Álit / pistlar
Leave a comment

HA nr. 3

er komið út

Þriðja tölublað HA er komið út. Að þessu sinni skoðum við tækifærin í umrótinu, leikum okkur að reglunum og tökumst á við áskoranir framtíðarinnar.

Dæmi um greinar í HA nr. 3 :

Sigríður Sigurjónsdóttir stofnandi Spark Design Space, talar um íslensku hönnunarsenuna og framtíð Spark sem nú leggst í dvala.

HA#3_11

Marco Steinberg, arkitekt og hönnunarráðunautur, skrifar um endurhönnun stjórnkerfa og segir smægð Íslands kost í því samhengi.

Steinþór Kára Kárason, prófessor og arkitekt, talar um nauðsyn þess að brjótast út úr gömlu regluverki í mótun borgarumhverfis.

Eigendur Vík Prjónsdóttur tala um íslenskt framleiðsluumhverfi og ullariðnaðinn.

Hreyfimyndahönnuðirinn Gabríel Bachmann myndgerir tónlist fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum landsins.

HA#3_09

Norræni Hönnunarhópurinn 1+1+1 leikur sér að óvissunni í samsettum vörulínum.

Við skoðum hvernig nemendur við Listaháskóla Íslands vinna að því að leysa vanda samtímans.

Föstu liðirnir: Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnaarkitekt deilir með okkur reynslu sinni í Viskubrunninum. Í Áhrifavaldum segir Tanja Levý fatahönnuður okkur frá áhrifavöldum sínum og blaðamaðurinn Daniel Goling skoðar íslensku hönnunarsenuna í dálkinum Séð úr fjarlægð.

HA#3_10

Auk þess eru tveir myndaþættir og umfjallanir úr íslenska hönnunarheiminum og viðtöl við unga og upprennandi hönnuði sem segja frá nýlegum verkefnum.

Með HA getur þú tileinkað þér skapandi hugsun og öðlast dýpri þekkingu á hönnun og arkitektúr.

HA kemur út tvisvar á ári og fæst í öllum verslunum Eymundsson og flestum hönnunartengdum verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, s.s. verslunum Epal, Kraum, Hrím, Aurum, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Þjóðminjasafni Íslands og víðar.

HA#3_05

Myndir: Ernir Eyjólfsson

Skildu eftir svar