All posts filed under: Álit / pistlar

HA10 er komið út

Útgáfa 10. tölublaðs HA markar fimm ára afmæli tímaritsins sem eru merk tímamót í útgáfu fagrita um íslenska hönnun og arkitektúr. Meðal efnis er umfjöllun um Hönnunarverðlaun Íslands 2019, þar á meðal viðtal við vinningshafana hjá Genki Instruments, heiðursverðlaunahafann Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Omnom sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.  Þá svarar fagfólk úr vöru- og iðnhönnunargeiranum áleitnum spurningum og veltir fyrir sér hlutverki hönnunar og styrkleikum á umbreytingatímum. Bára Hólmgeirsdóttir í Aftur, sem nýverið hlaut tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, talar tæpitungulaust um textílsóðaskapinn og vitundarvakningu hönnuða og neytenda. Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður hjá Grallaragerðinni og Eva Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Unicef segja frá því hvernig mannmiðuð hönnun nýtist til að bæta móttöku barna á flótta. Eigendur hönnunarstofunnar Kolofon segja frá aðferðafræði og verkefnum sínum sem mörg hver hafa víða snertifleti við samfélagið og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir skrifar um hið sístækkandi samfélag í kringum flothettuna. Landslagsarkitektar hjá Landmótun og borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg ræða um enduruppbyggingu í miðborgarinnar og Guðmundur Oddur Magnússon skrifar um íslenskan sjónarf. Fyrsti hönnuður HA, grafíski hönnuðurinn Hrefna Sigurðardóttir, stýrir myndaþætti …

Uppbygging á skapandi auðlindum framtíðarinnar

Nordic Design Resource

Í síbreytilegum heimi tækniframfara er nýsköpun talin forsenda þess að fyrirtæki geti viðhaldið samkeppnisforskoti. Sjálfbærar lausnir og skilvirkari þjónusta er meðal þeirra fjölmörgu þátta sem notandinn gerir sífellt meiri kröfur um. Skapandi hugsun hefur verið talin megindrifkraftur nýsköpunar þar sem aðferðir hönnunar eiga stóran þátt í að móta hugmyndir í átt að virðisaukandi lausnum. Á síðustu tíu árum höfum við orðið vör við gífurlegan vöxt á sviði hönnunar. Í dag er ekki hægt að afmarka hönnun við eitt svið skapandi greina heldur er hún nú talin lykill að vexti og nýsköpun þvert á allar greinar atvinnulífsins. Skapandi auðlindir 21. aldarinnar Í kjölfar örrar þróunar á sviðum hönnunar á undanförnum árum átti Dansk Design Center frumkvæði að samnorræna rannsóknarverkefninu Nordic Design Resource árið 2017. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og systurstofnanir á Norðurlöndunum. Um er að ræða eina af umfangsmestu rannsóknunum sem gerðar hafa verið á sviði hönnunar á Norðurlöndunum þar sem hönnunarauðlindir hafa í fyrsta skipti verið skilgreindar og kortlagðar á samnorrænum vettvangi. Hingað til hafa ekki verið til gögn sem …

Það er einhver saga á bak við alla hluti

Theodóra Alfreðsdóttir

Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir hefur í nógu að snúast á HönnunarMars en hún verður meðal fyrirlesara á DesignTalks ráðstefnunni auk þess sem verk hennar verða til sýnis á alls þremur sýningum; einkasýningunni Mót | tilraunir í Kjallaranum í Geysi Heima, Staðbundið landslag, sýningu Fólks Reykjavík, og Formex Nova í Norræna húsinu en Theodóra er meðal þeirra hönnuða sem tilnefndir eru til norrænu hönnunarverðlaunanna Formex Nova árið 2019. Theodóra, sem býr og starfar í Lundúnum og Reykjavík, segist nálgast hönnun á ferlisdrifinn hátt: „Það er svo margt áhugavert sem getur gerst ef maður er ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hverju maður er að leita að. Mistökin eru líka spennandi. Ég vinn út frá sögum frekar en hlutum. Það er einhver saga á bak við alla hluti.“ Theodóra vinnur mikið með náttúruefni og þá hugsun og heimspeki sem býr í hverjum hlut. Hún er óhrædd við að gera tilraunir, til dæmis vann hún matarstell úr feldspari og gerði tilraunir með keramik þar sem gripir voru brenndir í jörðu. Á sýningu Fólks verða frumsýndir nýir lampar eftir Theodóru …

Samtal um hönnun

Dagur B. Eggertsson og Björn Steinar Blumenstein

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hittust og ræddu saman um hönnun, borgarskipulag og auðvitað borgarhátíðina HönnunarMars. Hvaða merkingu hefur hátíðin í þeirra huga? Dagur: Ég tengi HönnunarMars við þá deiglu og grósku sem spratt fram í samfélaginu eftir hrun. Bankarnir voru fallnir og margir trúðu að til væri ein lausn við öllum vandamálum. HönnunarMars og hönnun var eitt af þeim elementum þar sem fólk fann með hjartanu, þekkingu og sköpun leið út úr krappri stöðu og það var ekki einhver leið heldur leið í átt að betra samfélagi og betra lífi. Björn: Það er einmitt oft á svona umbrotstímum sem hönnun og list nær að blómstra. Eins og á þessum tíma í kringum hrunið. Það ýtir á fólk að vera meira skapandi. Dagur: Nákvæmlega. Mörg hönnunar- og skipulagstengd verkefni fóru í gang þarna, í kjölfar uppsagna hjá arkitektastofum. Fagfólk hópaðist saman og úr urðu verkefni eins og Hæg breytileg átt og Betri borgarbragur sem enn er hægt að sækja mikla næringu í þegar kemur að alls konar ákvörðunum og stefnumörkun. Maður …

Módernisminn mistókst

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt

Ádögunum samþykkti meirihluti íbúa á Selfossi nýtt skipulag um breyttan miðbæ. Skipulagið felur í sér hugmyndir þróunarfélagsins Sigtúns um að reisa þrjátíu hús sem eru samtals rúmlega sextán þúsund fermetrar. Húsin verða í gömlum stíl eða endurbyggð gömul hús. Á vefsíðunni Miðbær Selfoss benda forsvarsmenn verkefnisins á að með því sé verið að „heiðra íslenskan byggingarstíl óháð tískusveiflum“: „Það er auðvitað hægt að byggja hús í nýjum stíl, úr steypu, stáli og gleri. En við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum. Arkitektar hanna einnig hús í klassískum eða „gömlum“ stíl. Það hefði verið einfaldara, fljótlegra og ódýrara að hanna slík hús frá grunni en við töldum heiðarlegast og fallegast að fara alla leið og endurreisa heil hús sem horfin eru og gleymd. Þannig verður til söguleg tenging og menningararfleifðin verður áþreifanlegri.“ „Módernisminn mistókst“ er millifyrirsögn í grein Jóns Ólafs Ólafssonar arkitekts og verkefnastjóra um skipulag nýja miðbæjarins í Dagskránni, fréttavef Suðurlands. Á vefsíðu verkefnisins segir enn fremur: „Við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum.” Það er ekki oft sem svo afgerandi yfirlýsing kemur fram í umræðu um arkitektúr …

HA06 er komið út!

Sjötta tölublað HA hefur nú litið dagsins ljós og mun án efa birta upp í huga alls áhugafólks um íslenska hönnun og arkitektúr í helsta skammdeginu. Tímaritið telur rúmlega 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu. Meðal efnis er viðtal við Jón Helga Hólmgeirsson yfirhönnuð hjá Genki Instruments sem er skreytt myndaþætti sem unninn var í samvinnu við Studio Fræ. Þá fá lesendur innsýn í hugmyndavinnuna að baki útskriftarverkefnis Sunnu Örlygs fatahönnuðar í meistaranámi hennar við ArtEZ, sem myndað var af Magnúsi Andersen ljósmyndara. Paul Bennett, yfirhönnunarstjóri hjá IDEO, sem fékk hálfan salinn til að fella tár á síðustu DesignTalks með persónulegri frásögn sinni, skrifar um upplifun sína af landi og þjóð í opnu bréfi til Íslendinga. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar og eigendur Kurt og Pí, sem hlutu nýverið Hönnunarverðlaun Íslands fyrir endurhönnun Marshall-hússins segja frá því hvernig arkitónísk hugsjón mótaði hugmyndina að breyttu hlutverki hússins á öllum stigum. Grímur Sæmundsen forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í …

HA Nr. 06 er komið út

Sjötta tölublað HA hefur nú litið dagsins ljós og mun án efa gleðja áhugafólk um íslenska hönnun og arkitektúr. Tímaritið telur að þessu sinni rúmlega 140 blaðsíður af áhugaverðu efni enda er af nógu að taka þegar kemur að íslenskri hönnunarsenu. Forsíðuviðtalið er við Jón Helga Hólmgeirsson, yfirhönnuð hjá Genki Instruments, en með því fylgir myndaþáttur sem var unninn í samvinnu við Studio Fræ. Þá veitir Sunna Örlygs fatahönnuður lesendum innsýn í ferlið að baki útskriftarverkefni hennar í meistaranámi við ArtEZ, sem myndað var af Magnúsi Andersen ljósmyndara. Paul Bennett, yfirhönnunarstjóri hjá IDEO, sem fékk hálfan salinn til að fella tár á síðustu DesignTalks með persónulegri frásögn sinni, skrifar um upplifun sína af landi og þjóð í opnu bréfi til Íslendinga. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, arkitektar og eigendur Kurt og Pí, sem hlutu nýverið Hönnunarverðlaun Íslands fyrir endurhönnun Marshall-hússins, segja frá því hvernig arkitónísk hugsjón mótaði hugmyndina að breyttu hlutverki hússins á öllum stigum. Grímur Sæmundsen forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun, segir frá því …

Hlemmur

Biðskýlið við Hlemm hefur verið umdeilt frá því það var byggt árið 1978. Draumurinn um að þar yrði líflegt og bjart markaðstorg snérist fljótt upp í andhverfu sína og Hlemmur varð einn þekktasti samkomustaður pönkara og utangarðsfólks í miðbæ Reykjavíkur. Hið sérstæða hús, sem teiknað var af Gunnari Hanssyni, gekk nýverið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú matarmarkaðinn Hlemm – Mathöll. Bjarki Vigfússon rekur hér áhugaverða sögu Hlemmtorgs. Veitingasala við Hlemmtorg hófst fyrir meira en 100 árum Árið 1904 reis hús við Hverfisgötu 125 sem kallað var Norðurpóllinn en í því var frá upphafi veitingasala fyrir ferðalanga sem þar áttu leið um. Svæðið í kringum Hlemm markaði þá nokkurn veginn borgarmörk Reykjavíkur í austri en byggðin var þá enn nær öll vestan Hlemms. Ferðalangar sem komu til borgarinnar úr austri, eða voru að yfirgefa borgina, fóru því um Hlemm og aðalleiðin austur í Þvottalaugarnar lá þarna um. Hlemmtorg hefur því verið áningarstaður og tengipunktur í samgöngukerfi Reykjavíkur allt frá 19. öld. Sagt er að Hlemmur hafi á þessum tíma einnig verið vinsæll áfangastaður ungra elskenda …

Hugleiðing um landslag

Landslag er marglaga hugtak og fyrirbæri sem hefur verið viðfangsefni margra ólíkra faggreina og fræðasviða í gegnum tíðina. Ef litið er yfir sviðið kemur í ljós að landslag á sér einkum tvær hliðar sem hafa fengið mismikla athygli – þessar tvær hliðar eru annars vegar landslag sem áþreifanlegt og sýnilegt fyrirbæri og hins vegar landslag sem óáþreifanleg og ósýnileg samtvinnun þeirrar veru sem skynjar og þess fyrirbæris sem skynjað er. Hér á eftir fer hugleiðing mín um samspil þessara hliða og það hvaða máli landslag skiptir okkur sem fyrirbæri og hugtak, hvort sem er í daglegu lífi okkar og athöfnum eða fag- og fræðigreinum eins og hönnun og arkitektúr.    Eins og í fyrri hugleiðingu minni um fegurð sem birtist á heimasíðu HA 1 langar mig að byrja á að rýna í það hvernig við notum orðið landslag í daglegu máli. Það sem mörgum dettur eflaust fyrst í hug er að nota orðið um upplifun af hefðbundnu landslagi eins og því sem börn á grunnskólaaldri myndu teikna: fjöllum, dölum, túnum, vötnum, ám, himni, hafi. Margir …