All posts filed under: Grafísk Hönnun

TypoCraft Helsinki til Reykjavík

Verkefnið TypoCraftHelsinki á rætur sínar að rekja til Finnlands og er eins konar farandsýning þar sem finnskir hönnuðir ferðast til ólíkra landa og vinna með þarlendum hönnuðum, í þessu tilfelli frá Íslandi. Verkefnið sameinar leturgerð, hönnun, list og handbragð — en fyrsta sýningin var haldin árið 2015. Í ár munu átta hönnuðir eða stúdíó frá hvoru landi taka þátt í sýningunni sem haldin verður í portinu í Hafnarhúsinu. Hönnuðirnir vinna með þemað leiðangur og útgangspunktur verkefnisins er týpógrafía í hinum ýmsu myndum. Magnús Hreggviðsson, formaður Félags íslenskra teiknara, er einn af skipuleggjendum sýningarinnar og tekur einnig þátt í henni sem meðlimur Børk Studio. Hann tók enn fremur þátt í að velja íslenska hönnuði inn á sýninguna. „Ég kem inn í þetta sem tengiliður íslensku hönnuðanna,“ segir hann. „Alls konar hönnuðir geta tekið þátt í verkefninu en við vildum einbeita okkur að því að velja inn grafíska hönnuði þar sem við komum inn í þetta á forsendum FÍT. Við vildum þó velja grafíska hönnuði sem vinna með fjölbreytta miðla, hvort sem það eru skúlptúrar, textíll, vídjó …

Nemendaserían 2017
— 
Hætta / Athugið – Viðvörunarskilti Ívars Björnssonar

[Því miður er þessi grein aðeins birt á ensku] With tourism growing at an acute rate, Icelandic agencies and landowners are now working to minimize accidents and preventable risks by building up the national travel infrastructure needed to support the large influx of incoming travellers. Hætta / Athugið contributes valuably to this effort with customizable icons and a thoughtful system that will soon be tested at popular tourist attractions in collaboration with the Environmental Agency of Iceland. Hætta / Athugið by Ívar Björnsson is a customizable signage system that uses humour and charismatic graphic language to address the serious issue of tourist safety in Iceland. There is a current lack of consistent and effective signage across the country and tourists often may not realize the bodily risks encountered while traveling the countryside—whether intense winds, unpredictable beaches, or glaciers. How would you describe your project? The increase of accidents in Iceland following the tourist boom is a national concern. Current Icelandic warning and danger signs are not sufficiently effective or systematized. My objectives were to create …

Leturtýpan

Gummi Úlfars

Leturhönnun er af mörgum talin nördismi á háu stigi en ekki er þó hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að leturtýpur koma við sögu í flestum þáttum daglegs lífs. Höfundur: Arnar Fells / Ljósmyndir Axel Sigurðson Grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson er annar tveggja eigenda Or Type, einu sérhæfðu letursmiðjunnar á Íslandi. Guðmundur komst nýlega í sviðsljósið eftir að tímaritið New York Times og Sundance kvikmyndahátíðin keyptu leturtýpur hannaðar af honum. En hver er þessi ungi leturhönnuður og hvert sækir hann innblástur fyrir leturtýpurnar sínar? Til að fá svar við þessum spurningum kíkti HA við á vinnustofu Guðmundar í gamla gasstöðvarhúsinu við Hlemm… …Letursmiðjan Or Type fékk nýlega 1,5 milljóna króna styrk úr Hönnunarsjóði Auroru en styrkurinn er ætlaður til vöruþróunar og markaðsetningar fyrirtækisins. Guðmundur segir að styrkurinn hafi gert mikið fyrir þá því leturgerð sé hægfara ferli og peningamálin eftir því. Með styrknum hafi skapast svigrúm til að klára nokkrar leturtýpur sem voru í vinnslu, sem Guðmundur segir hafa verið nauðsynlegt til að gera fyrirtækið samkeppnishæft. „Or Type fær mjög mikið af fyrirspurnum þrátt fyrir …

Viskubrunnur

Lífsreglur og heilræði frá Gísla B. Björnssyni

Fáir hafa markað grafíska hönnun á Íslandi dýpri sporum en Gísli B. Björnson teiknari. Afkastamikill ferill hans nær yfir fimm áratugi og hann telst meðal upphafsmanna módernisma í grafískri hönnun á Íslandi. Við báðum Gísla að veita úr viskubrunni sínum og gefa upp nokkar dýrmætar lífsreglur sem teiknarar eða aðrir hönnuðir geta haft til hliðsjónar í hörðum heimi hönnunar og auglýsinga. Höfundur: Arnar Ingi Viðarsson / Ljósmyndir: Arnar Fells Samvinna, ekki samkeppni Hlutverk okkar er ekki eingöngu að taka við beiðnum um vinnu heldur einnig að sýna frumkvæði. Símtal eða heimsókn, án þess að það sé pantað fyrir fram, getur leitt til betra samstarfs, nýrra verkefna og verið metið að verðleikum. Allt er gott í hófi Til eru þúsundir mismunandi leturtegunda og hver hönnuður á sitt eða sín óskastafróf. Mér hafa dugað fá en góð letur og ég kæmist trúlega af með fjögur valin letur með sínum afbrigðum. Lærðu að segja nei Það er mikilvægara en að kunna latínu. Verkkaupar hafa sterka tilhneigingu til að ráðskast með hönnuði. Við verðum að hafa sterka vitund, sjálfsvirðingu og …