Álit / pistlar
Leave a comment

HA#5

Stuggaðu við skilningarvitunum í sumar

Fimmta tölublað HA er komið í verslanir – stuggaðu við skilningarvitunum og hafðu gott lesefni við höndina í sumarfríinu.

Eins og vorútgáfu HA sæmir þá er fjallað um nokkur verkefni sem kynnt voru á síðastliðnum HönnunarMars. Þar á meðal er viðtal við hönnunarteymið And Anti Matter, sem sýndi hvað umgjörð sýningar getur skipt miklu máli. Einnig er fjallað um verkefni Sigga Odds þar sem rúnir ráða ríkjum og nýja fatalínu Anítu Hirlekar en þau vöktu bæði verðskuldaða athygli á HönnunarMars.

Skipulagsmál borgarinngar eru skoðuð út frá nýjum sjónarhorni, kannað hvort menntaverkefnið Biophilia hafi stuðlað að nýsköpun í skólum og hrist upp í hefðbundnum kennsluaðferðum á Norðurlöndum. Jafnframt er að finna viðtal við eigendur Tulipop en fyrirtækið er að hefja innrás á bandarískan markað og kynnti nýlega visthverfa viðbót við vörulínur sínar.

Þá er rætt við Búa Bjarmar vöruhönnuð sem fjallar um skítlegan áhrifavald sinn og skartgripahönnuðurinn Guðbjörg í Aurum deilir úr viskubrunni sínum.

Síðast en ekki síst er að finna í ritinu tvo hugvíkkandi myndaþætti sem sýna okkur fegurðina í hversdagsleikanum og litríkar samsetningar af íslenskri hönnun.

HA fæst í verslunum Eymundsson um allt land og helstu hönnunarverslunum á höfuðborgarsvæðinu; Epal, Aurum, Hrím, Geysir, Akkúrat og Ypsilon. HA er einnig fáanlegt á Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalstöðum, Listasafni Íslands og víðar.


Ljósmyndir: Ragna Margrét

Skildu eftir svar