HA vefgrein, Sýningar, Textílhönnun, Viðtöl
Leave a comment

Weaving DNA

Þræðir sjálfsmyndar

Í verkefninu Weaving DNA kanna þær Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Claire Anderson textílhönnuður forna þræði sem tengja saman menningararfleið Skota og Íslendinga en þjóðirnar eiga fleira sameiginlegt en sjálfstæðisbaráttu og veðurmótaða þjóðarsál.


Texti: Arnar Fells & Sari Peltonen / Ljósmyndir: Tian Khee Siong

Innblástur að verkefninu var meðal annars sóttur til hinnar Norrænu-Skosku víkingaarfleiðar sem unnin var í ull og textíl. Hanna og Claire könnuðu þátt handverksins í mótun sjálfsmynd þjóðanna og skoðuðu hvaða þýðingu handverkið hefur fyrir þjóðirnar í dag. Með því að blanda saman skoskum og íslenskum menningararfleifðum varð til nýr “ættbálkur” textíla, með tengingu við bæði löndin. HA kíkti á sýninguna í sýningarsal Þjóðminjasafnsins og náði tali af Hönnu Dís.

 

weavingDNA-a-5_fix

Í verkefninu könnuðu þið sameiginlega þætti í handverki Íslendinga og Skota. Funduð þið eitthvað sem kom ykkur á óvart?

Handverk Íslendinga og Skota hefur alltaf haft sterk tengsl við ullina en það kom okkur á óvart hvað eiginleikar ullarinnar eru ólíkir milli landanna tveggja. Í samanburði við mýkt skosku ullarinnar er íslenska ullin gróf og harðgerð. Þessi munur endurspeglast svo í ólíkum vinnsluaðferðum og nýtingarmöguleikum ullarinnar. Okkur fannst áhugavert að vinna með þessa ólíku eiginleika og blanda þeim saman við önnur efni eins og fiskiroð og endurunnið plast.
Við skoðuðum munstur í gömlum textíl og fundum áhugaverðar samsvaranir, jafnvel í textíl sem er aðeins nokkurra áratuga gamall. Einnig fundum við samsvarandi hluti sem hafa gjörólíkt notagildi á milli landanna. Sem dæmi má nefna að skottið á íslensku skotthúfunni sem svipar mjög til skottsins sem hangir á vasa framan á skotapilsum. Þar sjáum við hvernig sami hluturinn er notaður með ólíkum hætti og hlaðið ólíkri merkingu – skotthúfan tengist hinu kvenlega en skotapilsið er holdgerfingur hins karllæga.

weavingDNA-b-3_fix

Hvernig gekk samstarfið og hvernig kom það til?

Það var Claire sem hafði samband við mig og stakk upp á samstarfi. Hún var þá þegar kominn með hugmynd að verkefninu en hafði áhuga vinna það í samstarfi með skandinavískum hönnuði. Mér leist vel á hugmyndir hennar og við byrjuðum strax að vinna eftir fyrsta samtalið okkar. Það hefur verið mjög gefandi að vinna með tvo menningarheima með svo þverfaglegum hætti. Samvinnan gekk furðuvel miðað fyrir fjarlægðina okkar á milli. Sérstaklega í ljósi þess að við Caire hittumst aðeins einu sinni í persónu áður en við settum upp sýninguna. Mögulega hefur þetta óvenjulega samstarfsform gert ferlið áhugaverðara og um leið haft jákvæð áhrif á útkomuna. Einnig vil ég taka fram að við áttum frábært samstarf með ljósmyndara verkefnisins, Tian Khee Siong.

weavingDNA-c-9_fix

Sýningunni ykkar er í raun tvískipt. Annarsvegar má finna standa með abstrakt textílverkum en hinsvegar er að finna örþunnt silki með áprentuðum myndum af textílverkunum ykkar. Sýningargestum er svo boðið að taka myndir af sér í gegnum silkið sem skapar skemmtileg sjónræn áhrif. Segðu okkur aðeins frá þeim hluta sýningarinnar.

Með verkunum vildum við skapa nýja sjálfsmynd. Við gáfum því sýningargestum tækifæri á að upplifa hina nýju sjálfsmynd með því að máta blönduð brot úr þjóðarsál Skota og Íslendinga. Ég skora á sýningargesti að láta mynda sig í hinni nýju Norrænu-skosku sjálfsmynd og deila myndinni á instagram undir #nationalmuseumoficeland

Þeir sem vilja vita meira geta kíkt á fésbókarsíðu Weaving DNA.

weavingDNA-c-5_fixweavingDNA-b-7_fixweavingDNA-b-2_fix

weavingDNA-b-11b_fix

 

weavingDNA-a-2_fix

weavingDNA-a-3_fix

Skildu eftir svar