Author: HA magazine

HA nr. 3

er komið út

Þriðja tölublað HA er komið út. Að þessu sinni skoðum við tækifærin í umrótinu, leikum okkur að reglunum og tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Dæmi um greinar í HA nr. 3 : Sigríður Sigurjónsdóttir stofnandi Spark Design Space, talar um íslensku hönnunarsenuna og framtíð Spark sem nú leggst í dvala. Marco Steinberg, arkitekt og hönnunarráðunautur, skrifar um endurhönnun stjórnkerfa og segir smægð Íslands kost í því samhengi. Steinþór Kára Kárason, prófessor og arkitekt, talar um nauðsyn þess að brjótast út úr gömlu regluverki í mótun borgarumhverfis. Eigendur Vík Prjónsdóttur tala um íslenskt framleiðsluumhverfi og ullariðnaðinn. Hreyfimyndahönnuðirinn Gabríel Bachmann myndgerir tónlist fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Norræni Hönnunarhópurinn 1+1+1 leikur sér að óvissunni í samsettum vörulínum. Við skoðum hvernig nemendur við Listaháskóla Íslands vinna að því að leysa vanda samtímans. Föstu liðirnir: Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnaarkitekt deilir með okkur reynslu sinni í Viskubrunninum. Í Áhrifavaldum segir Tanja Levý fatahönnuður okkur frá áhrifavöldum sínum og blaðamaðurinn Daniel Goling skoðar íslensku hönnunarsenuna í dálkinum Séð úr fjarlægð. Auk þess eru tveir myndaþættir og umfjallanir úr íslenska hönnunarheiminum og viðtöl …

Nú vandast leikurinn

Einkenni góðra leiksvæða

Þörf fyrir fjölbreytt og vönduð leiksvæði er brýn í borg sem þéttist hratt. Landslagsarkitektarnir Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Svava Þorleifsdóttir skoða hvað einkennir góð leiksvæði. Texti: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Svava Þorleifsdóttir. Forsíðumynd: Eva Lind Skólinn og nánasta umhverfi hans er vinnustaður barnanna okkar allt frá tveggja ára aldri en börn dvelja í skólum og leikskólum í sex til átta klukkustundir á hverjum degi. Það er því mikilvægt að skóla- og leikskólalóðir séu hannaðar með þarfir þeirra í huga. Leiksvæði þurfa að vera hönnuð með það að markmiði að börn fái útrás fyrir leik, sköpunarkraft og hreyfiþörf og að þau hvetji til útiveru og leikja því almennt er talið æskilegt að öll börn stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Góð leiksvæði örva ímyndunarafl barna og eru hreyfihvetjandi vettvangur, bæði fyrir skipulagðan og sjálfsprottinn leik. Mikilvægi hreyfingar og útiveru í daglegu lífi barna er augljóst enda læra þau í gegnum leik. Rannsóknir hafa sýnt að útivera hefur ótvíræð jákvæð áhrif á einbeitingu, nám og félagsleg samskipti barna. Því er mikilvægt að standa vörð …

DesignTalks follow-up

Studio Swine

  DesignMarch, Reykavik opened with DesignTalks, a full day of inspiring talks lead by internationally renowned designers and design thinkers at the architectural astounding Harpa. Part of the impressive line-up was Anglo-Japanese Studio Swine, co-founded by Architect Azusa Murakami and Artist Alexander Groves. They gave an exceptional talk sharing their unique approach to design and explained their nomadic way of working. Operating across a wide range of disciplines, Studio Swine’s work has gained an international audience within and beyond the design world. Their first proper encounter came as a heart-warming surprise to the audience, having been trapped in Milan after an RCA school trip, due to the volcanic eruption of Eyjafjallajökull back in 2010. They have not left each other’s side since. (HA caught up with them briefly before their talk.) Studio Swine was founded on the basis of cooperation of the architect and an artist and the result of this cooperation is quite extraordinary. How do you deal with the different perspectives of Art, design and architecture during your work?  Azusa: “Architecture – able …

Í stuttu máli

Örviðtöl í upphafi HönnunarMars

  Dagskrá HönnunarMars 2016 er kominn er að hefast og vel við hæfi að tala við þrjá hönnuði um sýningar þeirra í ár. Við ræddum við; Bryju Þóru Guðnadóttir sem sýnir verkefnið Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða, Axel Hallkell Jóhannesson sýningarhönnuð Eldheima, og Guðmund Úlfarsson leturhönnuð hjá Or Type. Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða Brynja Þóra Guðnadóttir hlaut nýlega tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefnið Innigarð, heimaræktunarkerfi fyrir kryddjurtir byggt á vatnsgeli unnu úr brúnþörungum. Hún sýnir verkefnið á samsýningunni Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða. „Verkefnið byrjaði þegar ég var í meistaranámi í LHÍ í hönnun. Hugmyndin var að reyna að efla heimaræktun og gera ræktun auðveldari fyrir fleiri. Ég vildi nota staðbundið efni og lágtækni og ákvað svo að nota vatnsgelið til að geta viðhaldið súrefninu í vatninu. Ræktandinn ætti þá aðeins að þurfa að kaupa sér duft í poka, fræ og bæta við vatni en á þann hátt er þetta eins lítið og létt umfangs og hægt er. Í duftinu eru öll næringarefnin sem plantan þarf. Ef ræktaðir eru grænlingar (microgreens) þarf ekkert að vökva yfir ræktunartímabilið. Þetta er því mjög einfalt …

DesignTalks warm-up

Jonathan Barnbrook

Every year the DesignMarch festival in Reykjavík is ignited with big-name lectures at DesignTalks. There the world’s leading designers and design-thinkers share their wisdom and show us the innovative power of design. Jonathan Barnbrook, one of Britain’s most prominent graphic designers, is among those who will take the stage on DesignTalks this year. Barnbrook is a typeface designer and design activist best know for his collaboration with Adbusters and artist like David Bowie and Damien Hirst. We at HA-magazine wanted to warm him up a little before his visit to Iceland and asked him two questions: If one looks closely at David Bowie’s career it becomes obvious that he sought some inspiration in modern occultism and symbolism. This can both be heard in his lyrics and seen on his album covers. Can you tell us if there is any connection to this esoteric symbolism on the last four album covers you designed for Bowie?   Actually we talked more of emotionally how the music felt or the big universal themes. The covers I did are not just …

Takið ykkur stöðu

Dagskrá HönnunarMars komin á netið

Dagskrá HönnunarMars er komin á netið. Það er úr mörgu að velja og líklegt að hönnunarunnendur fái valkvíða. HA mælir með því að fólk lesi vandlega yfir dagskrána og búi sér til gott plan fyrir dagana 10.-13. mars. Dagskrána er að finna á heimasíðu HönnunarMars … og nokkur orð frá HönnunarMars teyminu: HönnunarMars er skilgetið afkvæmi kreppu. Við höfum nýtt tímann. Það hefur verið gaman. Sérlega lærdómsríkt en líka erfitt. Við höfum unnið rosalega mikið, hannað, prófað, rannsakað, tekið áhættu, sameinað, mistekist, grátið, reynt aftur og hlegið. Aldrei gefist upp. Enda tekur tíma að breyta áherslum í atvinnulífi, menningu og samfélagi. Það er tímafrekt að sýna fram á að nýjar spurningar, áherslur og aðferðir séu leiðin fram á við. Við hönnuðir og arkitektar kunnum nýjar aðferðir. Það er búið að leggja ómælda vinnu, tíma og orku fjölda hönnuða og arkitekta í verkefni og uppbyggingu. Yfir 1000 hönnuðir og arkitektar eiga Hönnunarmiðstöð Íslands í gegn um félögin sín. Þar hafa 30 manns unnið, 15 starfsnemar hafa tekið þátt og 40-50 manns hafa setið í stjórnum og ráðum á hennar vegum. Hópurinn sem …

Eðlisfræði arkitektúrs

Jón Kristinsson, frumkvöðull á sviði sjálfbærs arkitektúrs

Jón Kristinsson er áhugaverð samblanda af uppfinningamanni og arkitekt. Hann talar eins og eðlisfræðingur og hugsar allt út frá sjálfbærni. Jón hefur búið í Deventer í Hollandi meirihluta ævinnar og nam arkitektúr við Delft University of Technology þar sem hann síðar gegndi stöðu prófessors í umhverfistækni og hönnun. Hann er þekktur fyrir að hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og er víða þekktur fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni. HA settist niður með Jóni til að komast að því afhverju hann er af mörgum í Hollandi kallaður faðir sjálfbærs arkitektúrs. Texti: Sigríður Maack og Arnar Fells Gunnarsson, ljósmyndir: Arnar Fells og Kristinsson Architects. Náttúruöflin heilluðu Á menntaskólaárum var Jón til sjós og fékk leyfi til að taka utanskólaspróf 1956. Jón fékk snemma áhuga á umhverfisáhrifum en hann segir sjómennskuna hafa ýtt við þeim áhuga. Á sjónum varð hann meðvitaður um umhverfið og náttúruöflin, hvort sem það var krafturinn í bátsvélinni, vindinum eða úthafsöldunni. Jón segir svipaða sögu af bróður sínum, Birni Kristinssyni verkfræðingi og fyrrum prófessors við HÍ, en þeir bræðurnir hafa í gengum tíðina unnið saman að ýmsum …

Alþingisreiturinn

Draumur Sigmundar Davíðs

  Texti: Birkir Ingibjartsson, ljósmyndir: Arnar Fells Hugmyndir hæstvirts forsætisráðherra um uppbyggingu á Alþingisreitnum og í Kvosinni almennt hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Áhugi Sigmundar Davíðs á málinu er athyglisverður þó ég telji hugmyndir hans í raun byggja á fremur skammsýnni hugmyndafræði. Gjörningar Sigmundar hafa þó í það minnsta hleypt af stað líflegri umræðu um stöðu arkitektúrs og borgarskipulags á Íslandi í dag. Umræðunni ber að fagna og mun vonandi verða vexti Kvosarinnar og borgarinnar allrar til góðs þegar fram líða stundir. Sögulega vídd og vægi staðar er ómögulegt að skapa uppúr engu. Slíkt gerist einungis með tíma og atburðum. Upphaf byggðar á Íslandi er grafin í jörðu Kvosarinnar og hér varð Reykjavík borg. Þessi saga er dýrmæt og helsta ástæðan fyrir óumdeilanlegu aðdráttarafli miðbæjarins. Fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu staðfesta það. Hin sögulega vídd miðborgarinnar felst í því hvernig hver kynslóð hefur markað sitt spor á svæðið og nýtt eftir þörf hvers tíma; endurskilgreint notkun þess og þróað hús af húsi. Þessi vitneskja er margfalt verðmætari en falsaðar eftirbyggingar munu nokkurn tímann verða. Bygging gamalla …

Primitiva

Verndargripir Katrínar Ólínu

Hönnuðurinn Katrín Ólína hvarf af sjónarsviðinu — djúpt inn í ævintýralegan myndheim og innlendur sjálfsins. Eftir margra ára andlegt ferðalag sneri hún aftur og hafði í farteskinu verndargripi sem hlutgera erkitýpur mannsins. Texti: Elísabet V. Ingvarsdóttir, ljósmyndir: Arnar Fells og Sebastian Janson Hátt uppi í turni á stjörnuathugunarstöð í Helsinki (Helsinki Observatory), virðulegri 19. aldar byggingu, stendur dularfull kona í svörtum kufli. Hún tekur á móti gestum sem feta sig upp þröngan hringstiga inn í veröld fyrri tíma, þar sem gamall stjörnu-kíkir, ryðguð tannhjól og brakandi gólffjalir tengja okkur við fortíðina. Hér og þar má sjá sérsmíðaðar vitrínur sem hafa að geyma forvitnilega gripi og uppstillingin minnir einna helst á náttúrugripasafn. Þegar betur er að gáð má sjá að gripirnir eru hálsmen, hluti af nýjasta verki hönnuðarins Katrínar Ólínu Pétursdóttur, konunnar í kuflinum. Við erum stödd á sýningu á Hönnunarvikunni í Helsinki haustið 2015 þar sem hálsmenin eru kynnt en þau eru hluti safns verndargripa sem ber nafnið Primitiva-Talismans. Um er að ræða fjörutíu men úr bronsi sem Katrín vann í samstarfi við finnska skartgripaframleiðandann Kalevala Koru í Helsinki …

HA #2 komið út

Hvernig mun hönnun slá á vaxarverki í ferðamannaiðnaði landsins? Hvernig lítur sjávarútvegur framtíðarinnar út? Hvað segja hönnuðir um nýjan Landspítala við Hringbraut? Í nýjasta tölublaði HA finnur þú allt sem vert er að vita um hönnun og arkitektúr á Íslandi. Í öðru tímariti HA eru fastir liðir í bland við ítarleg viðtöl. Meðal viðmælenda er Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður, handhafi Svissnesku hönnunarverðlaunanna. Katrín Ólína fræðir okkur um verkefnið sitt Primitiva sem tilnefnt var til Hönnunarverðlauna Íslands á dögunum. Einnig er rætt við tvífarana á bak við fatamerkið Doppelganger sem nú haslar sér völl á sviði sjálfbærrar hönnunar. HA færst í verslunum Eymundsson um allt land og í helstu hönnunartengdu verslunum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Aurum, Epal, Geysir, Hrím, Kraum, Spark og Mýrinni. Viltu fá HA sent heim að dyrum með 20% afslætti? Pantaðu áskrift hér.