All posts filed under: Innanhússarkitektúr og húsgagnahönnun

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Engin brögð í tafli

Um hönnun og furðulegar flugur á einvígi aldarinnar

Viðureign Bobby Fischers og Boris Spasskys sem fór fram í Laug­ar­dal­s­höll 11. júlí 1972 er án efa eitt frægasta skákeinvígi sögu­nnar. Baráttan, sem New York Times kallaði „einvígi ald­ar­innar”, var ekki aðeins milli tveggja manna heldur milli ríkjandi stórvelda þess tíma, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Á hápunkti kalda stríðsins mættust stórveldin á miðri leið og háðu þessa taugatrekkjandi orrustu á Íslandi. Rússar höfðu þá haldið heimsmeistaratitlinum í skák samfleytt í 24 ár og töldu það sanna vitsmuna- og hugmyndafræðilega yfirburði sína. Það var því allt í húfi fyrir Bandaríkjamenn og gríðarleg pressa var lögð á herðar hins unga sérvitrings, Bobby Fischers. Heimamenn fundu einnig fyrir pressunni, enda var þetta í fyrsta sinn sem allur heimurinn horfði til Íslands. Nú skyldi hanna umgjörð ein­vígsins með sæmandi hætti. Heimsbyggðin fylgdist forviða með þegar stórmeistararnir hófu leikinn. Fischer virtist eiga erfitt með einbeitingu í fyrstu skákinni og gerði furðuleg mistök sem varð til þess að Spassky sigraði örugglega. Fischer virtist í andlegu ójafnvægi og hafði allt á hornum sér. Hann kvartaði yfir því að taflborðið væri of glansandi, ljósin …

Hugsjónir í híbýlafræði

Kristín Guðmundsdóttir

Nafn Kristínar Guðmundsdóttur hefur ekki verið fyrirferðarmikið í íslenskri hönnunarsögu þrátt fyrir að hún hafi verið fyrst Íslendinga til að sækja sér menntun erlendis í innanhússarkitektúr. Höfundur: Halldóra Arnardóttir  / Ljósmyndir: David Frutos Kristín, sem kaus að kalla sig híbýlafræðing, ruddi brautina fyrir þá innanhússarkitekta sem á eftir komu. Hún átti frumkvæði að mörgum nýjungum í innanhúss­arkitektúr, sérstaklega hvað varðar hönnun eldhúsinnréttinga og notkun litasamsetninga. Enn í dag má finna upprunalegar innréttingar hannaðar af Kristínu en því miður hafa margar verið niðurrifnar. Í bókinni Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur/Interior Designer, sem er væntanleg á markaðinn, fær Kristín verðskuldaða viðurkenningu sem brautryðjandi á sínu sviði. En hver er þessi merka kona? Kristín Guðmundsdóttir (f. 1923) var fyrst Íslendinga til að mennta sig í innanhússhönnun á háskólastigi. Í júní 1943 steig hún um borð í Brúarfoss sem sigldi síðan yfir Atlantshafið og lagðist að bryggju í New York 21. júlí. Siglingin frá Íslandi til New York tók mánuð með viðkomu í Skotlandi og Brúarfoss var eitt skipa af 70 í skipalest. Þessi ferðamáti var táknrænn fyrir hættur styrjaldarinnar og breytta stefnu …