All posts filed under: Viðtöl

Hanna Dís Whitehead

Vöruhönnuðurinn Hanna Dís Whitehead útskrifaðist frá Hönnunarakademíunni í Eindhoven árið 2011 og rekur í dag hönnunarstofuna Studio Hanna Whitehead á Suð-Austurlandi. Gestum HönnunarMars í ár gefst kostur á að kynna sér verk hennar á tveimur sýningum: annars vegar á einkasýningunni Annað samtaI í Safnahúsinu og hins vegar á sýningunni Illikambur í Gallerí Harbinger. „Hingað til hefur vörulínan einkum snúist um að hanna hluti sem ekki hafa fyrirfram ákveðið notagildi en í þetta sinn er ég að vissu leyti búin að snúa þessu við,“ segir Hanna Dís um línuna Annað samtal (e. Another Dialog) og útskýrir hvernig verkefnið hafi í raun þróast út frá samtölum við gesti á fyrri sýningum hennar. „Hér hef ég í fyrsta skipti unnið og betrumbætt vörurnar mínar svo þær falli að hugmyndum gesta um notagildi þeirra. Að þessu sinni vinn ég aðallega með keramík og leik mér að því að framkalla mismunandi efnistilfinningu með ólíkum glerungum. Þannig get ég til að mynda unnið keramík út frá plast- eða jafnvel gúmmítilfinningu.“ Samsýninguna Milla Snorrason x Studio Hanna Whitehead – Illikambur mætti einnig …

Erling og Helga Ósk

Á sýningunni Andaðu munu Erling og Helga Ósk gullsmiðir kynna fyrstu sameiginlegu skartgripalínuna sína en þau opnuðu saman vinnustofu og verslun á Hverfisgötu 39 árið 2016. Þau segja að eftir að hafa setið andspænis hvort öðru í hálft annað ár, deilt hugmyndum af örlæti og veitt hvort öðru aðstoð við ýmis úrlausnarefni hönnunarinnar hafi nánara samstarf sprottið af sjálfu sér. Við fyrstu sýn virðast þau nálgast efnið með nokkuð ólíkum hætti en þau eru sammála um að þótt fagurfræði og stíll þeirra sé ólíkur þá deili þau keimlíkri afstöðu til skartgripahönnunar og snertifletir þeirra séu margir. Þeim var báðum ljóst frá barnæsku að þau myndu fást við handverk og gullsmíðin reyndist þeirra farvegur. Á meðan Helga Ósk hefur sótt töluvert í íslenskan þjóðararf og smíðað skartgripi með tilvísun í rammíslenska hefð víravirkis hefur Erling leikið sér að sköpun nýrra forma. Bæði segjast þau þó leggja áherslu á að fara sem oftast og lengst að heiman og brjóta upp fagurfræði og reglur en eiga þó sín akkeri í faglegri þekkingu, áralangri reynslu og hefð. Aðspurð hvað …

Sara Jónsdóttir, stjórnandi HönnunarMars

Í ár fagnar HönnunarMars tíu ára afmæli sínu. Hvaða breytingar hafa orðið á hátíðinni á þessum áratug og hvert stefnir hún? Hátíðin og sjálf hönnunarsenan hafa farið í gegnum töluvert þroskaferli á þessum tíu árum. Umfang hátíðarinnar eykst með ári hverju og hún hefur skapað sér fastan sess í hugum hönnuða og borgarbúa. Viðfangsefni, þemu og hvaða greinar eru mest áberandi hverju sinni hefur verið breytilegt ár frá ári. Það er þó sífellt meira um þverfagleg verkefni og verkefni sem ná út fyrir hinar hefðbundnu hönnunargreinar. Skilningur á hönnun og mikilvægi hennar hefur aukist marktækt á þessum árum og það eru sífellt fleiri sem skilja að hönnun er aðferða- og hugmyndafræði sem á heima innan allra innviða samfélagsins, allt frá landbúnaði yfir í fjármálakerfi. Markmið HönnunarMars er að auðga samfélag hönnuða og þjappa því saman, að skapa vettvang þar sem tengingar myndast, samstarfsverkefni verða til og íslensk hönnun fær brautargengi innanlands sem utan. Framundan er skarpari fókus og enn meiri gæði. Hverjar eru helstu áskoranirnar við að halda hátíð eins og HönnunarMars? Helsta áskorunin er …

Studio Trippin
— 
Frá hliðarafurð yfir í hönnunarvöru

Áskoranir nútímans og kröfur um sjálfbærni leiða hönnuði í auknum mæli nær uppruna sínum og hvetja þá til að vinna á skapandi hátt úr náttúrulegum hráefnum. Hönnunarteymið Studio Trippin fetar ótroðnar slóðir í nýtingu íslenskra hrosshúða og tekst þannig að breyta áður ónýttri hliðarafurð í áhugaverða hönnunarvöru. Hrosshúðir hafa lítið verið nýttar hér á landi og Kristín Karlsdóttir fatahönnuður og Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður litu á það sem áhugaverða áskorun. „Húðirnar eru, ólíkt flestum öðrum feldum, af dýri sem hefur fengið góða meðferð og er að öðru leyti fullnýtt. Þess vegna teljum við að það sé mun betra að nýta hrosshúðirnar en að urða þær eða senda úr landi eins og hefur verið gert hingað til. Svo er þetta umhverfisvænni efniviður en gervifeldur,“ segir Valdís. Kveikjan að verkefninu var námskeið sem Valdís sótti í vöruhönnunarnáminu í LHÍ þar sem lögð var áhersla á mikilvægi hestsins í íslenskri menningu og opnað á umræðu um aukna nýtingu hliðarafurða hans. „Ég varð alveg heltekin af þessu hráefni og í framhaldinu fórum við Kristín að ræða saman og hugmyndir fóru …

Nemendaserían 2017
— 
Hætta / Athugið – Viðvörunarskilti Ívars Björnssonar

[Því miður er þessi grein aðeins birt á ensku] With tourism growing at an acute rate, Icelandic agencies and landowners are now working to minimize accidents and preventable risks by building up the national travel infrastructure needed to support the large influx of incoming travellers. Hætta / Athugið contributes valuably to this effort with customizable icons and a thoughtful system that will soon be tested at popular tourist attractions in collaboration with the Environmental Agency of Iceland. Hætta / Athugið by Ívar Björnsson is a customizable signage system that uses humour and charismatic graphic language to address the serious issue of tourist safety in Iceland. There is a current lack of consistent and effective signage across the country and tourists often may not realize the bodily risks encountered while traveling the countryside—whether intense winds, unpredictable beaches, or glaciers. How would you describe your project? The increase of accidents in Iceland following the tourist boom is a national concern. Current Icelandic warning and danger signs are not sufficiently effective or systematized. My objectives were to create …

Nemendaserían 2017 — Blikur eftir Dagnýju Björg Stefánsdóttur

[Þessi grein er því miður aðeins birt á ensku.] Blikur by Dagný Björg Stefánsdóttir is an investigation into ways we can sensorily relate to the weather. Poetic and meditative, the project transmits quiet strength as it melds contemporary design with old traditions and methods as a way to reconnect us with our bodies and the environment. These four minimal artefacts are a direct comment upon our dependence on technology and its corresponding loss of traditional knowledge for reading nature. As beautifully observed by Thomas Pausz, the power and beauty of Blikur lies in its reactionary nature: “Change is happening and we are learning to listen again. Blikur participates in this new consciousness.” Hello Dagný! How would you describe your project? Blikur is a series of four objects made out of materials that change in dialogue with different atmospheric conditions to reveal patterns of the weather with movement rather than numbers. The objects are sensors measuring atmospheric pressure, temperature, humidity levels and wind direction. They encourage the viewer to learn how to read into nature—into its …

Nemendaserían 2017 / Rætt við Thomas Pausz prófessor við LHÍ

[Þessi grein er því miður aðeins birt á ensku.] Through the Looking Glass is a series of spotlights showcasing new design talent. The series offers an in-depth look into six exceptional graduation projects from the Iceland Academy of the Arts, along with an introductory interview with Thomas Pausz—a professor of product design at the Iceland Academy of the Arts and the curator of the 2017 BA degree show TEIKN / GESTURES. In the interview below, Thomas helps us gain a greater perspective on this year’s graduating students and insight into what young designers are making today. Through the series, we hope to gauge the upcoming creative pulse in Iceland and offer a window into how a new generation of creatives is responding to times of environmental anxiety, political instability and redefined values. — As the curator, how would you characterize this year’s graduating projects? I was very inspired by the humour with which the students are addressing difficult topics. We live in confusing times, with a disturbing political and ecological crisis, but this generation is …

Safnstjórar á tímamótum

Viðtal við Hörpu Þórsdóttur og Sigríði Sigurjónsdóttur

  Hönnunarsafn Íslands stendur á tímamótum þar sem nýr forstöðumaður Sigríður Sigurjónsdóttir, hefur tekið við af Hörpu Þórsdóttur sem hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2009 en Harpa tók nýlega við stjórnun Listasafns Íslands. Þegar Harpa tók upphaflega við starfinu á Hönnunarsafninu voru geymslur og annar rekstur safnsins í iðnaðarhúsnæði að Lyngási 7-9 og lítill sýningarsalur í verslunarrými á Garðatorgi. Eitt helsta markmið Hörpu var að koma allri safnastarfseminni undir sama þakið, en frá árinu 2011 hefur öll starfsemin verið í núverandi húsnæði við Garðatorg. Nýr safnstjóri, Sigríður Sigurjónsdóttir er mörgum kunnug sem Sigga í Sparki en HA tók hana tali í 3. tölublaði þegar Sigríður lokaði dyrum á Spark Design Space við Klapparstíg. Elísabet V. Ingvarsdóttir ræddi við þær í Hönnunarsafninu á síðasta starfsdegi Hörpu. Þegar þú lítur um öxl Harpa hvað telur þú vera það mikilvægasta sem þú hefur áorkað í starfi forstöðumanns og hvers átt þú eftir að sakna mest? Harpa: Þegar ég hóf störf var ég upptekin af því að safnið yrði raunverulegt safn eftir ákveðinn tíma, því þrátt fyrir að söfnun …

Að endurtengjast náttúrunni

Hlín Helga um þema DesignTalks 2017

Nú styttist í DesignTalks, einn vinsælasta hönnunarviðburð hér á landi. Áhugafólk um hönnun sem og áhrifafólk í atvinnulífi og stjórsýslu flykkjast árlega á viðburðinn til sækja sér innblástur; einskonar innblástursforða sem endist jafnvel út árið. Fyrirlestrarröðin fer fram í Hörpu næstkomandi fimmtudag frá 09:00-16:30. (Örfá sæti laus, sjá www.harpa.is) Þemað í ár fjallar um samband okkar við náttúruna. HA tók tal af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, listrænum stjórnanda DesignTalks, og spurði hana nánar út í þemað og fyrirlesarana í ár. HA: Þemað á DesignTalks í ár tengist sambandi okkar við náttúruna og viðleitni mannsins til að endurtengjast náttúrunni. Geturðu sagt okkur aðeins frá þemanu og af hverju það var valið? Þema þessa árs, eins og svo oft áður, sprettur upp úr rýni í líðandi stund; áhrif samfélagsþróunar á hönnun og áhrif hönnunar á samfélagsmynstur. Ef við tölum um hönnun sem breytingarafl þá má segja að þemað snerti á allra mikilvægustu spurningunum í dag. Hvernig getur hönnun breytt heiminum? Hvaða áhrif getum við haft? Hvað viljum við gera? Hvað eru hönnuðir út um allan heim að fást …

Islanders

Að fanga anda íslenskra híbýla

Heimasíðan Islanders hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði en þar gefst fólki kostur á að líta inn á áhugaverð íslensk heimili. Á heimasíðunni eru persónuleg einkenni híbýlanna dregin fram með alúðlegum hætti, bæði í máli og myndum. Verkefnið er hugarfóstur Auðar Gnár innanhússhönnuðar og Írisar Ann ljósmyndara en þær segja að vöntun hafi verið fyrir nýrri nálgun í kynningu á íslenskum heimilum, sér í lagi heimilum þar sem eigendur þora að fara sínar eigin leiðir. Nýlega litu þær við á heimili Ragnheiðar Jónsdóttur sem býr í einu af merkari húsum landsins, Bakkaflöt 1 í Garðabæ. Húsið er teiknað af Högnu Sigurðardóttur arkitekt og þykir eitt af merkari verkum í íslenskri nútímabyggingarlist. Bakkaflötin hefur hlotið margar viðurkenningar og var meðal annars valið ein af 100 merkilegustu byggingum 20. aldar í Evrópu. HA talaði við þær Auði og Írisi um verkefnið og kannaði hvort þau hýbílin á Icelanders eigi sér einhvern óvæntan samnefnara.   HA: Hvernig kom verkefnið til og hvers skonar heimili eruð þið að sýna? Íris: Við kynntust fyrst í tengslum við Further North, fyrirtæki Auðar, en síðustu ár hef ég …