Arkitektúr, Innanhússarkitektúr og húsgagnahönnun
Leave a comment

Hugsjónir í híbýlafræði

Kristín Guðmundsdóttir

Nafn Kristínar Guðmundsdóttur hefur ekki verið fyrirferðarmikið í íslenskri hönnunarsögu þrátt fyrir að hún hafi verið fyrst Íslendinga til að sækja sér menntun erlendis í innanhússarkitektúr.


Höfundur: Halldóra Arnardóttir  / Ljósmyndir: David Frutos

Kristín, sem kaus að kalla sig híbýlafræðing, ruddi brautina fyrir þá innanhússarkitekta sem á eftir komu. Hún átti frumkvæði að mörgum nýjungum í innanhúss­arkitektúr, sérstaklega hvað varðar hönnun eldhúsinnréttinga og notkun litasamsetninga.

Enn í dag má finna upprunalegar innréttingar hannaðar af Kristínu en því miður hafa margar verið niðurrifnar. Í bókinni Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur/Interior Designer, sem er væntanleg á markaðinn, fær Kristín verðskuldaða viðurkenningu sem brautryðjandi á sínu sviði. En hver er þessi merka kona?

Kristín Guðmundsdóttir - David Frutos

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir (f. 1923) var fyrst Íslendinga til að mennta sig í innanhússhönnun á háskólastigi. Í júní 1943 steig hún um borð í Brúarfoss sem sigldi síðan yfir Atlantshafið og lagðist að bryggju í New York 21. júlí. Siglingin frá Íslandi til New York tók mánuð með viðkomu í Skotlandi og Brúarfoss var eitt skipa af 70 í skipalest. Þessi ferðamáti var táknrænn fyrir hættur styrjaldarinnar og breytta stefnu íslenskra stjórnvalda en hernám Breta og síðar seta bandaríska hersins hafði í för með sér að Ísland fjarlægðist Evrópu og færðist nær Norður-Ameríku…

HALLDÓRA ARNARDÓTTIR

…Þegar Kristín kom heim úr náminu vann fámenn stétt arkitekta og húsgagnaarkitekta ötullega að því að nútímavæða þjóðfélagið. Nám Kristínar féll vel inn í þá umræðu enda markmið híbýlafræðinnar að leiðbeina um skipulag og fagurfræði heimila með hagsýni og vellíðan heimilisfólks í fyrirrúmi. Eins að bera skynbragð á liti og form, rétta lýsingu og uppröðun húsgagna og uppteikningu rýma og innréttinga.

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að fegurðin liggi í einfaldleikanum og tengist hagleikni,“ segir Kristín en þekking á eiginleikum góðs skipulags og litasamsetningum var grundvallaratriði í námi hennar. Eldhúsverkum var skipt upp í tvo meginferla, undirbúning og frágang, og athafnir sem áttu saman voru settar á eitt vinnusvæði til að hámarka skilvirkni.

HALLDÓRA ARNARDÓTTIR

Kristín miðlaði þessari þekkingu til almennings og kenndi fólki einnig að samspil lita réð miklu um hversu vistleg húsakynnin væru og hvernig fólki liði þar. Við litaval þyrfti að hafa í huga legu herbergisins gagnvart sólu og til hvers það væri notað. Þar væri eldhúsið engin undantekning og við skipulag þess þyrfti að taka tillit til forma og mismunandi flata, líkt og um abstraktmálverk væri að ræða…

Lestu alla greinina í fyrsta tímariti HA.

Skildu eftir svar