Author: Arnar Ingi

Undraveröld Kron by Kronkron

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa undanfarin tíu ár hannað, framleitt og selt vörur undir merkjum Kron by Kronkron um allan heim. Þar á meðal eru um 1200 tegundir af skóm sem eru uppistaða yfirlitssýningar á verkum þeirra í Hönnunarsafni Íslands sem opnar á HönnunarMars. „Þetta hlýtur að hafa verið í kortunum okkar Magna frá upphafi. Við höfðum bæði mikinn áhuga og sterka ástríðu fyrir óvenjulegum skóm á okkar yngri árum og ég safnaði hinum undarlegustu skóm án þess að það hvarflaði að mér að ég myndi síðar leggja þetta fyrir mig,“ segir Hugrún þegar hún er innt eftir því hvernig skóævintýri þeirra hjóna hófst. „Síðustu tíu ár hafa verið magnað maraþon og hreinlega dálítil klikkun en við höfum verið svo upptekin við líðandi stund að okkur hefur sjaldan gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg.“ Hugrún viðurkennir að þegar þau lögðu fyrst út í skóframleiðslu á sínum tíma hafi þau ekki órað fyrir því hvað þau ættu í vændum en samt hafi aldrei annað komið til greina en að halda áfram. Hönnunar- og …

Björn Steinar Blumenstein

Verkefni vöruhönnuðarins Björns Steinars Blumenstein veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar. Með gagnrýnum en jafnframt lausnamiðuðum nálgunum kannar hann nýjar leiðir sem við getum haft í huga og nýtt okkur í því skyni að takast á við hnattvæddan heim og hið sjálfgefna hlutverk okkar sem neytendur. Við hittum Björn Steinar til að ræða tvær nýjar sýningar sem hann stendur fyrir á HönnunarMars og þátttöku hans á DesignTalks-ráðstefnunni. Verkin þín virka á mig eins og nokkurs konar hönnunarrannsókn. Hver er helsta ástæðan fyrir þessari nálgun? Hönnun er ennþá nokkuð tilraunakennd á Íslandi og hönnuðir hafa enn ekki hlotið fastan sess innan samfélagsins svo við erum nokkuð frjáls. Það er á margan hátt mjög gott en getur líka verið hamlandi. Við búum yfir frekar fáum auðlindum og innviðir fyrir nýtingu þeirra eru að mestu leyti ómótaðir. Það tel ég að sé kveikjan að öllum þessum skrítnu verkefnum þar sem hönnuðir gera beinar tilraunir með efni og láta reyna á þolmörk þeirra og umgjarðarinnar í kring. Getum við aðeins rýnt í …

TypoCraft Helsinki til Reykjavík

Verkefnið TypoCraftHelsinki á rætur sínar að rekja til Finnlands og er eins konar farandsýning þar sem finnskir hönnuðir ferðast til ólíkra landa og vinna með þarlendum hönnuðum, í þessu tilfelli frá Íslandi. Verkefnið sameinar leturgerð, hönnun, list og handbragð — en fyrsta sýningin var haldin árið 2015. Í ár munu átta hönnuðir eða stúdíó frá hvoru landi taka þátt í sýningunni sem haldin verður í portinu í Hafnarhúsinu. Hönnuðirnir vinna með þemað leiðangur og útgangspunktur verkefnisins er týpógrafía í hinum ýmsu myndum. Magnús Hreggviðsson, formaður Félags íslenskra teiknara, er einn af skipuleggjendum sýningarinnar og tekur einnig þátt í henni sem meðlimur Børk Studio. Hann tók enn fremur þátt í að velja íslenska hönnuði inn á sýninguna. „Ég kem inn í þetta sem tengiliður íslensku hönnuðanna,“ segir hann. „Alls konar hönnuðir geta tekið þátt í verkefninu en við vildum einbeita okkur að því að velja inn grafíska hönnuði þar sem við komum inn í þetta á forsendum FÍT. Við vildum þó velja grafíska hönnuði sem vinna með fjölbreytta miðla, hvort sem það eru skúlptúrar, textíll, vídjó …

Hanna Dís Whitehead

Vöruhönnuðurinn Hanna Dís Whitehead útskrifaðist frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven árið 2011 og rekur í dag hönnunarstofuna Studio Hanna Whitehead á Suð-Austurlandi. Gestum HönnunarMars í ár gefst kostur á að kynna sér verk hennar á tveimur sýningum: annars vegar á einkasýningunni Annað samtaI í Safnahúsinu og hins vegar á sýningunni Illikambur í Gallerí Harbinger. „Hingað til hefur vörulínan einkum snúist um að hanna hluti sem ekki hafa fyrirfram ákveðið notagildi en í þetta sinn er ég að vissu leyti búin að snúa þessu við,“ segir Hanna Dís um línuna Annað samtal (e. Another Dialog) og útskýrir hvernig verkefnið hafi í raun þróast út frá samtölum við gesti á fyrri sýningum hennar. „Hér hef ég í fyrsta skipti unnið og betrumbætt vörurnar mínar svo þær falli að hugmyndum gesta um notagildi þeirra. Að þessu sinni vinn ég aðallega með keramík og leik mér að því að framkalla mismunandi efnistilfinningu með ólíkum glerungum. Þannig get ég til að mynda unnið keramík út frá plast- eða jafnvel gúmmítilfinningu.“ Samsýninguna Milla Snorrason x Studio Hanna Whitehead – Illikambur mætti einnig …

Erling og Helga Ósk

Á sýningunni Andaðu munu Erling og Helga Ósk gullsmiðir kynna fyrstu sameiginlegu skartgripalínuna sína en þau opnuðu saman vinnustofu og verslun á Hverfisgötu 39 árið 2016. Þau segja að eftir að hafa setið andspænis hvort öðru í hálft annað ár, deilt hugmyndum af örlæti og veitt hvort öðru aðstoð við ýmis úrlausnarefni hönnunarinnar hafi nánara samstarf sprottið af sjálfu sér. Við fyrstu sýn virðast þau nálgast efnið með nokkuð ólíkum hætti en þau eru sammála um að þótt fagurfræði og stíll þeirra sé ólíkur þá deili þau keimlíkri afstöðu til skartgripahönnunar og snertifletir þeirra séu margir. Þeim var báðum ljóst frá barnæsku að þau myndu fást við handverk og gullsmíðin reyndist þeirra farvegur. Á meðan Helga Ósk hefur sótt töluvert í íslenskan þjóðararf og smíðað skartgripi með tilvísun í rammíslenska hefð víravirkis hefur Erling leikið sér að sköpun nýrra forma. Bæði segjast þau þó leggja áherslu á að fara sem oftast og lengst að heiman og brjóta upp fagurfræði og reglur en eiga þó sín akkeri í faglegri þekkingu, áralangri reynslu og hefð. Aðspurð hvað …

Sara Jónsdóttir, stjórnandi HönnunarMars

Í ár fagnar HönnunarMars tíu ára afmæli sínu. Hvaða breytingar hafa orðið á hátíðinni á þessum áratug og hvert stefnir hún? Hátíðin og sjálf hönnunarsenan hafa farið í gegnum töluvert þroskaferli á þessum tíu árum. Umfang hátíðarinnar eykst með ári hverju og hún hefur skapað sér fastan sess í hugum hönnuða og borgarbúa. Viðfangsefni, þemu og hvaða greinar eru mest áberandi hverju sinni hefur verið breytilegt ár frá ári. Það er þó sífellt meira um þverfagleg verkefni og verkefni sem ná út fyrir hinar hefðbundnu hönnunargreinar. Skilningur á hönnun og mikilvægi hennar hefur aukist marktækt á þessum árum og það eru sífellt fleiri sem skilja að hönnun er aðferða- og hugmyndafræði sem á heima innan allra innviða samfélagsins, allt frá landbúnaði yfir í fjármálakerfi. Markmið HönnunarMars er að auðga samfélag hönnuða og þjappa því saman, að skapa vettvang þar sem tengingar myndast, samstarfsverkefni verða til og íslensk hönnun fær brautargengi innanlands sem utan. Framundan er skarpari fókus og enn meiri gæði. Hverjar eru helstu áskoranirnar við að halda hátíð eins og HönnunarMars? Helsta áskorunin er …

Studio Trippin
— 
Frá hliðarafurð yfir í hönnunarvöru

Áskoranir nútímans og kröfur um sjálfbærni leiða hönnuði í auknum mæli nær uppruna sínum og hvetja þá til að vinna á skapandi hátt úr náttúrulegum hráefnum. Hönnunarteymið Studio Trippin fetar ótroðnar slóðir í nýtingu íslenskra hrosshúða og tekst þannig að breyta áður ónýttri hliðarafurð í áhugaverða hönnunarvöru. Hrosshúðir hafa lítið verið nýttar hér á landi og Kristín Karlsdóttir fatahönnuður og Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður litu á það sem áhugaverða áskorun. „Húðirnar eru, ólíkt flestum öðrum feldum, af dýri sem hefur fengið góða meðferð og er að öðru leyti fullnýtt. Þess vegna teljum við að það sé mun betra að nýta hrosshúðirnar en að urða þær eða senda úr landi eins og hefur verið gert hingað til. Svo er þetta umhverfisvænni efniviður en gervifeldur,“ segir Valdís. Kveikjan að verkefninu var námskeið sem Valdís sótti í vöruhönnunarnáminu í LHÍ þar sem lögð var áhersla á mikilvægi hestsins í íslenskri menningu og opnað á umræðu um aukna nýtingu hliðarafurða hans. „Ég varð alveg heltekin af þessu hráefni og í framhaldinu fórum við Kristín að ræða saman og hugmyndir fóru …

Nemendaserían 2017
— 
Hætta / Athugið – Viðvörunarskilti Ívars Björnssonar

[Því miður er þessi grein aðeins birt á ensku] With tourism growing at an acute rate, Icelandic agencies and landowners are now working to minimize accidents and preventable risks by building up the national travel infrastructure needed to support the large influx of incoming travellers. Hætta / Athugið contributes valuably to this effort with customizable icons and a thoughtful system that will soon be tested at popular tourist attractions in collaboration with the Environmental Agency of Iceland. Hætta / Athugið by Ívar Björnsson is a customizable signage system that uses humour and charismatic graphic language to address the serious issue of tourist safety in Iceland. There is a current lack of consistent and effective signage across the country and tourists often may not realize the bodily risks encountered while traveling the countryside—whether intense winds, unpredictable beaches, or glaciers. How would you describe your project? The increase of accidents in Iceland following the tourist boom is a national concern. Current Icelandic warning and danger signs are not sufficiently effective or systematized. My objectives were to create …

Sunna Örlygs

One Year and 10 Days

Myndbandið One Year and 10 Days var tekið upp í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi. Hraunið varð fyrir valinu þar sem svæðið líktist því einskismannslandi sem Sunna sá fyrir sér við vinnu meistaraverkefnis síns frá ArtEZ, Grand Illusions of a Great Fashion Escape. Myndbandið er að hennar sögn sjónræn útgáfa á rannsókn hennar á því sem gerist þegar fatahönnuður einangrar sig algjörlega frá daglegu umhverfi sínu, áhrifum og áliti annarra. One Year and Ten Days from Magnus Andersen on Vimeo.

HA06 er komið út!

Sjötta tölublað HA hefur nú litið dagsins ljós og mun án efa birta upp í huga alls áhugafólks um íslenska hönnun og arkitektúr í helsta skammdeginu. Tímaritið telur rúmlega 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu. Meðal efnis er viðtal við Jón Helga Hólmgeirsson yfirhönnuð hjá Genki Instruments sem er skreytt myndaþætti sem unninn var í samvinnu við Studio Fræ. Þá fá lesendur innsýn í hugmyndavinnuna að baki útskriftarverkefnis Sunnu Örlygs fatahönnuðar í meistaranámi hennar við ArtEZ, sem myndað var af Magnúsi Andersen ljósmyndara. Paul Bennett, yfirhönnunarstjóri hjá IDEO, sem fékk hálfan salinn til að fella tár á síðustu DesignTalks með persónulegri frásögn sinni, skrifar um upplifun sína af landi og þjóð í opnu bréfi til Íslendinga. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar og eigendur Kurt og Pí, sem hlutu nýverið Hönnunarverðlaun Íslands fyrir endurhönnun Marshall-hússins segja frá því hvernig arkitónísk hugsjón mótaði hugmyndina að breyttu hlutverki hússins á öllum stigum. Grímur Sæmundsen forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í …