All posts filed under: HA vefgrein

Weaving DNA

Þræðir sjálfsmyndar

Í verkefninu Weaving DNA kanna þær Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Claire Anderson textílhönnuður forna þræði sem tengja saman menningararfleið Skota og Íslendinga en þjóðirnar eiga fleira sameiginlegt en sjálfstæðisbaráttu og veðurmótaða þjóðarsál. Texti: Arnar Fells & Sari Peltonen / Ljósmyndir: Tian Khee Siong Innblástur að verkefninu var meðal annars sóttur til hinnar Norrænu-Skosku víkingaarfleiðar sem unnin var í ull og textíl. Hanna og Claire könnuðu þátt handverksins í mótun sjálfsmynd þjóðanna og skoðuðu hvaða þýðingu handverkið hefur fyrir þjóðirnar í dag. Með því að blanda saman skoskum og íslenskum menningararfleifðum varð til nýr “ættbálkur” textíla, með tengingu við bæði löndin. HA kíkti á sýninguna í sýningarsal Þjóðminjasafnsins og náði tali af Hönnu Dís.   Í verkefninu könnuðu þið sameiginlega þætti í handverki Íslendinga og Skota. Funduð þið eitthvað sem kom ykkur á óvart? Handverk Íslendinga og Skota hefur alltaf haft sterk tengsl við ullina en það kom okkur á óvart hvað eiginleikar ullarinnar eru ólíkir milli landanna tveggja. Í samanburði við mýkt skosku ullarinnar er íslenska ullin gróf og harðgerð. Þessi munur endurspeglast svo …

Falinn skógur

Rekaviður í hönnun

Rekaviður er viðfangsefni sýningar sem nú stendur yfir í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum, einum kyngimagnaðasta stað Strandanna. Sýningin ber nafnið FALINN SKÓGUR – Rekviður í hönnun en þar er sjónum beint að tækifærum sem leynast í nýtingu rekaviðar. Texti: Arnar Fells / Ljósmyndir: Halla E. Hansen og sýningastjórar Allt frá landnámi hefur rekaviðurinn talist til hinna mestu hlunninda og var viðurinn m.a. nýttur í húsa- og bátasmíð. Strandir komu þar helst við sögu enda státa þær af stórbrotnum rekafjörum, líklega þeim gjöfulustu hér á landi. Bróðurpartur rekans kemur langa leið frá Síberíu en fyrr á öldum var það trú sumra manna að trén yxu á hafsbotni norður af landinu. Heimildir herma að Strandamenn hafi verið mikið hagleiksfólk og að stór hluti tekna þeirra hafi komið frá sölu á smíðagripum og búsáhöldum sem þeir seldu víða um land. Sýningunni í Djúpavík er ætlað að endurvekja þessar gömlu hefðir og stuðla að frekari vinnslu úr staðbundnum efnivið og skerpa á sérstöðu Standanna. Í gömlu síldarverksmiðjunni ber að líta verk 26 sýnenda og spanna þau vítt svið, …

Frystihúsið sem breyttist í hönnunarklasa

Íshús Hafnarfjarðar

„Við vildum kanna það hvort grundvöllur væri fyrir því að leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einskonar gróðrastöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun,“ segir Anna María Karlsdóttir um þá nýju starfsemi sem er að finna í Íshúsi Hafnarfjarðar. Texti: Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson / Myndir: Arnar Fells Gunnarsson Á árum áður var starfrækt öflugt hraðfrystihús og fiskverkun í Íshúsi Hafnarfjarðar. Vinnandi fólk stóð ýmist í aðgerð, saltaði niður fisk, gerði að veiðafærum eða sinnti öðrum störfum fyrir útgerðina sem þar var. Áður en frystikistur urðu sjálfsagður hlutur á hverju heimili gátu Hafnfirðingar einnig leigt hólf í frystigeymslum Íshúsins. Í dag er öldin önnur og hefur stór hluti húsnæðisins fengið nýtt hlutverk. Breiður hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna hefur tekið við keflinu og komið sér fyrir í húsnæðinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Íshúsinu sem nú hýsir vinnuaðstöðu um 30 hönnuða sem fást við ólík viðfangsefni, svo sem hnífasmíði, keramik hönnun, trésmíði og textíl hönnun. Síðastliðin 15 ár heftur lítil sem engin starfsemi verið í hinu geysistóra …