áhuga á að auglýsa í HA geturðu sent okkur póst á auglysingar@HAdesignMag.is

Auglýsingaskil

Í HA eru aðeins hægt að kaupa heilsíðuauglýsingar og kubba.

Stærð á heilsíðu: 215 x 283 + 3 mm blæðing.

Á kubbasíðu eru 6-8 kubbar. Hver kubbur samanstendur af merki/lógói fyrirtækis og vefslóð. Skrásnið á merki fyrirtækja: PDF – Upplausn: 300 DPI

Á heimasíðu HA eru þrír auglýsingabannerar sem birtast bæði á forsíðu og öllum undirsíðum. Stærð á netbanner er 420 x 560 px.