All posts filed under: Viðtöl

Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu

Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …

Síbreytilegur og sveigjanlegur rammi

Ástþór Helgason og Studio Studio

Ástþór Helgason, nýr stjórnandi HönnunarMars, hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að móta heildstæða hátíð með nýrri sýn – og fersku útliti úr smiðju Studio Studio. – Hvaða hlutverki gegnir HönnunarMars fyrir íslenskt samfélag? HönnunarMars er í sífelldri þróun og hefur fest rækilega í sessi sem uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Hátíðin hefur átt ríkan þátt í að breyta landslagi hönnunar og því skynbragði sem fólk ber á hana. Þessi þróun er í takt við þá staðreynd að hönnun og arkitektúr gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í samfélaginu – enda er hönnunarhugsun eitt verðmætasta verkfærið sem við eigum til að auka lífsgæði og velsæld. Svo komum við auðvitað saman til að gleðjast, mynda tengsl og finna hugmyndum okkar farveg. – Hvað einkennir hátíðina í ár? Fjölbreytileiki – sjálfbærni og lausnamiðuð framtíðarhugsun eru ríkjandi stef í dagskrá hátíðarinnar. Á DesignTalks, alþjóðlegu hönnunarráðstefnunni, eru slík verkefni í forgrunni. Þar verður fjallað um hvernig breyta megi heiminum til hins betra, hvar fari saman áhugaverðar breytingar og árangursríkar lausnir á erfiðum málum. Hátíðin í heild sinni endurspeglar að …

Eitt stykki hönnun, takk

Kolbrún Vaka Helgadóttir

Eitt stykki hönnun, takk er ný þriggja þátta sjónvarpsröð um HönnunarMars. Þættirnir eru í umsjón Kolbrúnar Vöku Helgadóttur og sýndir í Ríkissjónvarpinu í aðdraganda hátíðarinnar í ár. „HönnunarMars fagnaði áratugsafmæli í fyrra og mér fannst tilvalið að nota tímamótin til að að sýna almenningi hátíðina frá öðru sjónarhorni. Ég fékk Janus Braga Jakobsson kvikmyndargerðarmann til liðs við mig og við fylgdum áhugaverðum hönnuðum eftir í rúmt ár,“ útskýrir Kolbrún og heldur áfram: „Þeir hönnuðir sem urðu fyrir valinu voru með spennandi verkefni í gangi sem öll höfðu samfélagslega skírskotun; vöruhönnuðirnir Róshildur og Snæbjörn í 1+1+1 eru hluti af Sweet Salone, tilraunaverkefni Auroru Foundation, sem felur í sér samstarf við handverksfólk í Sierra Leone, vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir og fatahönnuðurinn Kristín Karlsdóttir í Studio Trippin nýta áður ónýtta hliðarafurð af hrossum í áhugaverða hönnunarvöru, og verkefni vöruhönnuðarins Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Stússað í steininum, sem hlotið hefur mikið lof, miðar að því að efla starfsgetu og starfsánægju fanga á Litla-Hrauni.“ Angel Trinidad, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi, er einnig á meðal viðmælenda í þáttunum en hún þræðir árlega …

Viðtal við Dag Eggertsson um framlag Rintala Eggertsson Architects til Feneyjatvíæringsins í arkitektúr 2018.

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr er nú haldinn í sextánda sinn. Þemað í ár er Freespace og sýningarstjórn er í höndum hinna írsku Shelley Mcnamara og Yvonne Farrell hjá Grafton Architects (sjá manifesto þeirra hér). Arkitektastofan Rintala Eggertsson Architects var valin af sýningarstjórunum til að vera með innsetningu í Forte Marghera í borgarhlutanum Mestre. Sigrún Sumarliðadóttir ræddi við Dag Eggertsson hjá Rintala Eggertsson Architects um framlag þeirra, CORTE DEL FORTE dance pavilion. Þekktuð þið sýningarstjórana áður en þær buðu ykkur að taka þátt á tvíæringnum? Ekki mikið en við vissum af þeim og öfugt. Ég tók viðtal við þær fyrir 20 árum þegar ég var í stjórn Arkitektafélagsins í Osló og  þær voru að koma fram á sjónarsviðið. Þá bauð stjórnin þeim að halda fyrirlestur því okkur fannst þær vera að gera góða hluti og langaði að koma þeim á framfæri. Það er ákveðin samsvörum á milli þess sem er að gerast í arkitektúr á Norðurlöndunum og á Írlandi. Þar er „sóber“ arkitektúr sem tengist rýminu meira en tíðkast í breskri menningararfleið – sem er meira í …

Farfuglar

Ragna Ragnarsdóttir iðnhönnuður

Ég vissi alltaf að ég myndi vinna með höndunum. Ég var að hugsa um myndlist en ég var of mikill pappakassi til þess, svo að ég fór að vinna við trésmíðar. Með tímanum fékk ég sífellt meiri áhuga á því hvernig hlutir virka. Mig langaði að gera meira en að smíða eftir hugmyndum annarra. Núna blandast þetta allt saman í verkum mínum.   Ég hafði verið að leita að rétta skólanum og fann loks einn sem mér leist vel á, Ensci Les Atelier í París. Í skólanum eru frábær verkstæði til að vinna í málma, tré og plast og þar er fólk opið fyrir öllu í hönnun. Þar var fólk að smíða bíla og vinna í hugbúnaði hlið við hlið. Það átti vel við mig því ég vil hafa margs konar hönnun í kringum mig og stærra umhverfi til að finna mína leið. En í umsóknarferlinu varð maður að senda verkefnamöppu og fara í viðtal á frönsku. Og ég talaði ekki orð í henni. Einhvern veginn tókst mér samt að kjafta mig inn. Ég fluttist …

Farfuglar

Dagur Eggertsson arkitekt

HA skyggnist inn í líf og starf Dags Eggertssonar, arkitekts hjá Rintala Eggertsson arkitektum í Noregi. „Ég flutti til Noregs árið 1986 til að nema arkitektúr við Arkitektaháskólann í Osló. Ætlunin var að búa þar í þrjú ár en ég er hér enn, þrjátíu árum seinna. Árið 1995 flutti ég til Finnlands til að hefja mastersnám. Þar kynnist ég mínum helsta samstarfsmanni, Sami Rintala, en við sátum á móti hvor öðrum í tíma. Það er svolítið magnað því í náminu í Noregi sat ég á móti Vibeke Jenssen, sem í dag er eiginkona mín. Fólk ætti því að hugsa sig tvisvar um áður en það sest á móti mér. Eftir tveggja ára mastersnám snéri ég aftur til Noregs til að starfa sem arkitekt, meðal annars með eiginkonu minni. Fimm árum síðar fékk ég símhringingu frá vini mínum Sami, sem þá var að flytja til Noregs. Í fyrstu hittumst við Sami bara til að spila fótbolta og leysa heimsmálin yfir bjór. Smátt og smátt fórum við að ráðleggja hvor öðrum við ýmis verkefni og að lokum …

Að tengjast umhverfinu

Viðtal við Brynjar Sigurðarson vöruhönnuð

Viðtalið birtist fyrst í 2. tbl. HA, 2015. Frá útskrift hefur Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður átt töluverðri velgengni að fagna og hlaut hann meðal annars nýverið hin virtu Svissnesku hönnunarverðlaun (Swiss Design Awards) í flokki vöru- og iðnhönnunar. Verðlaunin hlaut Brynjar fyrir vörulínur sem unnar eru út frá mánaðarlangri dvöl hans á Vopnafirði fyrir nokkrum árum en sú reynsla hefur haft afgerandi áhrif á feril hans og aðferðafræði. Brynjar hefur einstakt lag á að nálgast viðfangsefni sín með einlægum hætti og segist óhræddur við að​ feta ótroðnar slóðir innan hönnunarheimsins. Árin í ECAL Eftir útskrift af vöruhönnunarbraut LHÍ árið 2009 lá leið Brynjars í hinn virta hönnunarskóla Lausanne University of Art and Design (ECAL) í mastersnám í vöruhönnun. Aðspurður segir Brynjar það hafa verið nokkuð tilviljanakennt að hann hafi endað í Sviss; hann hafi séð auglýsingaplakat frá skólanum, fengið viðtal og flutt út stuttu síðar. Brynjar segir námið í ECAL hafa verið töluvert ólíkt því sem hann átti að venjast hér heima. Þar sé hratt tempó og takmarkaður tími fyrir hvert verkefni því skólinn loki um …

Aníta Hirlekar

Nýjir fletir

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Nýlega frumsýndi hún nýja fatalínu á Reykjavik Fashion Festival (RFF) 2017 og stuttu seinna opnaði hún, ásamt Magneu Einarsdóttur fatahönnuði, frekar óhefðbundið verslunarrými í miðbæ Reykjavíkur sem ber nafnið A. M. Consept Space. Nýja haust- og vetrarlínan ANITA HIRLEKAR er stærsta línan sem hönnuðurinn hefur sent frá sér og sýningin á RFF var jafnframt hennar fyrsta stóra sýning hérlendis. „Ég vildi koma fram með nýja áferð. Hingað til hef ég verið að einblína á miklar og handgerðar áferðir í verkum mínum en í nýju línunni er ég í fyrsta sinn að vinna með áprentuð mynstur. Mig langaði að vinna með andstæðu þess sem ég er vön að vinna með – að vinna meira flatt,“ segir Aníta um nýju línuna og bætir við að flötu áprentuðu mynstrin séu upphaflega handmáluð í sama anda og með sama handbragði og handútsaumuðu flíkurnar í eldri línum hennar. „Ég vildi að þetta tvennt – áferðirnar og flatneskjan – kallaðist á við hvort annað og það má segja að öll mynstrin í …

Undraveröld Kron by Kronkron

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa undanfarin tíu ár hannað, framleitt og selt vörur undir merkjum Kron by Kronkron um allan heim. Þar á meðal eru um 1200 tegundir af skóm sem eru uppistaða yfirlitssýningar á verkum þeirra í Hönnunarsafni Íslands sem opnar á HönnunarMars. „Þetta hlýtur að hafa verið í kortunum okkar Magna frá upphafi. Við höfðum bæði mikinn áhuga og sterka ástríðu fyrir óvenjulegum skóm á okkar yngri árum og ég safnaði hinum undarlegustu skóm án þess að það hvarflaði að mér að ég myndi síðar leggja þetta fyrir mig,“ segir Hugrún þegar hún er innt eftir því hvernig skóævintýri þeirra hjóna hófst. „Síðustu tíu ár hafa verið magnað maraþon og hreinlega dálítil klikkun en við höfum verið svo upptekin við líðandi stund að okkur hefur sjaldan gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg.“ Hugrún viðurkennir að þegar þau lögðu fyrst út í skóframleiðslu á sínum tíma hafi þau ekki órað fyrir því hvað þau ættu í vændum en samt hafi aldrei annað komið til greina en að halda áfram. Hönnunar- og …

Björn Steinar Blumenstein

Verkefni vöruhönnuðarins Björns Steinars Blumenstein veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar. Með gagnrýnum en jafnframt lausnamiðuðum nálgunum kannar hann nýjar leiðir sem við getum haft í huga og nýtt okkur í því skyni að takast á við hnattvæddan heim og hið sjálfgefna hlutverk okkar sem neytendur. Við hittum Björn Steinar til að ræða tvær nýjar sýningar sem hann stendur fyrir á HönnunarMars og þátttöku hans á DesignTalks-ráðstefnunni. Verkin þín virka á mig eins og nokkurs konar hönnunarrannsókn. Hver er helsta ástæðan fyrir þessari nálgun? Hönnun er ennþá nokkuð tilraunakennd á Íslandi og hönnuðir hafa enn ekki hlotið fastan sess innan samfélagsins svo við erum nokkuð frjáls. Það er á margan hátt mjög gott en getur líka verið hamlandi. Við búum yfir frekar fáum auðlindum og innviðir fyrir nýtingu þeirra eru að mestu leyti ómótaðir. Það tel ég að sé kveikjan að öllum þessum skrítnu verkefnum þar sem hönnuðir gera beinar tilraunir með efni og láta reyna á þolmörk þeirra og umgjarðarinnar í kring. Getum við aðeins rýnt í …