Álit / pistlar
Leave a comment

Í stuttu máli

Örviðtöl í upphafi HönnunarMars

 

Dagskrá HönnunarMars 2016 er kominn er að hefast og vel við hæfi að tala við þrjá hönnuði um sýningar þeirra í ár. Við ræddum við; Bryju Þóru Guðnadóttir sem sýnir verkefnið Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða, Axel Hallkell Jóhannesson sýningarhönnuð Eldheima, og Guðmund Úlfarsson leturhönnuð hjá Or Type.

Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða

Brynja Þóra Guðnadóttir hlaut nýlega tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefnið Innigarð, heimaræktunarkerfi fyrir kryddjurtir byggt á vatnsgeli unnu úr brúnþörungum. Hún sýnir verkefnið á samsýningunni Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða.

Brynja_02

Brynja Þóra. Mynd: Ragna Margrét

„Verkefnið byrjaði þegar ég var í meistaranámi í LHÍ í hönnun. Hugmyndin var að reyna að efla heimaræktun og gera ræktun auðveldari fyrir fleiri. Ég vildi nota staðbundið efni og lágtækni og ákvað svo að nota vatnsgelið til að geta viðhaldið súrefninu í vatninu. Ræktandinn ætti þá aðeins að þurfa að kaupa sér duft í poka, fræ og bæta við vatni en á þann hátt er þetta eins lítið og létt umfangs og hægt er. Í duftinu eru öll næringarefnin sem plantan þarf.

þariikrukkuprent

Heimaræktunarkerfi Bryndísar er byggt á vatnsgeli unnu úr brúnþörungum.

Ef ræktaðir eru grænlingar (microgreens) þarf ekkert að vökva yfir ræktunartímabilið. Þetta er því mjög einfalt og skemmtilegt. Að auki vaxa ræturnar mjög hratt og þú sérð þær í gelinu, sem getur verið skemmtilegt fyrir börn að fylgjast með. Ég er núna að fókusa á að finna út hvaða lýsing hentar best. Þetta er verkefni í þróun.“

Sýningin opnar á Læknaminjasafninu Seltjarnarnesi – miðvikudaginn 9. mars kl. 17:00

Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum

Axel Hallkell Jóhannesson, sýningarhönnuður Eldheima, gosminjasýningarinnar í Vestmannaeyjum, er einn af handhöfum Hönnunarverðlauna Íslands 2016.

Axel_crop

Axel Hallkell sýningahönnuður Eldheima. Mynd: Ragna Margrét

„Vestmannaeyjagosið var mjög mikið myndað, yfir allt tímabilið. Þegar ég fór að kynna mér ítarefnið sá ég að ég væri með í höndunum einhverjar dramatískustu ljósmyndir sem við eigum. Ég vildi því ná sjónrænni upplifun án þess að þurfa að staldra mikið við og lesa langa texta. Það varð úr að reyna að segja þessa sögu með hljóðleiðsögn, fara í rauninni í línulegt ferðalag, byggja á ljósmyndunum en svo er að sjálfsögðu þessi rúst sem var grafin upp úr vikrinum, hún er þungamiðja sýningarinnar. Ég fékk Eddu Andrésdóttur til samstarfs við mig sem skrifaði með mér handritið og las inn á hljóðleiðsögnina.

Mynd: Gagarín

Mynd: Gagarín

Við vildum einnig fá mikið af gagnvirkum stöðvum því þetta er upplifunarsafn þannig að við fengum Gagarín til samstarfs sem skiluðu sínu með sóma. Í hljóðleiðsögninni fórum við nýjustu leiðina sem í boði var. Hún byggist á appi og nemum sem staðsettir eru út um allt safnið. Þú þarft því ekki að ýta á neina takka, appið skynjar hvar þú ert staddur í húsinu og því færðu upplýsingarnar eftir þínu höfði, á þínum eigin hraða. Hönnun hússins var í höndum Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur arkitekts og umhverfið í höndum Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts.“

Or Type

Guðmundur Úlfarsson er grafískur hönnuður og leturhönnuður. Hann er einnig annar helmingur Or Type ásamt Mads Freund Brunse.

gummi_ulfars_crop

„Við í Or Type verðum með sýningu í Mengi, Óðinsgötu 2 þar sem við kynnum nýtt letur auk þess sem við verðum með það sem við köllum Lesstofu Or Type. Þar verður hægt að hafa það kósý og blaða í hinum ýmsu bókum og blöðum sem notast hafa við letur frá Or Type. Letrið sem við gefum út núna heitir L15 og er í raun uppfærsla á letri sem við höfum áður gefið út undir nafninu L10.

unnamed

Á sýningunni verður einnig sjónvarpsinnsetning eftir Atla Bollason ásamt samstarfsverkefni Or Type og finnska iðnhönnuðarins Sebastian Jansson. Við munum líka kynna húfur og letur í samstarfi við 66°N á annarri sýningu á Skólavörðustíg 12. Letrið hefur kraumað lengi og verður nú loksins að veruleika.“

Dagskrá HönnunarMars 2016 er að finna á heimasíðu HönnunarMars

Hér má einnig niðurhala pdf-útgáfu af dagskrárritinu

Skildu eftir svar