4 Search Results for: Studio Trippin

Studio Trippin
— 
Frá hliðarafurð yfir í hönnunarvöru

Áskoranir nútímans og kröfur um sjálfbærni leiða hönnuði í auknum mæli nær uppruna sínum og hvetja þá til að vinna á skapandi hátt úr náttúrulegum hráefnum. Hönnunarteymið Studio Trippin fetar ótroðnar slóðir í nýtingu íslenskra hrosshúða og tekst þannig að breyta áður ónýttri hliðarafurð í áhugaverða hönnunarvöru. Hrosshúðir hafa lítið verið nýttar hér á landi og Kristín Karlsdóttir fatahönnuður og Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður litu á það sem áhugaverða áskorun. „Húðirnar eru, ólíkt flestum öðrum feldum, af dýri sem hefur fengið góða meðferð og er að öðru leyti fullnýtt. Þess vegna teljum við að það sé mun betra að nýta hrosshúðirnar en að urða þær eða senda úr landi eins og hefur verið gert hingað til. Svo er þetta umhverfisvænni efniviður en gervifeldur,“ segir Valdís. Kveikjan að verkefninu var námskeið sem Valdís sótti í vöruhönnunarnáminu í LHÍ þar sem lögð var áhersla á mikilvægi hestsins í íslenskri menningu og opnað á umræðu um aukna nýtingu hliðarafurða hans. „Ég varð alveg heltekin af þessu hráefni og í framhaldinu fórum við Kristín að ræða saman og hugmyndir fóru …

Eitt stykki hönnun, takk

Kolbrún Vaka Helgadóttir

Eitt stykki hönnun, takk er ný þriggja þátta sjónvarpsröð um HönnunarMars. Þættirnir eru í umsjón Kolbrúnar Vöku Helgadóttur og sýndir í Ríkissjónvarpinu í aðdraganda hátíðarinnar í ár. „HönnunarMars fagnaði áratugsafmæli í fyrra og mér fannst tilvalið að nota tímamótin til að að sýna almenningi hátíðina frá öðru sjónarhorni. Ég fékk Janus Braga Jakobsson kvikmyndargerðarmann til liðs við mig og við fylgdum áhugaverðum hönnuðum eftir í rúmt ár,“ útskýrir Kolbrún og heldur áfram: „Þeir hönnuðir sem urðu fyrir valinu voru með spennandi verkefni í gangi sem öll höfðu samfélagslega skírskotun; vöruhönnuðirnir Róshildur og Snæbjörn í 1+1+1 eru hluti af Sweet Salone, tilraunaverkefni Auroru Foundation, sem felur í sér samstarf við handverksfólk í Sierra Leone, vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir og fatahönnuðurinn Kristín Karlsdóttir í Studio Trippin nýta áður ónýtta hliðarafurð af hrossum í áhugaverða hönnunarvöru, og verkefni vöruhönnuðarins Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Stússað í steininum, sem hlotið hefur mikið lof, miðar að því að efla starfsgetu og starfsánægju fanga á Litla-Hrauni.“ Angel Trinidad, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi, er einnig á meðal viðmælenda í þáttunum en hún þræðir árlega …

HA06 er komið út!

Sjötta tölublað HA hefur nú litið dagsins ljós og mun án efa birta upp í huga alls áhugafólks um íslenska hönnun og arkitektúr í helsta skammdeginu. Tímaritið telur rúmlega 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu. Meðal efnis er viðtal við Jón Helga Hólmgeirsson yfirhönnuð hjá Genki Instruments sem er skreytt myndaþætti sem unninn var í samvinnu við Studio Fræ. Þá fá lesendur innsýn í hugmyndavinnuna að baki útskriftarverkefnis Sunnu Örlygs fatahönnuðar í meistaranámi hennar við ArtEZ, sem myndað var af Magnúsi Andersen ljósmyndara. Paul Bennett, yfirhönnunarstjóri hjá IDEO, sem fékk hálfan salinn til að fella tár á síðustu DesignTalks með persónulegri frásögn sinni, skrifar um upplifun sína af landi og þjóð í opnu bréfi til Íslendinga. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar og eigendur Kurt og Pí, sem hlutu nýverið Hönnunarverðlaun Íslands fyrir endurhönnun Marshall-hússins segja frá því hvernig arkitónísk hugsjón mótaði hugmyndina að breyttu hlutverki hússins á öllum stigum. Grímur Sæmundsen forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í …

HA Nr. 06 er komið út

Sjötta tölublað HA hefur nú litið dagsins ljós og mun án efa gleðja áhugafólk um íslenska hönnun og arkitektúr. Tímaritið telur að þessu sinni rúmlega 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda er af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu. Forsíðuviðtalið er við Jón Helga Hólmgeirsson, yfirhönnuð hjá Genki Instruments, en með því fylgir myndaþáttur sem var unninn í samvinnu við Studio Fræ. Þá veitir Sunna Örlygs fatahönnuður lesendum innsýn í ferlið að baki útskriftarverkefni hennar í meistaranámi við ArtEZ, sem myndað var af Magnúsi Andersen ljósmyndara. Paul Bennett, yfirhönnunarstjóri hjá IDEO, sem fékk hálfan salinn til að fella tár á síðustu DesignTalks með persónulegri frásögn sinni, skrifar um upplifun sína af landi og þjóð í opnu bréfi til Íslendinga. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar og eigendur Kurt og Pí, sem hlutu nýverið Hönnunarverðlaun Íslands fyrir endurhönnun Marshall-hússins, segja frá því hvernig arkitónísk hugsjón mótaði hugmyndina að breyttu hlutverki hússins á öllum stigum. Grímur Sæmundsen forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun, segir frá því …