All posts filed under: Textílhönnun

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Endurkoma

Don Cano

Ef eitthvað fangaði stemningu níunda áratugarins á Íslandi voru það fötin frá Don Cano. Litskrúðugar flíkurnar, sem voru hannaðar og framleiddar á Íslandi, boðuðu eitthvað brakandi ferskt í upphafi áratugarins. Á þessum tíma var break-dansinn í algleymingi, eða skrykk-dansinn eins og hann var kallaður á góðri íslensku, og þegar svölustu dansararnir og afreksfólk í íþróttum fór að sjást í fötum frá Don Cano varð fatamerkið á svipstundu eitt vinsælasta tískumerkið í sögu landsins. Fötin voru með eindæmum vönduð, létt og þægileg og höfðuðu til allra aldurshópa. Æðið var um tíma svo yfirgengilegt að slegist var um flíkurnar þegar þær komu í verslanir og um miðbik áratugarins gekk annar hver landsmaður í fötum frá Don Cano. Nú þremur áratugum síðar er orðrómur á kreiki um endurkomu Don Cano. Er það tóm óskhyggja eða er eitthvað til í þessum sögusögnum? Jan Davidsson, fyrrum eigandi og aðalhönnuður Don Cano, er eini maðurinn sem getur svarað því. „Kannski er kominn tími til að viðurkenna að endurkoma Don Cano hefur verið í gerjun hjá mér um nokkurt skeið og nú …

Weaving DNA

Þræðir sjálfsmyndar

Í verkefninu Weaving DNA kanna þær Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Claire Anderson textílhönnuður forna þræði sem tengja saman menningararfleið Skota og Íslendinga en þjóðirnar eiga fleira sameiginlegt en sjálfstæðisbaráttu og veðurmótaða þjóðarsál. Texti: Arnar Fells & Sari Peltonen / Ljósmyndir: Tian Khee Siong Innblástur að verkefninu var meðal annars sóttur til hinnar Norrænu-Skosku víkingaarfleiðar sem unnin var í ull og textíl. Hanna og Claire könnuðu þátt handverksins í mótun sjálfsmynd þjóðanna og skoðuðu hvaða þýðingu handverkið hefur fyrir þjóðirnar í dag. Með því að blanda saman skoskum og íslenskum menningararfleifðum varð til nýr “ættbálkur” textíla, með tengingu við bæði löndin. HA kíkti á sýninguna í sýningarsal Þjóðminjasafnsins og náði tali af Hönnu Dís.   Í verkefninu könnuðu þið sameiginlega þætti í handverki Íslendinga og Skota. Funduð þið eitthvað sem kom ykkur á óvart? Handverk Íslendinga og Skota hefur alltaf haft sterk tengsl við ullina en það kom okkur á óvart hvað eiginleikar ullarinnar eru ólíkir milli landanna tveggja. Í samanburði við mýkt skosku ullarinnar er íslenska ullin gróf og harðgerð. Þessi munur endurspeglast svo …