All posts filed under: Viðtöl

Viðtal við Dag Eggertsson um framlag Rintala Eggertsson Architects til Feneyjatvíæringsins í arkitektúr 2018.

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr er nú haldinn í sextánda sinn. Þemað í ár er Freespace og sýningarstjórn er í höndum hinna írsku Shelley Mcnamara og Yvonne Farrell hjá Grafton Architects (sjá manifesto þeirra hér). Arkitektastofan Rintala Eggertsson Architects var valin af sýningarstjórunum til að vera með innsetningu í Forte Marghera í borgarhlutanum Mestre. Sigrún Sumarliðadóttir ræddi við Dag Eggertsson hjá Rintala Eggertsson Architects um framlag þeirra, CORTE DEL FORTE dance pavilion. Þekktuð þið sýningarstjórana áður en þær buðu ykkur að taka þátt á tvíæringnum? Ekki mikið en við vissum af þeim og öfugt. Ég tók viðtal við þær fyrir 20 árum þegar ég var í stjórn Arkitektafélagsins í Osló og  þær voru að koma fram á sjónarsviðið. Þá bauð stjórnin þeim að halda fyrirlestur því okkur fannst þær vera að gera góða hluti og langaði að koma þeim á framfæri. Það er ákveðin samsvörum á milli þess sem er að gerast í arkitektúr á Norðurlöndunum og á Írlandi. Þar er „sóber“ arkitektúr sem tengist rýminu meira en tíðkast í breskri menningararfleið – sem er meira í …

Farfuglar

Ragna Ragnarsdóttir iðnhönnuður

Ég vissi alltaf að ég myndi vinna með höndunum. Ég var að hugsa um myndlist en ég var of mikill pappakassi til þess, svo að ég fór að vinna við trésmíðar. Með tímanum fékk ég sífellt meiri áhuga á því hvernig hlutir virka. Mig langaði að gera meira en að smíða eftir hugmyndum annarra. Núna blandast þetta allt saman í verkum mínum.   Ég hafði verið að leita að rétta skólanum og fann loks einn sem mér leist vel á, Ensci Les Atelier í París. Í skólanum eru frábær verkstæði til að vinna í málma, tré og plast og þar er fólk opið fyrir öllu í hönnun. Þar var fólk að smíða bíla og vinna í hugbúnaði hlið við hlið. Það átti vel við mig því ég vil hafa margs konar hönnun í kringum mig og stærra umhverfi til að finna mína leið. En í umsóknarferlinu varð maður að senda verkefnamöppu og fara í viðtal á frönsku. Og ég talaði ekki orð í henni. Einhvern veginn tókst mér samt að kjafta mig inn. Ég fluttist …

Farfuglar

Dagur Eggertsson arkitekt

HA skyggnist inn í líf og starf Dags Eggertssonar, arkitekts hjá Rintala Eggertsson arkitektum í Noregi. „Ég flutti til Noregs árið 1986 til að nema arkitektúr við Arkitektaháskólann í Osló. Ætlunin var að búa þar í þrjú ár en ég er hér enn, þrjátíu árum seinna. Árið 1995 flutti ég til Finnlands til að hefja mastersnám. Þar kynnist ég mínum helsta samstarfsmanni, Sami Rintala, en við sátum á móti hvor öðrum í tíma. Það er svolítið magnað því í náminu í Noregi sat ég á móti Vibeke Jenssen, sem í dag er eiginkona mín. Fólk ætti því að hugsa sig tvisvar um áður en það sest á móti mér. Eftir tveggja ára mastersnám snéri ég aftur til Noregs til að starfa sem arkitekt, meðal annars með eiginkonu minni. Fimm árum síðar fékk ég símhringingu frá vini mínum Sami, sem þá var að flytja til Noregs. Í fyrstu hittumst við Sami bara til að spila fótbolta og leysa heimsmálin yfir bjór. Smátt og smátt fórum við að ráðleggja hvor öðrum við ýmis verkefni og að lokum …

Að tengjast umhverfinu

Viðtal við Brynjar Sigurðarson vöruhönnuð

Viðtalið birtist fyrst í 2. tbl. HA, 2015. Frá útskrift hefur Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður átt töluverðri velgengni að fagna og hlaut hann meðal annars nýverið hin virtu Svissnesku hönnunarverðlaun (Swiss Design Awards) í flokki vöru- og iðnhönnunar. Verðlaunin hlaut Brynjar fyrir vörulínur sem unnar eru út frá mánaðarlangri dvöl hans á Vopnafirði fyrir nokkrum árum en sú reynsla hefur haft afgerandi áhrif á feril hans og aðferðafræði. Brynjar hefur einstakt lag á að nálgast viðfangsefni sín með einlægum hætti og segist óhræddur við að​ feta ótroðnar slóðir innan hönnunarheimsins. Árin í ECAL Eftir útskrift af vöruhönnunarbraut LHÍ árið 2009 lá leið Brynjars í hinn virta hönnunarskóla Lausanne University of Art and Design (ECAL) í mastersnám í vöruhönnun. Aðspurður segir Brynjar það hafa verið nokkuð tilviljanakennt að hann hafi endað í Sviss; hann hafi séð auglýsingaplakat frá skólanum, fengið viðtal og flutt út stuttu síðar. Brynjar segir námið í ECAL hafa verið töluvert ólíkt því sem hann átti að venjast hér heima. Þar sé hratt tempó og takmarkaður tími fyrir hvert verkefni því skólinn loki um …

Aníta Hirlekar

Nýjir fletir

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Nýlega frumsýndi hún nýja fatalínu á Reykjavik Fashion Festival (RFF) 2017 og stuttu seinna opnaði hún, ásamt Magneu Einarsdóttur fatahönnuði, frekar óhefðbundið verslunarrými í miðbæ Reykjavíkur sem ber nafnið A. M. Consept Space. Nýja haust- og vetrarlínan ANITA HIRLEKAR er stærsta línan sem hönnuðurinn hefur sent frá sér og sýningin á RFF var jafnframt hennar fyrsta stóra sýning hérlendis. „Ég vildi koma fram með nýja áferð. Hingað til hef ég verið að einblína á miklar og handgerðar áferðir í verkum mínum en í nýju línunni er ég í fyrsta sinn að vinna með áprentuð mynstur. Mig langaði að vinna með andstæðu þess sem ég er vön að vinna með – að vinna meira flatt,“ segir Aníta um nýju línuna og bætir við að flötu áprentuðu mynstrin séu upphaflega handmáluð í sama anda og með sama handbragði og handútsaumuðu flíkurnar í eldri línum hennar. „Ég vildi að þetta tvennt – áferðirnar og flatneskjan – kallaðist á við hvort annað og það má segja að öll mynstrin í …

Undraveröld Kron by Kronkron

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa undanfarin tíu ár hannað, framleitt og selt vörur undir merkjum Kron by Kronkron um allan heim. Þar á meðal eru um 1200 tegundir af skóm sem eru uppistaða yfirlitssýningar á verkum þeirra í Hönnunarsafni Íslands sem opnar á HönnunarMars. „Þetta hlýtur að hafa verið í kortunum okkar Magna frá upphafi. Við höfðum bæði mikinn áhuga og sterka ástríðu fyrir óvenjulegum skóm á okkar yngri árum og ég safnaði hinum undarlegustu skóm án þess að það hvarflaði að mér að ég myndi síðar leggja þetta fyrir mig,“ segir Hugrún þegar hún er innt eftir því hvernig skóævintýri þeirra hjóna hófst. „Síðustu tíu ár hafa verið magnað maraþon og hreinlega dálítil klikkun en við höfum verið svo upptekin við líðandi stund að okkur hefur sjaldan gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg.“ Hugrún viðurkennir að þegar þau lögðu fyrst út í skóframleiðslu á sínum tíma hafi þau ekki órað fyrir því hvað þau ættu í vændum en samt hafi aldrei annað komið til greina en að halda áfram. Hönnunar- og …

Björn Steinar Blumenstein

Verkefni vöruhönnuðarins Björns Steinars Blumenstein veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar. Með gagnrýnum en jafnframt lausnamiðuðum nálgunum kannar hann nýjar leiðir sem við getum haft í huga og nýtt okkur í því skyni að takast á við hnattvæddan heim og hið sjálfgefna hlutverk okkar sem neytendur. Við hittum Björn Steinar til að ræða tvær nýjar sýningar sem hann stendur fyrir á HönnunarMars og þátttöku hans á DesignTalks-ráðstefnunni. Verkin þín virka á mig eins og nokkurs konar hönnunarrannsókn. Hver er helsta ástæðan fyrir þessari nálgun? Hönnun er ennþá nokkuð tilraunakennd á Íslandi og hönnuðir hafa enn ekki hlotið fastan sess innan samfélagsins svo við erum nokkuð frjáls. Það er á margan hátt mjög gott en getur líka verið hamlandi. Við búum yfir frekar fáum auðlindum og innviðir fyrir nýtingu þeirra eru að mestu leyti ómótaðir. Það tel ég að sé kveikjan að öllum þessum skrítnu verkefnum þar sem hönnuðir gera beinar tilraunir með efni og láta reyna á þolmörk þeirra og umgjarðarinnar í kring. Getum við aðeins rýnt í …

Hanna Dís Whitehead

Vöruhönnuðurinn Hanna Dís Whitehead útskrifaðist frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven árið 2011 og rekur í dag hönnunarstofuna Studio Hanna Whitehead á Suð-Austurlandi. Gestum HönnunarMars í ár gefst kostur á að kynna sér verk hennar á tveimur sýningum: annars vegar á einkasýningunni Annað samtaI í Safnahúsinu og hins vegar á sýningunni Illikambur í Gallerí Harbinger. „Hingað til hefur vörulínan einkum snúist um að hanna hluti sem ekki hafa fyrirfram ákveðið notagildi en í þetta sinn er ég að vissu leyti búin að snúa þessu við,“ segir Hanna Dís um línuna Annað samtal (e. Another Dialog) og útskýrir hvernig verkefnið hafi í raun þróast út frá samtölum við gesti á fyrri sýningum hennar. „Hér hef ég í fyrsta skipti unnið og betrumbætt vörurnar mínar svo þær falli að hugmyndum gesta um notagildi þeirra. Að þessu sinni vinn ég aðallega með keramík og leik mér að því að framkalla mismunandi efnistilfinningu með ólíkum glerungum. Þannig get ég til að mynda unnið keramík út frá plast- eða jafnvel gúmmítilfinningu.“ Samsýninguna Milla Snorrason x Studio Hanna Whitehead – Illikambur mætti einnig …

Erling og Helga Ósk

Á sýningunni Andaðu munu Erling og Helga Ósk gullsmiðir kynna fyrstu sameiginlegu skartgripalínuna sína en þau opnuðu saman vinnustofu og verslun á Hverfisgötu 39 árið 2016. Þau segja að eftir að hafa setið andspænis hvort öðru í hálft annað ár, deilt hugmyndum af örlæti og veitt hvort öðru aðstoð við ýmis úrlausnarefni hönnunarinnar hafi nánara samstarf sprottið af sjálfu sér. Við fyrstu sýn virðast þau nálgast efnið með nokkuð ólíkum hætti en þau eru sammála um að þótt fagurfræði og stíll þeirra sé ólíkur þá deili þau keimlíkri afstöðu til skartgripahönnunar og snertifletir þeirra séu margir. Þeim var báðum ljóst frá barnæsku að þau myndu fást við handverk og gullsmíðin reyndist þeirra farvegur. Á meðan Helga Ósk hefur sótt töluvert í íslenskan þjóðararf og smíðað skartgripi með tilvísun í rammíslenska hefð víravirkis hefur Erling leikið sér að sköpun nýrra forma. Bæði segjast þau þó leggja áherslu á að fara sem oftast og lengst að heiman og brjóta upp fagurfræði og reglur en eiga þó sín akkeri í faglegri þekkingu, áralangri reynslu og hefð. Aðspurð hvað …

Sara Jónsdóttir, stjórnandi HönnunarMars

Í ár fagnar HönnunarMars tíu ára afmæli sínu. Hvaða breytingar hafa orðið á hátíðinni á þessum áratug og hvert stefnir hún? Hátíðin og sjálf hönnunarsenan hafa farið í gegnum töluvert þroskaferli á þessum tíu árum. Umfang hátíðarinnar eykst með ári hverju og hún hefur skapað sér fastan sess í hugum hönnuða og borgarbúa. Viðfangsefni, þemu og hvaða greinar eru mest áberandi hverju sinni hefur verið breytilegt ár frá ári. Það er þó sífellt meira um þverfagleg verkefni og verkefni sem ná út fyrir hinar hefðbundnu hönnunargreinar. Skilningur á hönnun og mikilvægi hennar hefur aukist marktækt á þessum árum og það eru sífellt fleiri sem skilja að hönnun er aðferða- og hugmyndafræði sem á heima innan allra innviða samfélagsins, allt frá landbúnaði yfir í fjármálakerfi. Markmið HönnunarMars er að auðga samfélag hönnuða og þjappa því saman, að skapa vettvang þar sem tengingar myndast, samstarfsverkefni verða til og íslensk hönnun fær brautargengi innanlands sem utan. Framundan er skarpari fókus og enn meiri gæði. Hverjar eru helstu áskoranirnar við að halda hátíð eins og HönnunarMars? Helsta áskorunin er …