All posts filed under: Design Talks – Fyrirlestraröð HönnunarMars

Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu

Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …

Það er einhver saga á bak við alla hluti

Theodóra Alfreðsdóttir

Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir hefur í nógu að snúast á HönnunarMars en hún verður meðal fyrirlesara á DesignTalks ráðstefnunni auk þess sem verk hennar verða til sýnis á alls þremur sýningum; einkasýningunni Mót | tilraunir í Kjallaranum í Geysi Heima, Staðbundið landslag, sýningu Fólks Reykjavík, og Formex Nova í Norræna húsinu en Theodóra er meðal þeirra hönnuða sem tilnefndir eru til norrænu hönnunarverðlaunanna Formex Nova árið 2019. Theodóra, sem býr og starfar í Lundúnum og Reykjavík, segist nálgast hönnun á ferlisdrifinn hátt: „Það er svo margt áhugavert sem getur gerst ef maður er ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hverju maður er að leita að. Mistökin eru líka spennandi. Ég vinn út frá sögum frekar en hlutum. Það er einhver saga á bak við alla hluti.“ Theodóra vinnur mikið með náttúruefni og þá hugsun og heimspeki sem býr í hverjum hlut. Hún er óhrædd við að gera tilraunir, til dæmis vann hún matarstell úr feldspari og gerði tilraunir með keramik þar sem gripir voru brenndir í jörðu. Á sýningu Fólks verða frumsýndir nýir lampar eftir Theodóru …

Björn Steinar Blumenstein

Verkefni vöruhönnuðarins Björns Steinars Blumenstein veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar. Með gagnrýnum en jafnframt lausnamiðuðum nálgunum kannar hann nýjar leiðir sem við getum haft í huga og nýtt okkur í því skyni að takast á við hnattvæddan heim og hið sjálfgefna hlutverk okkar sem neytendur. Við hittum Björn Steinar til að ræða tvær nýjar sýningar sem hann stendur fyrir á HönnunarMars og þátttöku hans á DesignTalks-ráðstefnunni. Verkin þín virka á mig eins og nokkurs konar hönnunarrannsókn. Hver er helsta ástæðan fyrir þessari nálgun? Hönnun er ennþá nokkuð tilraunakennd á Íslandi og hönnuðir hafa enn ekki hlotið fastan sess innan samfélagsins svo við erum nokkuð frjáls. Það er á margan hátt mjög gott en getur líka verið hamlandi. Við búum yfir frekar fáum auðlindum og innviðir fyrir nýtingu þeirra eru að mestu leyti ómótaðir. Það tel ég að sé kveikjan að öllum þessum skrítnu verkefnum þar sem hönnuðir gera beinar tilraunir með efni og láta reyna á þolmörk þeirra og umgjarðarinnar í kring. Getum við aðeins rýnt í …

Að endurtengjast náttúrunni

Hlín Helga um þema DesignTalks 2017

Nú styttist í DesignTalks, einn vinsælasta hönnunarviðburð hér á landi. Áhugafólk um hönnun sem og áhrifafólk í atvinnulífi og stjórsýslu flykkjast árlega á viðburðinn til sækja sér innblástur; einskonar innblástursforða sem endist jafnvel út árið. Fyrirlestrarröðin fer fram í Hörpu næstkomandi fimmtudag frá 09:00-16:30. (Örfá sæti laus, sjá www.harpa.is) Þemað í ár fjallar um samband okkar við náttúruna. HA tók tal af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, listrænum stjórnanda DesignTalks, og spurði hana nánar út í þemað og fyrirlesarana í ár. HA: Þemað á DesignTalks í ár tengist sambandi okkar við náttúruna og viðleitni mannsins til að endurtengjast náttúrunni. Geturðu sagt okkur aðeins frá þemanu og af hverju það var valið? Þema þessa árs, eins og svo oft áður, sprettur upp úr rýni í líðandi stund; áhrif samfélagsþróunar á hönnun og áhrif hönnunar á samfélagsmynstur. Ef við tölum um hönnun sem breytingarafl þá má segja að þemað snerti á allra mikilvægustu spurningunum í dag. Hvernig getur hönnun breytt heiminum? Hvaða áhrif getum við haft? Hvað viljum við gera? Hvað eru hönnuðir út um allan heim að fást …