Frystihúsið sem breyttist í hönnunarklasa
—
Íshús Hafnarfjarðar
„Við vildum kanna það hvort grundvöllur væri fyrir því að leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einskonar gróðrastöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun,“ segir Anna María Karlsdóttir um þá nýju starfsemi sem er að finna í Íshúsi Hafnarfjarðar. Texti: Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson / Myndir: Arnar Fells Gunnarsson Á árum áður var starfrækt öflugt hraðfrystihús og fiskverkun í Íshúsi Hafnarfjarðar. Vinnandi fólk stóð ýmist í aðgerð, saltaði niður fisk, gerði að veiðafærum eða sinnti öðrum störfum fyrir útgerðina sem þar var. Áður en frystikistur urðu sjálfsagður hlutur á hverju heimili gátu Hafnfirðingar einnig leigt hólf í frystigeymslum Íshúsins. Í dag er öldin önnur og hefur stór hluti húsnæðisins fengið nýtt hlutverk. Breiður hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna hefur tekið við keflinu og komið sér fyrir í húsnæðinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Íshúsinu sem nú hýsir vinnuaðstöðu um 30 hönnuða sem fást við ólík viðfangsefni, svo sem hnífasmíði, keramik hönnun, trésmíði og textíl hönnun. Síðastliðin 15 ár heftur lítil sem engin starfsemi verið í hinu geysistóra …