Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu
—
Studio Brynjar & Veronika
Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …