All posts tagged: HA Extra

Samtal um hönnun

Dagur B. Eggertsson og Björn Steinar Blumenstein

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hittust og ræddu saman um hönnun, borgarskipulag og auðvitað borgarhátíðina HönnunarMars. Hvaða merkingu hefur hátíðin í þeirra huga? Dagur: Ég tengi HönnunarMars við þá deiglu og grósku sem spratt fram í samfélaginu eftir hrun. Bankarnir voru fallnir og margir trúðu að til væri ein lausn við öllum vandamálum. HönnunarMars og hönnun var eitt af þeim elementum þar sem fólk fann með hjartanu, þekkingu og sköpun leið út úr krappri stöðu og það var ekki einhver leið heldur leið í átt að betra samfélagi og betra lífi. Björn: Það er einmitt oft á svona umbrotstímum sem hönnun og list nær að blómstra. Eins og á þessum tíma í kringum hrunið. Það ýtir á fólk að vera meira skapandi. Dagur: Nákvæmlega. Mörg hönnunar- og skipulagstengd verkefni fóru í gang þarna, í kjölfar uppsagna hjá arkitektastofum. Fagfólk hópaðist saman og úr urðu verkefni eins og Hæg breytileg átt og Betri borgarbragur sem enn er hægt að sækja mikla næringu í þegar kemur að alls konar ákvörðunum og stefnumörkun. Maður …