All posts filed under: Álit / pistlar

HA #2 komið út

Hvernig mun hönnun slá á vaxarverki í ferðamannaiðnaði landsins? Hvernig lítur sjávarútvegur framtíðarinnar út? Hvað segja hönnuðir um nýjan Landspítala við Hringbraut? Í nýjasta tölublaði HA finnur þú allt sem vert er að vita um hönnun og arkitektúr á Íslandi. Í öðru tímariti HA eru fastir liðir í bland við ítarleg viðtöl. Meðal viðmælenda er Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður, handhafi Svissnesku hönnunarverðlaunanna. Katrín Ólína fræðir okkur um verkefnið sitt Primitiva sem tilnefnt var til Hönnunarverðlauna Íslands á dögunum. Einnig er rætt við tvífarana á bak við fatamerkið Doppelganger sem nú haslar sér völl á sviði sjálfbærrar hönnunar. HA færst í verslunum Eymundsson um allt land og í helstu hönnunartengdu verslunum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Aurum, Epal, Geysir, Hrím, Kraum, Spark og Mýrinni. Viltu fá HA sent heim að dyrum með 20% afslætti? Pantaðu áskrift hér.

Hugleiðingar um hreiðurgerð

á alþjóðlegum degi arkitektúrs

Vistvænn hugsunarháttur og sjálfbært samfélag. Þessi hugtök hafa verið áberandi síðustu ár, sérstaklega eftir bankahrunið sem hristi duglega upp í hugum fólks. Það var engu líkara en að heimurinn væri tilbúinn til að endurmeta stöðuna – upp að einhverju marki. Texti: Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt / Myndir: Tom Chudleigh Arkitektar, hér heima og erlendis, hafa tekið umræðuna alvarlega og mótað markmið um hvaða eiginleikum sjálfbær bygging eigi að búa yfir. Hún þarf meðal annars að vera endingargóð og sveigjanleg, nýta rýmið á hagkvæman hátt, stuðla að góðu innilofti og birtu, fara vel með auðlindir eins og vatn og orku, auk þess að falla vel að náttúru og byggð. Þetta eru allt góð markmið og á pari við almenn gæði í góðum arkitektúr. Möguleikinn til að lifa saman í sjálfbæru húsi er sannarlega fyrir hendi. Síðan ég byrjaði að fylgjast með sjálfbærni í arkitektúr hefur tækninni fleygt fram. Byggingarefni þróast stöðugt og til eru teikniforrit sem geta leiðbeint okkur ítarlega við að hanna sjálfbært hús. Samt er eitthvað sem truflar mig í allri þessari hugsun um sjálfbærni og …

Hugleiðingar um fegurð

Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir skrifar

Hvað er fegurð? Við fyrstu sýn virðist dálítið skrýtið að spyrja slíkrar spurningar – vitum við ekki öll hvað fegurð er? Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktor í umhverfisheimspeki, veltir upp hugmyndum um fegurð og fagurfræðileg gildi. Texti: Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir / Myndefni: Elín Hansdóttir Orðið fegurð er notað við fjölbreyttar aðstæður; hér er fallegt útsýni, sólsetrið er fallegt, tónverkið er fallegt, eldgosið er fallegt, hönnunin er falleg, þetta var fallega hugsað, augnablikið er fallegt, þetta var fallega gert. En hvað meinum við þegar við höldum því fram að eitthvað sé fallegt? Hvaða gildi hefur það fyrir okkur að upplifa þessi augnablik sem við lýsum best með orðunum „en fallegt!“? Flestum dettur eflaust fyrst í hug að fegurð sé afstæð og huglæg; „hverjum þykir sinn fugl fagur“ og fegurðin er einungis í auga þess sem skynjar hana. Fegurð er hér skilin sem smekksatriði; það sem mér finnst fallegt finnst öðrum kannski ljótt. Sumum dettur ef til vill í hug að fegurð sé falin í ákveðnum hlutlægum eiginleikum, réttum hlutföllum og formi, til dæmis gullinsniði. Þessar hugmyndir um fegurð …

Eftir á að hyggja

Pétur H. Ármannsson

Skipulagssaga Reykjavíkur er saga stórra drauma sem ekki rættust. Metnaðarfullra hugmynda sem ýmist dagaði uppi eða voru aðeins raungerðar í brotakenndri mynd. Þessi þróunarsaga er viðfangsefni þriggja nýútkominna bóka. Höfundur: Pétur H. Ármannsson / Ljósmyndir Pétur H. Thomsen ÍReykjavík sem ekki varð draga Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt fram og myndgera forvitnilegar tillögur um opinberar byggingar í miðbæ Reykjavíkur sem ekki urðu að veruleika. Þar má sjá dæmi um glötuð tækifæri í bland við hugmyndir sem þakka má fyrir að ekki komu til framkvæmda. Í bók dr. Bjarna Reynarssonar skipulagsfræðings, Borgir og borgarskipulag, er kafli um sögu byggðar og skipulags í Reykjavík. Þar er að finna aðgengilegt yfirlit um skipulagssögu höfuðborgarinnar og þróun hennar er sett í samhengi við alþjóðlega framvindu… …Þegar fjallað er um áhrif fjármálabólu og bankahruns á umhverfið er hættan sú að einblínt sé á ytri einkenni fremur en þau undirliggjandi lögmál sem ráða því hvernig mál þróast. Mikilvægt er að greina á milli þeirra orsakavalda sem skýra má af sérstökum aðstæðum hér á landi og hinna sem eru …

Kúlur kveða sér hljóðs

Bryndís Bolla

Kúlur Bryndísar Bolladóttur má finna víða. Þær bregða sér í ólík hlutverk eftir því hvaða efni hún notar við uppbyggingu hennar. Í vörulínunni hennar KULA er meðal annars að finna snaga, hitaplatta, leikföng, hljóðdempara og hljóðdreifara. Grunnformið er þó alltaf hálf eða heil kúla þar sem efsta lagið er þæfð ull. Texti: Sigríður Maack / Myndir:Ernir Eyjólfsson & A2F arkitektar Bryndís er menntaður myndlistarmaður og textílhönnuður. Hún hefur unnið að framleiðslu sinni síðan 2009. Í upphafi hannaði hún skálar og diskamottur fyrir Örva starfsþjálfun þar sem hekl var hitapressað ofan í plast. Bryndís er meðal þeirra hönnuða sem hafa landað samningi á Design Match, sem er stefnumót hönnuða og framleiðenda á HönnunarMars ár hvert. Danski hönnunarvöruframleiðandinn Normann Copenhagen hóf framleiðslu á snögum og hitaplöttum í vörulínunni KULA sem þróaðir höfðu verið í samstarfi við Örva. Seinna fluttist framleiðslan austur á land þaðan sem vel lá við að flytja vörurnar með Norrænu til söluaðila um alla Evrópu. Í seinni tíð hafa viðfangsefni Bryndísar einkum snúist um listrænar hljóðlausnir. Nýverið vann hún áhugaverð hljóð- og innsetningarverk fyrir nýja framhaldsskólann …

HA, hvað ertu að segja?

Leiðari HA

Hönnunarsaga Íslands er hvorki löng né fyrirferðarmikil í samanburði við sögu nágrannaþjóða okkar. Í norrænu samhengi má líkja íslensku hönnunarsenunni við ungling en eins og flestir vita geta unglingsárin verið erfið. Á þeim tíma er sjálfsmyndin í mótun og tilfinningaskalinn þolprófaður. Arnar Fells — Ritstjóri Unglingurinn er sjaldan tekinn alvarlega og hann upplifir sig lítinn og óreyndan. Sem unglingur reiðir maður sig á stuðning þeirra sem standa manni næst en á sama tíma þráir maður að geta staðið óstuddur og sjálfstæður. Hönnunarsamfélagið á Íslandi er einmitt á viðkvæmum tímamótum sem líkja má við unglingsárin. Við erum smám saman að uppgötva eigið ágæti og viljum láta taka okkur alvarlega, ekki bara í norrænu eða alþjóðlegu samhengi heldur einnig í íslensku atvinnulífi. Við erum hluti af þjóðfélagshópi sem gerir sér grein fyrir raunverulegum ávinningi þess að fjárfesta í hönnun og skapandi greinum til langs tíma. Við viljum koma að stórum og smáum ákvarðanatökum, jafnt í stjórnsýslu sem einkageiranum, og þannig móta okkur betri framtíð. Undanfarin ár hefur orðið vitundarvakning og æ fleiri skilja nú mikilvægi hönnunar. Efling …