All posts filed under: HA vefgrein

Uppbygging á skapandi auðlindum framtíðarinnar

Nordic Design Resource

Í síbreytilegum heimi tækniframfara er nýsköpun talin forsenda þess að fyrirtæki geti viðhaldið samkeppnisforskoti. Sjálfbærar lausnir og skilvirkari þjónusta er meðal þeirra fjölmörgu þátta sem notandinn gerir sífellt meiri kröfur um. Skapandi hugsun hefur verið talin megindrifkraftur nýsköpunar þar sem aðferðir hönnunar eiga stóran þátt í að móta hugmyndir í átt að virðisaukandi lausnum. Á síðustu tíu árum höfum við orðið vör við gífurlegan vöxt á sviði hönnunar. Í dag er ekki hægt að afmarka hönnun við eitt svið skapandi greina heldur er hún nú talin lykill að vexti og nýsköpun þvert á allar greinar atvinnulífsins. Skapandi auðlindir 21. aldarinnar Í kjölfar örrar þróunar á sviðum hönnunar á undanförnum árum átti Dansk Design Center frumkvæði að samnorræna rannsóknarverkefninu Nordic Design Resource árið 2017. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og systurstofnanir á Norðurlöndunum. Um er að ræða eina af umfangsmestu rannsóknunum sem gerðar hafa verið á sviði hönnunar á Norðurlöndunum þar sem hönnunarauðlindir hafa í fyrsta skipti verið skilgreindar og kortlagðar á samnorrænum vettvangi. Hingað til hafa ekki verið til gögn sem …

Eitt stykki hönnun, takk

Kolbrún Vaka Helgadóttir

Eitt stykki hönnun, takk er ný þriggja þátta sjónvarpsröð um HönnunarMars. Þættirnir eru í umsjón Kolbrúnar Vöku Helgadóttur og sýndir í Ríkissjónvarpinu í aðdraganda hátíðarinnar í ár. „HönnunarMars fagnaði áratugsafmæli í fyrra og mér fannst tilvalið að nota tímamótin til að að sýna almenningi hátíðina frá öðru sjónarhorni. Ég fékk Janus Braga Jakobsson kvikmyndargerðarmann til liðs við mig og við fylgdum áhugaverðum hönnuðum eftir í rúmt ár,“ útskýrir Kolbrún og heldur áfram: „Þeir hönnuðir sem urðu fyrir valinu voru með spennandi verkefni í gangi sem öll höfðu samfélagslega skírskotun; vöruhönnuðirnir Róshildur og Snæbjörn í 1+1+1 eru hluti af Sweet Salone, tilraunaverkefni Auroru Foundation, sem felur í sér samstarf við handverksfólk í Sierra Leone, vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir og fatahönnuðurinn Kristín Karlsdóttir í Studio Trippin nýta áður ónýtta hliðarafurð af hrossum í áhugaverða hönnunarvöru, og verkefni vöruhönnuðarins Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Stússað í steininum, sem hlotið hefur mikið lof, miðar að því að efla starfsgetu og starfsánægju fanga á Litla-Hrauni.“ Angel Trinidad, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi, er einnig á meðal viðmælenda í þáttunum en hún þræðir árlega …

Módernisminn mistókst

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt

Ádögunum samþykkti meirihluti íbúa á Selfossi nýtt skipulag um breyttan miðbæ. Skipulagið felur í sér hugmyndir þróunarfélagsins Sigtúns um að reisa þrjátíu hús sem eru samtals rúmlega sextán þúsund fermetrar. Húsin verða í gömlum stíl eða endurbyggð gömul hús. Á vefsíðunni Miðbær Selfoss benda forsvarsmenn verkefnisins á að með því sé verið að „heiðra íslenskan byggingarstíl óháð tískusveiflum“: „Það er auðvitað hægt að byggja hús í nýjum stíl, úr steypu, stáli og gleri. En við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum. Arkitektar hanna einnig hús í klassískum eða „gömlum“ stíl. Það hefði verið einfaldara, fljótlegra og ódýrara að hanna slík hús frá grunni en við töldum heiðarlegast og fallegast að fara alla leið og endurreisa heil hús sem horfin eru og gleymd. Þannig verður til söguleg tenging og menningararfleifðin verður áþreifanlegri.“ „Módernisminn mistókst“ er millifyrirsögn í grein Jóns Ólafs Ólafssonar arkitekts og verkefnastjóra um skipulag nýja miðbæjarins í Dagskránni, fréttavef Suðurlands. Á vefsíðu verkefnisins segir enn fremur: „Við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum.” Það er ekki oft sem svo afgerandi yfirlýsing kemur fram í umræðu um arkitektúr …

Viðtal við Dag Eggertsson um framlag Rintala Eggertsson Architects til Feneyjatvíæringsins í arkitektúr 2018.

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr er nú haldinn í sextánda sinn. Þemað í ár er Freespace og sýningarstjórn er í höndum hinna írsku Shelley Mcnamara og Yvonne Farrell hjá Grafton Architects (sjá manifesto þeirra hér). Arkitektastofan Rintala Eggertsson Architects var valin af sýningarstjórunum til að vera með innsetningu í Forte Marghera í borgarhlutanum Mestre. Sigrún Sumarliðadóttir ræddi við Dag Eggertsson hjá Rintala Eggertsson Architects um framlag þeirra, CORTE DEL FORTE dance pavilion. Þekktuð þið sýningarstjórana áður en þær buðu ykkur að taka þátt á tvíæringnum? Ekki mikið en við vissum af þeim og öfugt. Ég tók viðtal við þær fyrir 20 árum þegar ég var í stjórn Arkitektafélagsins í Osló og  þær voru að koma fram á sjónarsviðið. Þá bauð stjórnin þeim að halda fyrirlestur því okkur fannst þær vera að gera góða hluti og langaði að koma þeim á framfæri. Það er ákveðin samsvörum á milli þess sem er að gerast í arkitektúr á Norðurlöndunum og á Írlandi. Þar er „sóber“ arkitektúr sem tengist rýminu meira en tíðkast í breskri menningararfleið – sem er meira í …

Safnstjórar á tímamótum

Viðtal við Hörpu Þórsdóttur og Sigríði Sigurjónsdóttur

  Hönnunarsafn Íslands stendur á tímamótum þar sem nýr forstöðumaður Sigríður Sigurjónsdóttir, hefur tekið við af Hörpu Þórsdóttur sem hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2009 en Harpa tók nýlega við stjórnun Listasafns Íslands. Þegar Harpa tók upphaflega við starfinu á Hönnunarsafninu voru geymslur og annar rekstur safnsins í iðnaðarhúsnæði að Lyngási 7-9 og lítill sýningarsalur í verslunarrými á Garðatorgi. Eitt helsta markmið Hörpu var að koma allri safnastarfseminni undir sama þakið, en frá árinu 2011 hefur öll starfsemin verið í núverandi húsnæði við Garðatorg. Nýr safnstjóri, Sigríður Sigurjónsdóttir er mörgum kunnug sem Sigga í Sparki en HA tók hana tali í 3. tölublaði þegar Sigríður lokaði dyrum á Spark Design Space við Klapparstíg. Elísabet V. Ingvarsdóttir ræddi við þær í Hönnunarsafninu á síðasta starfsdegi Hörpu. Þegar þú lítur um öxl Harpa hvað telur þú vera það mikilvægasta sem þú hefur áorkað í starfi forstöðumanns og hvers átt þú eftir að sakna mest? Harpa: Þegar ég hóf störf var ég upptekin af því að safnið yrði raunverulegt safn eftir ákveðinn tíma, því þrátt fyrir að söfnun …

Dæmisögur

vöruhönnun á 21. öld

„Í hönnunarfaginu er uppi stöðug krafa um nýjungar og hraða. Verkefnin eru þó ekki af þeim toga heldur eru þau dæmisögur um þróun sem hefur átt sér stað yfir langt tímabil. Að baki þeim liggur raunveruleg og djúpstæð þekking á viðfangsefninu.“ segir í texta á sýningunni Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld – sem opnar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 4. Mars kl. 16:00. Þar verða sýnd nokkur verkefni á sviði vöruhönnunar sem endurspegla ólíkar áherslur vöruhönnunar og veita innsýn í helstu strauma og stefnur í faginu hér á landi undanfarin ár. Verkefnin endurspegla fjölbreytileika fagsins og sýna þau tækifæri sem samfélaginu standa til boða með því að nýta krafta skapandi hugsunar. Sýningarstjórn er í höndum Sigríðar Sigurjónsdóttur, sem var um árabil prófessor við vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands (2005-2012) og rak hönnunargalleríðið Spark Design Space sem lagðist í dvala síðastliðið vor. Sigríður hefur unnið sýninguna í samstarfi með Ólöfu Sigurðardóttur forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur en hugmyndin fæddist eftir að Ólöf fylgdist með ólíkum áherslum í útskriftarverkefnum frá nemendum Listaháskóla Íslands, en skólinn hefur undanfarið haldið útskriftarsýningar í Listasafni Reykjavíkur. „Vöruhönnuðir …

SEB

Smíði í skala

Edda Bergsteinsdóttir gullsmiður er ein þeirra sem hlaut styrk úr Hönnunarsjóði í ár. Styrkinn fékk hún til frekari markaðsetningar á SEB Jewellery, sem er yfirheiti á skartgripalínum hennar, þar sem geómetrísk form lifna við og taka á sig form dýra. HA fékk að forvitnast um hönnuðinn og hugmyndafræðina að baki skartgripalínum hennar.   Hvað réði því að þú ákvaðst að læra gullsmíði? Mér hefur alltaf fundist gaman að teikna og búa til hluti og ef ég hefði ekki orðið gullsmiður þá er alveg á hreinu að ég hefði samt sem áður fengist við einhvers konar sköpun. Það að búa til eitthvað alveg frá grunni er ótrúlega góð tilfinning og í gullsmíðinni fæ ég þeirri þörf fullnægt. Þar get ég byggt upp mín eigin form og línur og séð til þess að hluturinn sem ég er að skapa gangi upp frá öllum sjónarhornum. Þú lærðir arkitektúr um tíma áður en þú fórst í gullsmíði. Hvernig var að stökkva á milli svo ólíkra stærðarskala, úr hinu stóra og efnismikla yfir í hið smáa og fíngerða? Þegar ég …

Islanders

Að fanga anda íslenskra híbýla

Heimasíðan Islanders hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði en þar gefst fólki kostur á að líta inn á áhugaverð íslensk heimili. Á heimasíðunni eru persónuleg einkenni híbýlanna dregin fram með alúðlegum hætti, bæði í máli og myndum. Verkefnið er hugarfóstur Auðar Gnár innanhússhönnuðar og Írisar Ann ljósmyndara en þær segja að vöntun hafi verið fyrir nýrri nálgun í kynningu á íslenskum heimilum, sér í lagi heimilum þar sem eigendur þora að fara sínar eigin leiðir. Nýlega litu þær við á heimili Ragnheiðar Jónsdóttur sem býr í einu af merkari húsum landsins, Bakkaflöt 1 í Garðabæ. Húsið er teiknað af Högnu Sigurðardóttur arkitekt og þykir eitt af merkari verkum í íslenskri nútímabyggingarlist. Bakkaflötin hefur hlotið margar viðurkenningar og var meðal annars valið ein af 100 merkilegustu byggingum 20. aldar í Evrópu. HA talaði við þær Auði og Írisi um verkefnið og kannaði hvort þau hýbílin á Icelanders eigi sér einhvern óvæntan samnefnara.   HA: Hvernig kom verkefnið til og hvers skonar heimili eruð þið að sýna? Íris: Við kynntust fyrst í tengslum við Further North, fyrirtæki Auðar, en síðustu ár hef ég …

Þá kom þyrlan

Helga Lilja Magnúsdóttir: fatahönnuðurinn að baki Helicopter

„Ég trúi því að val einstaklinga á fatnaði hafa áhrif á líf þeirra og persónulega skipta þægindin mig mestu máli. Ef manni líður vel í eigin skinni og fatnaði þá hefur það jákvæð áhrif á allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hannar föt undir merkjum Helicopter. Innblásturinn sækir hún meðal annars í náttúruna og fjölskyldu. Allt frá íslenskum steinum og mosa til litskrúðugra framandi fugla. Í nýjustu línu Helicopter brá Helga út af vananum því hún vann með myndlistamanninum Halldóri Ragnarssyni, sem jafnframt er fyrrverandi kærasti Helgu en hann hafði samband við Helgu og spurði hvort hún vildi vinna með myndlist hans. Helga tók áskoruninni og úr samstarfi þeirra kom haust og vetrarlína Helicopter “Við hittumst alltaf aftur”. Þar segist Helga hafa unnið með fortíðina og áhrif hennar á nútíðina en sú lína er væntanleg í október og nóvember á þessu ári. Helga Lilja útskrifaðist með gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en hún segir þriggja ára starf hjá fatahönnunarfyrirtækinu Nikita hafa verið besta skólann. Helicopter stofnaði …

Hugleiðingar um fegurð

Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir skrifar

Hvað er fegurð? Við fyrstu sýn virðist dálítið skrýtið að spyrja slíkrar spurningar – vitum við ekki öll hvað fegurð er? Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktor í umhverfisheimspeki, veltir upp hugmyndum um fegurð og fagurfræðileg gildi. Texti: Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir / Myndefni: Elín Hansdóttir Orðið fegurð er notað við fjölbreyttar aðstæður; hér er fallegt útsýni, sólsetrið er fallegt, tónverkið er fallegt, eldgosið er fallegt, hönnunin er falleg, þetta var fallega hugsað, augnablikið er fallegt, þetta var fallega gert. En hvað meinum við þegar við höldum því fram að eitthvað sé fallegt? Hvaða gildi hefur það fyrir okkur að upplifa þessi augnablik sem við lýsum best með orðunum „en fallegt!“? Flestum dettur eflaust fyrst í hug að fegurð sé afstæð og huglæg; „hverjum þykir sinn fugl fagur“ og fegurðin er einungis í auga þess sem skynjar hana. Fegurð er hér skilin sem smekksatriði; það sem mér finnst fallegt finnst öðrum kannski ljótt. Sumum dettur ef til vill í hug að fegurð sé falin í ákveðnum hlutlægum eiginleikum, réttum hlutföllum og formi, til dæmis gullinsniði. Þessar hugmyndir um fegurð …