All posts filed under: Vöru- & iðnhönnun

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu

Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …

Eitt stykki hönnun, takk

Kolbrún Vaka Helgadóttir

Eitt stykki hönnun, takk er ný þriggja þátta sjónvarpsröð um HönnunarMars. Þættirnir eru í umsjón Kolbrúnar Vöku Helgadóttur og sýndir í Ríkissjónvarpinu í aðdraganda hátíðarinnar í ár. „HönnunarMars fagnaði áratugsafmæli í fyrra og mér fannst tilvalið að nota tímamótin til að að sýna almenningi hátíðina frá öðru sjónarhorni. Ég fékk Janus Braga Jakobsson kvikmyndargerðarmann til liðs við mig og við fylgdum áhugaverðum hönnuðum eftir í rúmt ár,“ útskýrir Kolbrún og heldur áfram: „Þeir hönnuðir sem urðu fyrir valinu voru með spennandi verkefni í gangi sem öll höfðu samfélagslega skírskotun; vöruhönnuðirnir Róshildur og Snæbjörn í 1+1+1 eru hluti af Sweet Salone, tilraunaverkefni Auroru Foundation, sem felur í sér samstarf við handverksfólk í Sierra Leone, vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir og fatahönnuðurinn Kristín Karlsdóttir í Studio Trippin nýta áður ónýtta hliðarafurð af hrossum í áhugaverða hönnunarvöru, og verkefni vöruhönnuðarins Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Stússað í steininum, sem hlotið hefur mikið lof, miðar að því að efla starfsgetu og starfsánægju fanga á Litla-Hrauni.“ Angel Trinidad, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi, er einnig á meðal viðmælenda í þáttunum en hún þræðir árlega …

Farfuglar

Ragna Ragnarsdóttir iðnhönnuður

Ég vissi alltaf að ég myndi vinna með höndunum. Ég var að hugsa um myndlist en ég var of mikill pappakassi til þess, svo að ég fór að vinna við trésmíðar. Með tímanum fékk ég sífellt meiri áhuga á því hvernig hlutir virka. Mig langaði að gera meira en að smíða eftir hugmyndum annarra. Núna blandast þetta allt saman í verkum mínum.   Ég hafði verið að leita að rétta skólanum og fann loks einn sem mér leist vel á, Ensci Les Atelier í París. Í skólanum eru frábær verkstæði til að vinna í málma, tré og plast og þar er fólk opið fyrir öllu í hönnun. Þar var fólk að smíða bíla og vinna í hugbúnaði hlið við hlið. Það átti vel við mig því ég vil hafa margs konar hönnun í kringum mig og stærra umhverfi til að finna mína leið. En í umsóknarferlinu varð maður að senda verkefnamöppu og fara í viðtal á frönsku. Og ég talaði ekki orð í henni. Einhvern veginn tókst mér samt að kjafta mig inn. Ég fluttist …

Að tengjast umhverfinu

Viðtal við Brynjar Sigurðarson vöruhönnuð

Viðtalið birtist fyrst í 2. tbl. HA, 2015. Frá útskrift hefur Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður átt töluverðri velgengni að fagna og hlaut hann meðal annars nýverið hin virtu Svissnesku hönnunarverðlaun (Swiss Design Awards) í flokki vöru- og iðnhönnunar. Verðlaunin hlaut Brynjar fyrir vörulínur sem unnar eru út frá mánaðarlangri dvöl hans á Vopnafirði fyrir nokkrum árum en sú reynsla hefur haft afgerandi áhrif á feril hans og aðferðafræði. Brynjar hefur einstakt lag á að nálgast viðfangsefni sín með einlægum hætti og segist óhræddur við að​ feta ótroðnar slóðir innan hönnunarheimsins. Árin í ECAL Eftir útskrift af vöruhönnunarbraut LHÍ árið 2009 lá leið Brynjars í hinn virta hönnunarskóla Lausanne University of Art and Design (ECAL) í mastersnám í vöruhönnun. Aðspurður segir Brynjar það hafa verið nokkuð tilviljanakennt að hann hafi endað í Sviss; hann hafi séð auglýsingaplakat frá skólanum, fengið viðtal og flutt út stuttu síðar. Brynjar segir námið í ECAL hafa verið töluvert ólíkt því sem hann átti að venjast hér heima. Þar sé hratt tempó og takmarkaður tími fyrir hvert verkefni því skólinn loki um …

Hönnunarteymið 1+1+1

leikur sér að óvissunni

Leikurinn „Við hófum verkefnið án þess að setja okkur sérstakt takmark eða markmið. Það snerist eingöngu um að leika sér og gera tilraunir,“ segir hönnuðurinn Róshildur Jónsdóttir um 1+1+1, samstarfsverkefni þriggja norrænna hönnunarstofa. Róshildur og eiginmaður hennar, Snæbjörn Stefánsson, mynda hönnunartvíeykið Hugdettu sem undanfarin misseri hefur unnið í samstarfi við Klaus og Elinu Aalto hjá Aalto+Aalto hönnunarstofunni og sænska hönnuðinn og sýningarstjórann Petru Lilju. Saman hafa þau hannað muni og húsgögn með óvenjulegri aðferð. Hönnunarferlið líkist teiknileik sem margir þekkja og er kallaður boðmyndir eða því furðulega nafni „Frábært lík“. Leikurinn gengur út á að teikna hluta myndar efst á blað og brjóta svo blaðið þannig að næsti leikmaður, sem tekur við teikningunni, sjái ekki það sem á undan er komið og svo koll af kolli. Að lokum verður útkoman ein samsett mynd sem vekur oftar en ekki mikla kátínu. Í verkefninu 1+1+1 hannar hver hönnunarstofa sína útgáfu af sams konar hlut sem samsettur er úr þremur einingum. Þannig verða alls til níu einingar sem raða má saman á tuttuguogsjö mismunandi vegu. Róshildur segir að …

Björn Steinar Blumenstein

Verkefni vöruhönnuðarins Björns Steinars Blumenstein veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar. Með gagnrýnum en jafnframt lausnamiðuðum nálgunum kannar hann nýjar leiðir sem við getum haft í huga og nýtt okkur í því skyni að takast á við hnattvæddan heim og hið sjálfgefna hlutverk okkar sem neytendur. Við hittum Björn Steinar til að ræða tvær nýjar sýningar sem hann stendur fyrir á HönnunarMars og þátttöku hans á DesignTalks-ráðstefnunni. Verkin þín virka á mig eins og nokkurs konar hönnunarrannsókn. Hver er helsta ástæðan fyrir þessari nálgun? Hönnun er ennþá nokkuð tilraunakennd á Íslandi og hönnuðir hafa enn ekki hlotið fastan sess innan samfélagsins svo við erum nokkuð frjáls. Það er á margan hátt mjög gott en getur líka verið hamlandi. Við búum yfir frekar fáum auðlindum og innviðir fyrir nýtingu þeirra eru að mestu leyti ómótaðir. Það tel ég að sé kveikjan að öllum þessum skrítnu verkefnum þar sem hönnuðir gera beinar tilraunir með efni og láta reyna á þolmörk þeirra og umgjarðarinnar í kring. Getum við aðeins rýnt í …

Hanna Dís Whitehead

Vöruhönnuðurinn Hanna Dís Whitehead útskrifaðist frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven árið 2011 og rekur í dag hönnunarstofuna Studio Hanna Whitehead á Suð-Austurlandi. Gestum HönnunarMars í ár gefst kostur á að kynna sér verk hennar á tveimur sýningum: annars vegar á einkasýningunni Annað samtaI í Safnahúsinu og hins vegar á sýningunni Illikambur í Gallerí Harbinger. „Hingað til hefur vörulínan einkum snúist um að hanna hluti sem ekki hafa fyrirfram ákveðið notagildi en í þetta sinn er ég að vissu leyti búin að snúa þessu við,“ segir Hanna Dís um línuna Annað samtal (e. Another Dialog) og útskýrir hvernig verkefnið hafi í raun þróast út frá samtölum við gesti á fyrri sýningum hennar. „Hér hef ég í fyrsta skipti unnið og betrumbætt vörurnar mínar svo þær falli að hugmyndum gesta um notagildi þeirra. Að þessu sinni vinn ég aðallega með keramík og leik mér að því að framkalla mismunandi efnistilfinningu með ólíkum glerungum. Þannig get ég til að mynda unnið keramík út frá plast- eða jafnvel gúmmítilfinningu.“ Samsýninguna Milla Snorrason x Studio Hanna Whitehead – Illikambur mætti einnig …

Erling og Helga Ósk

Á sýningunni Andaðu munu Erling og Helga Ósk gullsmiðir kynna fyrstu sameiginlegu skartgripalínuna sína en þau opnuðu saman vinnustofu og verslun á Hverfisgötu 39 árið 2016. Þau segja að eftir að hafa setið andspænis hvort öðru í hálft annað ár, deilt hugmyndum af örlæti og veitt hvort öðru aðstoð við ýmis úrlausnarefni hönnunarinnar hafi nánara samstarf sprottið af sjálfu sér. Við fyrstu sýn virðast þau nálgast efnið með nokkuð ólíkum hætti en þau eru sammála um að þótt fagurfræði og stíll þeirra sé ólíkur þá deili þau keimlíkri afstöðu til skartgripahönnunar og snertifletir þeirra séu margir. Þeim var báðum ljóst frá barnæsku að þau myndu fást við handverk og gullsmíðin reyndist þeirra farvegur. Á meðan Helga Ósk hefur sótt töluvert í íslenskan þjóðararf og smíðað skartgripi með tilvísun í rammíslenska hefð víravirkis hefur Erling leikið sér að sköpun nýrra forma. Bæði segjast þau þó leggja áherslu á að fara sem oftast og lengst að heiman og brjóta upp fagurfræði og reglur en eiga þó sín akkeri í faglegri þekkingu, áralangri reynslu og hefð. Aðspurð hvað …

Studio Trippin
— 
Frá hliðarafurð yfir í hönnunarvöru

Áskoranir nútímans og kröfur um sjálfbærni leiða hönnuði í auknum mæli nær uppruna sínum og hvetja þá til að vinna á skapandi hátt úr náttúrulegum hráefnum. Hönnunarteymið Studio Trippin fetar ótroðnar slóðir í nýtingu íslenskra hrosshúða og tekst þannig að breyta áður ónýttri hliðarafurð í áhugaverða hönnunarvöru. Hrosshúðir hafa lítið verið nýttar hér á landi og Kristín Karlsdóttir fatahönnuður og Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður litu á það sem áhugaverða áskorun. „Húðirnar eru, ólíkt flestum öðrum feldum, af dýri sem hefur fengið góða meðferð og er að öðru leyti fullnýtt. Þess vegna teljum við að það sé mun betra að nýta hrosshúðirnar en að urða þær eða senda úr landi eins og hefur verið gert hingað til. Svo er þetta umhverfisvænni efniviður en gervifeldur,“ segir Valdís. Kveikjan að verkefninu var námskeið sem Valdís sótti í vöruhönnunarnáminu í LHÍ þar sem lögð var áhersla á mikilvægi hestsins í íslenskri menningu og opnað á umræðu um aukna nýtingu hliðarafurða hans. „Ég varð alveg heltekin af þessu hráefni og í framhaldinu fórum við Kristín að ræða saman og hugmyndir fóru …