Grafísk Hönnun, Viðtöl
Leave a comment

Leturtýpan

Gummi Úlfars

Leturhönnun er af mörgum talin nördismi á háu stigi en ekki er þó hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að leturtýpur koma við sögu í flestum þáttum daglegs lífs.


Höfundur: Arnar Fells / Ljósmyndir Axel Sigurðson

Grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson er annar tveggja eigenda Or Type, einu sérhæfðu letursmiðjunnar á Íslandi. Guðmundur komst nýlega í sviðsljósið eftir að tímaritið New York Times og Sundance kvikmyndahátíðin keyptu leturtýpur hannaðar af honum. En hver er þessi ungi leturhönnuður og hvert sækir hann innblástur fyrir leturtýpurnar sínar? Til að fá svar við þessum spurningum kíkti HA við á vinnustofu Guðmundar í gamla gasstöðvarhúsinu við Hlemm…

Veggspjald Lunda 2011

…Letursmiðjan Or Type fékk nýlega 1,5 milljóna króna styrk úr Hönnunarsjóði Auroru en styrkurinn er ætlaður til vöruþróunar og markaðsetningar fyrirtækisins. Guðmundur segir að styrkurinn hafi gert mikið fyrir þá því leturgerð sé hægfara ferli og peningamálin eftir því. Með styrknum hafi skapast svigrúm til að klára nokkrar leturtýpur sem voru í vinnslu, sem Guðmundur segir hafa verið nauðsynlegt til að gera fyrirtækið samkeppnishæft.

„Or Type fær mjög mikið af fyrirspurnum þrátt fyrir að markhópurinn okkar sé þröngur. Í raun erum við með of mikið af leturtýpum í vinnslu. Það eina sem er að aftra okkur er tíminn því það fer gríðarlegur tími í að fullvinna eina leturtýpu, ég tala nú ekki um ef maður gerir margar útgáfur af henni,“ segir Guðmundur sem í dag er að vinna í fimm mismunandi leturtýpum. Hann tekur fram ljósrit af gömlu belgísku handriti. „Hér er gamalt letur sem við vorum beðnir um að lífga við fyrir hönnuð í Belgíu. Þetta er gott dæmi um áhugavert verkefni sem dettur inn á borð til okkar.“

Lestu viðtalið við Guðmund í heild sinni í nýjasta tölublaði HA.

 

Skildu eftir svar