All posts filed under: Fatahönnun

Frystihúsið sem breyttist í hönnunarklasa

Íshús Hafnarfjarðar

„Við vildum kanna það hvort grundvöllur væri fyrir því að leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einskonar gróðrastöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun,“ segir Anna María Karlsdóttir um þá nýju starfsemi sem er að finna í Íshúsi Hafnarfjarðar. Texti: Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson / Myndir: Arnar Fells Gunnarsson Á árum áður var starfrækt öflugt hraðfrystihús og fiskverkun í Íshúsi Hafnarfjarðar. Vinnandi fólk stóð ýmist í aðgerð, saltaði niður fisk, gerði að veiðafærum eða sinnti öðrum störfum fyrir útgerðina sem þar var. Áður en frystikistur urðu sjálfsagður hlutur á hverju heimili gátu Hafnfirðingar einnig leigt hólf í frystigeymslum Íshúsins. Í dag er öldin önnur og hefur stór hluti húsnæðisins fengið nýtt hlutverk. Breiður hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna hefur tekið við keflinu og komið sér fyrir í húsnæðinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Íshúsinu sem nú hýsir vinnuaðstöðu um 30 hönnuða sem fást við ólík viðfangsefni, svo sem hnífasmíði, keramik hönnun, trésmíði og textíl hönnun. Síðastliðin 15 ár heftur lítil sem engin starfsemi verið í hinu geysistóra …

Prjón í nýju ljósi

MAGNEA

„Prjón er svo fjölbreytt og spannar allt frá fíngerðum sokkabuxum upp í stórar handprjónaðar kaðlapeysur; það býður upp á endalausa möguleika og það hefur verið mitt markmið að gera ferska hluti og fá fólk til að hugsa um prjónið á annan hátt“. Höfundur : Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Aldís Pálsdóttir Þetta segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður sem árið 2012 útskrifaðist með láði frá hinum virta Central Saint Martins í London. Fatahönnunarnámið hófst reyndar við bandaríska háskólann Parsons í París að loknu fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Ætlunin var að skipta í miðju námi yfir í Parsons í New York og kynnast þannig tveimur af stærstu tískuborgum heims. Þá komst ég að því að ég gat tekið skiptiönn við CSM og heillaðist af sköpunarkraftinum og listræna frelsinu en ekki síður af deildaskiptingunni innan fatahönnunarnámsins. Þar er hægt er að sérhæfa sig í kvenfatnaði, prjónahönnun og svo framvegis. Talið berst að íslenskri prjónahefð og kveðst Magnea ekki hafa kunnað sérlega vel við íslensku ullina og ekki notað hana mikið í náminu fyrr en í lokaverkefninu. Fyrir lokaárið tók hún árslangt barneignarleyfi …

Frelsi og fortíðarþrá

Milla Snorrason

„Í mínum huga er mikilvægt að konur geti verið afslappaðar og hreyft sig eðlilega í flíkunum mínum. Föt geta verið bæði þægileg og falleg í senn,“ segir Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður, sem frá árinu 2012 hefur hannað kvenfatnað undir merkinu Milla Snorrason. Höfundur: Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Saga Sig Ekkert er Hildu óviðkomandi þegar kemur að fatahönnun og hún hannar allt frá ullarpeysum yfir í fíngerða silkikjóla. Um þessar mundir nýtur ný prjónalína frá merkinu mikilla vinsælda. Fígúrurnar sem prýða þykkar og hlýjar ullarpeysurnar eru sóttar í olíumálverk hálfíslensku listakonunnar Söru Gillies. Einnig vann Hilda úr fígúrunum mynstur á kjóla og gammosíur úr bómullarjersey. „Mig langaði að hanna prjónavöru úr íslenskri ull í samvinnu við íslenskt prjónafyrirtæki. Það er mér mjög mikilvægt að nýta þau framleiðslutækifæri sem ég hef aðgang að í heimahögunum, annars vegar til þess að leggja mitt af mörkum við að styðja innlenda framleiðslu en einnig vegna umhverfissjónarmiða. Ég vann vöruna í samstarfi við verksmiðjuna Varma og það gekk prýðilega,“ segir Hilda. Peysurnar hafa selst afar vel og eru fáanlegar í verslununum Kraum í Aðalstræti, …