All posts filed under: Landslagsarkitektúr

Nú vandast leikurinn

Einkenni góðra leiksvæða

Þörf fyrir fjölbreytt og vönduð leiksvæði er brýn í borg sem þéttist hratt. Landslagsarkitektarnir Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Svava Þorleifsdóttir skoða hvað einkennir góð leiksvæði. Texti: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Svava Þorleifsdóttir. Forsíðumynd: Eva Lind Skólinn og nánasta umhverfi hans er vinnustaður barnanna okkar allt frá tveggja ára aldri en börn dvelja í skólum og leikskólum í sex til átta klukkustundir á hverjum degi. Það er því mikilvægt að skóla- og leikskólalóðir séu hannaðar með þarfir þeirra í huga. Leiksvæði þurfa að vera hönnuð með það að markmiði að börn fái útrás fyrir leik, sköpunarkraft og hreyfiþörf og að þau hvetji til útiveru og leikja því almennt er talið æskilegt að öll börn stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Góð leiksvæði örva ímyndunarafl barna og eru hreyfihvetjandi vettvangur, bæði fyrir skipulagðan og sjálfsprottinn leik. Mikilvægi hreyfingar og útiveru í daglegu lífi barna er augljóst enda læra þau í gegnum leik. Rannsóknir hafa sýnt að útivera hefur ótvíræð jákvæð áhrif á einbeitingu, nám og félagsleg samskipti barna. Því er mikilvægt að standa vörð …

Ljósmynd / Photo - Ólafur Már Sigurðsson

Útivist á Ísaldareyju

Deiliskipulag Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur

Hvernig skipuleggur maður útvistarvæði í miðri borg með viðkvæmri náttúru og sögulegum minjum allt frá ísöld? HA ræðir við Yngva Þór Loftsson og Þráinn Hauksson landslagsarkitekta. Umsjón: Arnar Fells / Ljósmyndir: Ólafur Már Sigurðsson Öskjuhlíð er eitt af stærstu útivistarsvæðum Reykjavíkur. Hún hefur þá sérstöðu að vera áberandi kennileiti sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu enda rís hún 61 metra yfir sjávarmál og á toppi hennar trónir Perlan líkt og kóróna. Lengi vel var Öskjuhlíðin einangruð frá öðrum útivistarsvæðum en með tilkomu göngu og hjólastíga hefur opnast vistvæn samgönguæð um svæðið. Nú iðar svæðið af lífi; Ferðamenn flykkjast í Perluna til njóta útsýnisins yfir borgina, nemendur í Háskóla Reykjavíkur fara daglega um svæðið og njóta nærveru við skóglendið, Ylströndin í Nautólfsvík laðar að sér sólþyrsta borgarbúa á sumrin og nú bíða ásatrúarmenn um allan heim eftir nýju hofi sem rís í suðurenda Öskjuhlíðar. En hvernig skipuleggur maður útvistarvæði í miðri borg með viðkvæmri náttúru og sögulegum minjum allt frá ísöld? Skipuleggur hálendið og útivistarsvæði Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt hjá Landmótun vann deiliskipulag Öskjuhlíðarsvæðisins fyrir borgarskipulagið 1998 …