All posts filed under: Viðtöl

Prjón í nýju ljósi

MAGNEA

„Prjón er svo fjölbreytt og spannar allt frá fíngerðum sokkabuxum upp í stórar handprjónaðar kaðlapeysur; það býður upp á endalausa möguleika og það hefur verið mitt markmið að gera ferska hluti og fá fólk til að hugsa um prjónið á annan hátt“. Höfundur : Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Aldís Pálsdóttir Þetta segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður sem árið 2012 útskrifaðist með láði frá hinum virta Central Saint Martins í London. Fatahönnunarnámið hófst reyndar við bandaríska háskólann Parsons í París að loknu fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Ætlunin var að skipta í miðju námi yfir í Parsons í New York og kynnast þannig tveimur af stærstu tískuborgum heims. Þá komst ég að því að ég gat tekið skiptiönn við CSM og heillaðist af sköpunarkraftinum og listræna frelsinu en ekki síður af deildaskiptingunni innan fatahönnunarnámsins. Þar er hægt er að sérhæfa sig í kvenfatnaði, prjónahönnun og svo framvegis. Talið berst að íslenskri prjónahefð og kveðst Magnea ekki hafa kunnað sérlega vel við íslensku ullina og ekki notað hana mikið í náminu fyrr en í lokaverkefninu. Fyrir lokaárið tók hún árslangt barneignarleyfi …

Kúlur kveða sér hljóðs

Bryndís Bolla

Kúlur Bryndísar Bolladóttur má finna víða. Þær bregða sér í ólík hlutverk eftir því hvaða efni hún notar við uppbyggingu hennar. Í vörulínunni hennar KULA er meðal annars að finna snaga, hitaplatta, leikföng, hljóðdempara og hljóðdreifara. Grunnformið er þó alltaf hálf eða heil kúla þar sem efsta lagið er þæfð ull. Texti: Sigríður Maack / Myndir:Ernir Eyjólfsson & A2F arkitektar Bryndís er menntaður myndlistarmaður og textílhönnuður. Hún hefur unnið að framleiðslu sinni síðan 2009. Í upphafi hannaði hún skálar og diskamottur fyrir Örva starfsþjálfun þar sem hekl var hitapressað ofan í plast. Bryndís er meðal þeirra hönnuða sem hafa landað samningi á Design Match, sem er stefnumót hönnuða og framleiðenda á HönnunarMars ár hvert. Danski hönnunarvöruframleiðandinn Normann Copenhagen hóf framleiðslu á snögum og hitaplöttum í vörulínunni KULA sem þróaðir höfðu verið í samstarfi við Örva. Seinna fluttist framleiðslan austur á land þaðan sem vel lá við að flytja vörurnar með Norrænu til söluaðila um alla Evrópu. Í seinni tíð hafa viðfangsefni Bryndísar einkum snúist um listrænar hljóðlausnir. Nýverið vann hún áhugaverð hljóð- og innsetningarverk fyrir nýja framhaldsskólann …