All posts filed under: Sýningar

Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu

Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …

Síbreytilegur og sveigjanlegur rammi

Ástþór Helgason og Studio Studio

Ástþór Helgason, nýr stjórnandi HönnunarMars, hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að móta heildstæða hátíð með nýrri sýn – og fersku útliti úr smiðju Studio Studio. – Hvaða hlutverki gegnir HönnunarMars fyrir íslenskt samfélag? HönnunarMars er í sífelldri þróun og hefur fest rækilega í sessi sem uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Hátíðin hefur átt ríkan þátt í að breyta landslagi hönnunar og því skynbragði sem fólk ber á hana. Þessi þróun er í takt við þá staðreynd að hönnun og arkitektúr gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í samfélaginu – enda er hönnunarhugsun eitt verðmætasta verkfærið sem við eigum til að auka lífsgæði og velsæld. Svo komum við auðvitað saman til að gleðjast, mynda tengsl og finna hugmyndum okkar farveg. – Hvað einkennir hátíðina í ár? Fjölbreytileiki – sjálfbærni og lausnamiðuð framtíðarhugsun eru ríkjandi stef í dagskrá hátíðarinnar. Á DesignTalks, alþjóðlegu hönnunarráðstefnunni, eru slík verkefni í forgrunni. Þar verður fjallað um hvernig breyta megi heiminum til hins betra, hvar fari saman áhugaverðar breytingar og árangursríkar lausnir á erfiðum málum. Hátíðin í heild sinni endurspeglar að …

Viðtal við Dag Eggertsson um framlag Rintala Eggertsson Architects til Feneyjatvíæringsins í arkitektúr 2018.

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr er nú haldinn í sextánda sinn. Þemað í ár er Freespace og sýningarstjórn er í höndum hinna írsku Shelley Mcnamara og Yvonne Farrell hjá Grafton Architects (sjá manifesto þeirra hér). Arkitektastofan Rintala Eggertsson Architects var valin af sýningarstjórunum til að vera með innsetningu í Forte Marghera í borgarhlutanum Mestre. Sigrún Sumarliðadóttir ræddi við Dag Eggertsson hjá Rintala Eggertsson Architects um framlag þeirra, CORTE DEL FORTE dance pavilion. Þekktuð þið sýningarstjórana áður en þær buðu ykkur að taka þátt á tvíæringnum? Ekki mikið en við vissum af þeim og öfugt. Ég tók viðtal við þær fyrir 20 árum þegar ég var í stjórn Arkitektafélagsins í Osló og  þær voru að koma fram á sjónarsviðið. Þá bauð stjórnin þeim að halda fyrirlestur því okkur fannst þær vera að gera góða hluti og langaði að koma þeim á framfæri. Það er ákveðin samsvörum á milli þess sem er að gerast í arkitektúr á Norðurlöndunum og á Írlandi. Þar er „sóber“ arkitektúr sem tengist rýminu meira en tíðkast í breskri menningararfleið – sem er meira í …

Safnstjórar á tímamótum

Viðtal við Hörpu Þórsdóttur og Sigríði Sigurjónsdóttur

  Hönnunarsafn Íslands stendur á tímamótum þar sem nýr forstöðumaður Sigríður Sigurjónsdóttir, hefur tekið við af Hörpu Þórsdóttur sem hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2009 en Harpa tók nýlega við stjórnun Listasafns Íslands. Þegar Harpa tók upphaflega við starfinu á Hönnunarsafninu voru geymslur og annar rekstur safnsins í iðnaðarhúsnæði að Lyngási 7-9 og lítill sýningarsalur í verslunarrými á Garðatorgi. Eitt helsta markmið Hörpu var að koma allri safnastarfseminni undir sama þakið, en frá árinu 2011 hefur öll starfsemin verið í núverandi húsnæði við Garðatorg. Nýr safnstjóri, Sigríður Sigurjónsdóttir er mörgum kunnug sem Sigga í Sparki en HA tók hana tali í 3. tölublaði þegar Sigríður lokaði dyrum á Spark Design Space við Klapparstíg. Elísabet V. Ingvarsdóttir ræddi við þær í Hönnunarsafninu á síðasta starfsdegi Hörpu. Þegar þú lítur um öxl Harpa hvað telur þú vera það mikilvægasta sem þú hefur áorkað í starfi forstöðumanns og hvers átt þú eftir að sakna mest? Harpa: Þegar ég hóf störf var ég upptekin af því að safnið yrði raunverulegt safn eftir ákveðinn tíma, því þrátt fyrir að söfnun …

Dæmisögur

vöruhönnun á 21. öld

„Í hönnunarfaginu er uppi stöðug krafa um nýjungar og hraða. Verkefnin eru þó ekki af þeim toga heldur eru þau dæmisögur um þróun sem hefur átt sér stað yfir langt tímabil. Að baki þeim liggur raunveruleg og djúpstæð þekking á viðfangsefninu.“ segir í texta á sýningunni Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld – sem opnar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 4. Mars kl. 16:00. Þar verða sýnd nokkur verkefni á sviði vöruhönnunar sem endurspegla ólíkar áherslur vöruhönnunar og veita innsýn í helstu strauma og stefnur í faginu hér á landi undanfarin ár. Verkefnin endurspegla fjölbreytileika fagsins og sýna þau tækifæri sem samfélaginu standa til boða með því að nýta krafta skapandi hugsunar. Sýningarstjórn er í höndum Sigríðar Sigurjónsdóttur, sem var um árabil prófessor við vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands (2005-2012) og rak hönnunargalleríðið Spark Design Space sem lagðist í dvala síðastliðið vor. Sigríður hefur unnið sýninguna í samstarfi með Ólöfu Sigurðardóttur forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur en hugmyndin fæddist eftir að Ólöf fylgdist með ólíkum áherslum í útskriftarverkefnum frá nemendum Listaháskóla Íslands, en skólinn hefur undanfarið haldið útskriftarsýningar í Listasafni Reykjavíkur. „Vöruhönnuðir …

Weaving DNA

Þræðir sjálfsmyndar

Í verkefninu Weaving DNA kanna þær Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Claire Anderson textílhönnuður forna þræði sem tengja saman menningararfleið Skota og Íslendinga en þjóðirnar eiga fleira sameiginlegt en sjálfstæðisbaráttu og veðurmótaða þjóðarsál. Texti: Arnar Fells & Sari Peltonen / Ljósmyndir: Tian Khee Siong Innblástur að verkefninu var meðal annars sóttur til hinnar Norrænu-Skosku víkingaarfleiðar sem unnin var í ull og textíl. Hanna og Claire könnuðu þátt handverksins í mótun sjálfsmynd þjóðanna og skoðuðu hvaða þýðingu handverkið hefur fyrir þjóðirnar í dag. Með því að blanda saman skoskum og íslenskum menningararfleifðum varð til nýr “ættbálkur” textíla, með tengingu við bæði löndin. HA kíkti á sýninguna í sýningarsal Þjóðminjasafnsins og náði tali af Hönnu Dís.   Í verkefninu könnuðu þið sameiginlega þætti í handverki Íslendinga og Skota. Funduð þið eitthvað sem kom ykkur á óvart? Handverk Íslendinga og Skota hefur alltaf haft sterk tengsl við ullina en það kom okkur á óvart hvað eiginleikar ullarinnar eru ólíkir milli landanna tveggja. Í samanburði við mýkt skosku ullarinnar er íslenska ullin gróf og harðgerð. Þessi munur endurspeglast svo …