Fatahönnun, Viðtöl
Leave a comment

Prjón í nýju ljósi

MAGNEA

„Prjón er svo fjölbreytt og spannar allt frá fíngerðum sokkabuxum upp í stórar handprjónaðar kaðlapeysur; það býður upp á endalausa möguleika og það hefur verið mitt markmið að gera ferska hluti og fá fólk til að hugsa um prjónið á annan hátt“.


Höfundur : Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Aldís Pálsdóttir

Þetta segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður sem árið 2012 útskrifaðist með láði frá hinum virta Central Saint Martins í London. Fatahönnunarnámið hófst reyndar við bandaríska háskólann Parsons í París að loknu fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Ætlunin var að skipta í miðju námi yfir í Parsons í New York og kynnast þannig tveimur af stærstu tískuborgum heims. Þá komst ég að því að ég gat tekið skiptiönn við CSM og heillaðist af sköpunarkraftinum og listræna frelsinu en ekki síður af deildaskiptingunni innan fatahönnunarnámsins. Þar er hægt er að sérhæfa sig í kvenfatnaði, prjónahönnun og svo framvegis.

Aldis Pals. Ljosmyndari

Talið berst að íslenskri prjónahefð og kveðst Magnea ekki hafa kunnað sérlega vel við íslensku ullina og ekki notað hana mikið í náminu fyrr en í lokaverkefninu. Fyrir lokaárið tók hún árslangt barneignarleyfi á Íslandi og segist hafa upplifað sig sem útlending í eigin landi eftir fjögurra ára fjarveru. Þegar hún sneri aftur í námið sótti hún innblástur í upplifunina af heimkomunni.

Mig langaði að kanna möguleikana í þessum íslenska efnivið og prófa að nota hann á nýjan hátt. Mig langaði að skora á sjálfa mig og sjá hvort ég gæti gert eitthvað alveg nýtt úr efni sem ég var ekki mjög hrifin af. Við rannsóknarvinnuna skoðaði ég andstæður, sjónrænar jafnt sem tilfinningalegar. Íslenska ullin er mjög hrár efniviður og í henni er fólgin sú þversögn að hún er hlý en hún stingur. Ég sá fljótt að ég vildi blanda henni saman við andstæð efni og prófaði mig áfram þar til að gúmmíundirstaða varð fyrir valinu en í hana handlykkjaði ég íslensku ullina. Úr varð að lokaverkefnið mitt var handgert að öllu leyti þrátt fyrir mikla ástríðu fyrir prjónavélum. Þarna kynntist ég efniviðnum gríðarlega vel þar sem hver flík þurfti að minnsta kosti viku í undirbúning…

Lestu allt viðtalið við Magneu í nýjasta tölublaði HA.

Skildu eftir svar