Author: HA magazine

Farfuglar

Ragna Ragnarsdóttir iðnhönnuður

Ég vissi alltaf að ég myndi vinna með höndunum. Ég var að hugsa um myndlist en ég var of mikill pappakassi til þess, svo að ég fór að vinna við trésmíðar. Með tímanum fékk ég sífellt meiri áhuga á því hvernig hlutir virka. Mig langaði að gera meira en að smíða eftir hugmyndum annarra. Núna blandast þetta allt saman í verkum mínum.   Ég hafði verið að leita að rétta skólanum og fann loks einn sem mér leist vel á, Ensci Les Atelier í París. Í skólanum eru frábær verkstæði til að vinna í málma, tré og plast og þar er fólk opið fyrir öllu í hönnun. Þar var fólk að smíða bíla og vinna í hugbúnaði hlið við hlið. Það átti vel við mig því ég vil hafa margs konar hönnun í kringum mig og stærra umhverfi til að finna mína leið. En í umsóknarferlinu varð maður að senda verkefnamöppu og fara í viðtal á frönsku. Og ég talaði ekki orð í henni. Einhvern veginn tókst mér samt að kjafta mig inn. Ég fluttist …

Umbreytingar

Módernískar byggingar í Reykjavík

Laugavegur 66-68, Teiknistofan Ármúla sf. 1968, Adamson ehf. 2013. Byggingar frá sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar eru eitt af einkennum Reykjavíkur enda var mikil uppbygging á því tímabili. Nú, um 40 til 50 árum síðar, hafa margar af þeim gengið í gegnum miklar viðgerðir og breytingar. Garðar Snæbjörnsson arkitekt hjá Kurt og Pí arkitektum sýndi á HönnunarMars 2018 teikningar af nokkrum völdum módernískum byggingum í Reykjavík sem sýna þróun þeirra til dagsins í dag.  Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær. 

Farfuglar

Dagur Eggertsson arkitekt

HA skyggnist inn í líf og starf Dags Eggertssonar, arkitekts hjá Rintala Eggertsson arkitektum í Noregi. „Ég flutti til Noregs árið 1986 til að nema arkitektúr við Arkitektaháskólann í Osló. Ætlunin var að búa þar í þrjú ár en ég er hér enn, þrjátíu árum seinna. Árið 1995 flutti ég til Finnlands til að hefja mastersnám. Þar kynnist ég mínum helsta samstarfsmanni, Sami Rintala, en við sátum á móti hvor öðrum í tíma. Það er svolítið magnað því í náminu í Noregi sat ég á móti Vibeke Jenssen, sem í dag er eiginkona mín. Fólk ætti því að hugsa sig tvisvar um áður en það sest á móti mér. Eftir tveggja ára mastersnám snéri ég aftur til Noregs til að starfa sem arkitekt, meðal annars með eiginkonu minni. Fimm árum síðar fékk ég símhringingu frá vini mínum Sami, sem þá var að flytja til Noregs. Í fyrstu hittumst við Sami bara til að spila fótbolta og leysa heimsmálin yfir bjór. Smátt og smátt fórum við að ráðleggja hvor öðrum við ýmis verkefni og að lokum …

Að tengjast umhverfinu

Viðtal við Brynjar Sigurðarson vöruhönnuð

Viðtalið birtist fyrst í 2. tbl. HA, 2015. Frá útskrift hefur Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður átt töluverðri velgengni að fagna og hlaut hann meðal annars nýverið hin virtu Svissnesku hönnunarverðlaun (Swiss Design Awards) í flokki vöru- og iðnhönnunar. Verðlaunin hlaut Brynjar fyrir vörulínur sem unnar eru út frá mánaðarlangri dvöl hans á Vopnafirði fyrir nokkrum árum en sú reynsla hefur haft afgerandi áhrif á feril hans og aðferðafræði. Brynjar hefur einstakt lag á að nálgast viðfangsefni sín með einlægum hætti og segist óhræddur við að​ feta ótroðnar slóðir innan hönnunarheimsins. Árin í ECAL Eftir útskrift af vöruhönnunarbraut LHÍ árið 2009 lá leið Brynjars í hinn virta hönnunarskóla Lausanne University of Art and Design (ECAL) í mastersnám í vöruhönnun. Aðspurður segir Brynjar það hafa verið nokkuð tilviljanakennt að hann hafi endað í Sviss; hann hafi séð auglýsingaplakat frá skólanum, fengið viðtal og flutt út stuttu síðar. Brynjar segir námið í ECAL hafa verið töluvert ólíkt því sem hann átti að venjast hér heima. Þar sé hratt tempó og takmarkaður tími fyrir hvert verkefni því skólinn loki um …

Aníta Hirlekar

Nýjir fletir

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Nýlega frumsýndi hún nýja fatalínu á Reykjavik Fashion Festival (RFF) 2017 og stuttu seinna opnaði hún, ásamt Magneu Einarsdóttur fatahönnuði, frekar óhefðbundið verslunarrými í miðbæ Reykjavíkur sem ber nafnið A. M. Consept Space. Nýja haust- og vetrarlínan ANITA HIRLEKAR er stærsta línan sem hönnuðurinn hefur sent frá sér og sýningin á RFF var jafnframt hennar fyrsta stóra sýning hérlendis. „Ég vildi koma fram með nýja áferð. Hingað til hef ég verið að einblína á miklar og handgerðar áferðir í verkum mínum en í nýju línunni er ég í fyrsta sinn að vinna með áprentuð mynstur. Mig langaði að vinna með andstæðu þess sem ég er vön að vinna með – að vinna meira flatt,“ segir Aníta um nýju línuna og bætir við að flötu áprentuðu mynstrin séu upphaflega handmáluð í sama anda og með sama handbragði og handútsaumuðu flíkurnar í eldri línum hennar. „Ég vildi að þetta tvennt – áferðirnar og flatneskjan – kallaðist á við hvort annað og það má segja að öll mynstrin í …

Hönnunarteymið 1+1+1

leikur sér að óvissunni

Leikurinn „Við hófum verkefnið án þess að setja okkur sérstakt takmark eða markmið. Það snerist eingöngu um að leika sér og gera tilraunir,“ segir hönnuðurinn Róshildur Jónsdóttir um 1+1+1, samstarfsverkefni þriggja norrænna hönnunarstofa. Róshildur og eiginmaður hennar, Snæbjörn Stefánsson, mynda hönnunartvíeykið Hugdettu sem undanfarin misseri hefur unnið í samstarfi við Klaus og Elinu Aalto hjá Aalto+Aalto hönnunarstofunni og sænska hönnuðinn og sýningarstjórann Petru Lilju. Saman hafa þau hannað muni og húsgögn með óvenjulegri aðferð. Hönnunarferlið líkist teiknileik sem margir þekkja og er kallaður boðmyndir eða því furðulega nafni „Frábært lík“. Leikurinn gengur út á að teikna hluta myndar efst á blað og brjóta svo blaðið þannig að næsti leikmaður, sem tekur við teikningunni, sjái ekki það sem á undan er komið og svo koll af kolli. Að lokum verður útkoman ein samsett mynd sem vekur oftar en ekki mikla kátínu. Í verkefninu 1+1+1 hannar hver hönnunarstofa sína útgáfu af sams konar hlut sem samsettur er úr þremur einingum. Þannig verða alls til níu einingar sem raða má saman á tuttuguogsjö mismunandi vegu. Róshildur segir að …

Nemendaserían 2017 — Blikur eftir Dagnýju Björg Stefánsdóttur

[Þessi grein er því miður aðeins birt á ensku.] Blikur by Dagný Björg Stefánsdóttir is an investigation into ways we can sensorily relate to the weather. Poetic and meditative, the project transmits quiet strength as it melds contemporary design with old traditions and methods as a way to reconnect us with our bodies and the environment. These four minimal artefacts are a direct comment upon our dependence on technology and its corresponding loss of traditional knowledge for reading nature. As beautifully observed by Thomas Pausz, the power and beauty of Blikur lies in its reactionary nature: “Change is happening and we are learning to listen again. Blikur participates in this new consciousness.” Hello Dagný! How would you describe your project? Blikur is a series of four objects made out of materials that change in dialogue with different atmospheric conditions to reveal patterns of the weather with movement rather than numbers. The objects are sensors measuring atmospheric pressure, temperature, humidity levels and wind direction. They encourage the viewer to learn how to read into nature—into its …

Nemendaserían 2017 / Rætt við Thomas Pausz prófessor við LHÍ

[Þessi grein er því miður aðeins birt á ensku.] Through the Looking Glass is a series of spotlights showcasing new design talent. The series offers an in-depth look into six exceptional graduation projects from the Iceland Academy of the Arts, along with an introductory interview with Thomas Pausz—a professor of product design at the Iceland Academy of the Arts and the curator of the 2017 BA degree show TEIKN / GESTURES. In the interview below, Thomas helps us gain a greater perspective on this year’s graduating students and insight into what young designers are making today. Through the series, we hope to gauge the upcoming creative pulse in Iceland and offer a window into how a new generation of creatives is responding to times of environmental anxiety, political instability and redefined values. — As the curator, how would you characterize this year’s graduating projects? I was very inspired by the humour with which the students are addressing difficult topics. We live in confusing times, with a disturbing political and ecological crisis, but this generation is …

HA#5

Stuggaðu við skilningarvitunum í sumar

Fimmta tölublað HA er komið í verslanir – stuggaðu við skilningarvitunum og hafðu gott lesefni við höndina í sumarfríinu. Eins og vorútgáfu HA sæmir þá er fjallað um nokkur verkefni sem kynnt voru á síðastliðnum HönnunarMars. Þar á meðal er viðtal við hönnunarteymið And Anti Matter, sem sýndi hvað umgjörð sýningar getur skipt miklu máli. Einnig er fjallað um verkefni Sigga Odds þar sem rúnir ráða ríkjum og nýja fatalínu Anítu Hirlekar en þau vöktu bæði verðskuldaða athygli á HönnunarMars. Skipulagsmál borgarinngar eru skoðuð út frá nýjum sjónarhorni, kannað hvort menntaverkefnið Biophilia hafi stuðlað að nýsköpun í skólum og hrist upp í hefðbundnum kennsluaðferðum á Norðurlöndum. Jafnframt er að finna viðtal við eigendur Tulipop en fyrirtækið er að hefja innrás á bandarískan markað og kynnti nýlega visthverfa viðbót við vörulínur sínar. Þá er rætt við Búa Bjarmar vöruhönnuð sem fjallar um skítlegan áhrifavald sinn og skartgripahönnuðurinn Guðbjörg í Aurum deilir úr viskubrunni sínum. Síðast en ekki síst er að finna í ritinu tvo hugvíkkandi myndaþætti sem sýna okkur fegurðina í hversdagsleikanum og litríkar samsetningar af íslenskri hönnun. HA fæst í verslunum Eymundsson um allt land og helstu hönnunarverslunum á höfuðborgarsvæðinu; Epal, Aurum, Hrím, Geysir, …

Safnstjórar á tímamótum

Viðtal við Hörpu Þórsdóttur og Sigríði Sigurjónsdóttur

  Hönnunarsafn Íslands stendur á tímamótum þar sem nýr forstöðumaður Sigríður Sigurjónsdóttir, hefur tekið við af Hörpu Þórsdóttur sem hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2009 en Harpa tók nýlega við stjórnun Listasafns Íslands. Þegar Harpa tók upphaflega við starfinu á Hönnunarsafninu voru geymslur og annar rekstur safnsins í iðnaðarhúsnæði að Lyngási 7-9 og lítill sýningarsalur í verslunarrými á Garðatorgi. Eitt helsta markmið Hörpu var að koma allri safnastarfseminni undir sama þakið, en frá árinu 2011 hefur öll starfsemin verið í núverandi húsnæði við Garðatorg. Nýr safnstjóri, Sigríður Sigurjónsdóttir er mörgum kunnug sem Sigga í Sparki en HA tók hana tali í 3. tölublaði þegar Sigríður lokaði dyrum á Spark Design Space við Klapparstíg. Elísabet V. Ingvarsdóttir ræddi við þær í Hönnunarsafninu á síðasta starfsdegi Hörpu. Þegar þú lítur um öxl Harpa hvað telur þú vera það mikilvægasta sem þú hefur áorkað í starfi forstöðumanns og hvers átt þú eftir að sakna mest? Harpa: Þegar ég hóf störf var ég upptekin af því að safnið yrði raunverulegt safn eftir ákveðinn tíma, því þrátt fyrir að söfnun …