Gullsmíði & skartgripahönnun
Leave a comment

Prýðileg Smíð

FÍG 90 Ára

Félag íslenskra gullsmiða fagnaði 90 ára afmæli sínu í október síðastliðnum og af því tilefni var afmælissýningin Prýði sett upp í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin stóð frá 18. október 2014 til 25. janúar 2015.


Höfundur: Harpa Þórsdóttir / Ljósmyndari: Íris Stefánsdóttir

Sýningarfyrirkomulagið var ekki með hefðbundnu móti því val á gripum var ekki í höndum sýningarstjóra eða valnefndar heldur var ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum að senda inn gripi. Sýningin gaf því ágætt tilefni til að velta upp stöðu íslenskrar gull- og silfursmíði á okkar tímum. Þetta sýningarfyrirkomulag, það er að láta gullsmiðum það sjálfum eftir að velja eigin smíð til sýningar, er opnari leið en að leggja valið í hendur sýningarstjóra eða valnefndar. Yngri gullsmiðir fengu þannig kjörið tækifæri til að stíga fram…

Orri Finn

Orri Finn

…Þrátt fyrir að íslensk gull- og silfursmíði eigi sér langa og ríka sögu virðumst við ekki hafa skapað þær aðstæður fyrir gullsmiði að þeir sem hafa til þess hæfileika og metnað geti söðlað um og fært sig í ríkari mæli yfir í listræna skartgripasmíði og hönnun. Á sýningunni í Hönnunarsafninu þurfti enginn að velkjast í vafa um að innan raða íslenskra gullsmiða eru margir sem eiga fullt tilkall til þess að listræn vinna þeirra sé hafin til vegs og virðingar. Hollenski listfræðingurinn Marjan Unger lét þau orð falla á ráðstefnu í München fyrir nokkrum árum að vitundarvakningar hvað varðar gullsmíði væri víða þörf. Sem fagurkeri og listunnandi sagðist hún taka virka afstöðu með þeim gullsmiðum og hönnuðum sem hönnuðu þá gripi sem hún bæri hverju sinni. Hún kynnti sér hæfileika þeirra og hvaðan innblásturinn kæmi og með þá þekkingu í huga keypti hún skartgripi (oft hefur hún verið sú fyrsta) og safnaði gripum eftir viðkomandi hönnuði. Unger hefur til að mynda gefið Rijks-museum-safninu í Hollandi hluta af einkasafni sínu og rutt brautina fyrir hönnuði, listamenn og gullsmiði. Í erindi sínu á ráðstefnunni í München hvatti hún áheyrendur til að gera slíkt hið sama…

Cosmo Asimov eftir Rúnar Jóhannesson

Cosmo Asimov eftir Rúnar Jóhannesson

Lesið alla greinina í fyrsta tímariti HA

Skildu eftir svar