Author: María Kristín Jónsdóttir

HA10 er komið út

Útgáfa 10. tölublaðs HA markar fimm ára afmæli tímaritsins sem eru merk tímamót í útgáfu fagrita um íslenska hönnun og arkitektúr. Meðal efnis er umfjöllun um Hönnunarverðlaun Íslands 2019, þar á meðal viðtal við vinningshafana hjá Genki Instruments, heiðursverðlaunahafann Manfreð Vilhjálmsson arkitekt og Omnom sem hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.  Þá svarar fagfólk úr vöru- og iðnhönnunargeiranum áleitnum spurningum og veltir fyrir sér hlutverki hönnunar og styrkleikum á umbreytingatímum. Bára Hólmgeirsdóttir í Aftur, sem nýverið hlaut tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, talar tæpitungulaust um textílsóðaskapinn og vitundarvakningu hönnuða og neytenda. Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður hjá Grallaragerðinni og Eva Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Unicef segja frá því hvernig mannmiðuð hönnun nýtist til að bæta móttöku barna á flótta. Eigendur hönnunarstofunnar Kolofon segja frá aðferðafræði og verkefnum sínum sem mörg hver hafa víða snertifleti við samfélagið og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir skrifar um hið sístækkandi samfélag í kringum flothettuna. Landslagsarkitektar hjá Landmótun og borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg ræða um enduruppbyggingu í miðborgarinnar og Guðmundur Oddur Magnússon skrifar um íslenskan sjónarf. Fyrsti hönnuður HA, grafíski hönnuðurinn Hrefna Sigurðardóttir, stýrir myndaþætti …

Uppbygging á skapandi auðlindum framtíðarinnar

Nordic Design Resource

Í síbreytilegum heimi tækniframfara er nýsköpun talin forsenda þess að fyrirtæki geti viðhaldið samkeppnisforskoti. Sjálfbærar lausnir og skilvirkari þjónusta er meðal þeirra fjölmörgu þátta sem notandinn gerir sífellt meiri kröfur um. Skapandi hugsun hefur verið talin megindrifkraftur nýsköpunar þar sem aðferðir hönnunar eiga stóran þátt í að móta hugmyndir í átt að virðisaukandi lausnum. Á síðustu tíu árum höfum við orðið vör við gífurlegan vöxt á sviði hönnunar. Í dag er ekki hægt að afmarka hönnun við eitt svið skapandi greina heldur er hún nú talin lykill að vexti og nýsköpun þvert á allar greinar atvinnulífsins. Skapandi auðlindir 21. aldarinnar Í kjölfar örrar þróunar á sviðum hönnunar á undanförnum árum átti Dansk Design Center frumkvæði að samnorræna rannsóknarverkefninu Nordic Design Resource árið 2017. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og systurstofnanir á Norðurlöndunum. Um er að ræða eina af umfangsmestu rannsóknunum sem gerðar hafa verið á sviði hönnunar á Norðurlöndunum þar sem hönnunarauðlindir hafa í fyrsta skipti verið skilgreindar og kortlagðar á samnorrænum vettvangi. Hingað til hafa ekki verið til gögn sem …

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu

Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …

Það er einhver saga á bak við alla hluti

Theodóra Alfreðsdóttir

Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir hefur í nógu að snúast á HönnunarMars en hún verður meðal fyrirlesara á DesignTalks ráðstefnunni auk þess sem verk hennar verða til sýnis á alls þremur sýningum; einkasýningunni Mót | tilraunir í Kjallaranum í Geysi Heima, Staðbundið landslag, sýningu Fólks Reykjavík, og Formex Nova í Norræna húsinu en Theodóra er meðal þeirra hönnuða sem tilnefndir eru til norrænu hönnunarverðlaunanna Formex Nova árið 2019. Theodóra, sem býr og starfar í Lundúnum og Reykjavík, segist nálgast hönnun á ferlisdrifinn hátt: „Það er svo margt áhugavert sem getur gerst ef maður er ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hverju maður er að leita að. Mistökin eru líka spennandi. Ég vinn út frá sögum frekar en hlutum. Það er einhver saga á bak við alla hluti.“ Theodóra vinnur mikið með náttúruefni og þá hugsun og heimspeki sem býr í hverjum hlut. Hún er óhrædd við að gera tilraunir, til dæmis vann hún matarstell úr feldspari og gerði tilraunir með keramik þar sem gripir voru brenndir í jörðu. Á sýningu Fólks verða frumsýndir nýir lampar eftir Theodóru …

Síbreytilegur og sveigjanlegur rammi

Ástþór Helgason og Studio Studio

Ástþór Helgason, nýr stjórnandi HönnunarMars, hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að móta heildstæða hátíð með nýrri sýn – og fersku útliti úr smiðju Studio Studio. – Hvaða hlutverki gegnir HönnunarMars fyrir íslenskt samfélag? HönnunarMars er í sífelldri þróun og hefur fest rækilega í sessi sem uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Hátíðin hefur átt ríkan þátt í að breyta landslagi hönnunar og því skynbragði sem fólk ber á hana. Þessi þróun er í takt við þá staðreynd að hönnun og arkitektúr gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í samfélaginu – enda er hönnunarhugsun eitt verðmætasta verkfærið sem við eigum til að auka lífsgæði og velsæld. Svo komum við auðvitað saman til að gleðjast, mynda tengsl og finna hugmyndum okkar farveg. – Hvað einkennir hátíðina í ár? Fjölbreytileiki – sjálfbærni og lausnamiðuð framtíðarhugsun eru ríkjandi stef í dagskrá hátíðarinnar. Á DesignTalks, alþjóðlegu hönnunarráðstefnunni, eru slík verkefni í forgrunni. Þar verður fjallað um hvernig breyta megi heiminum til hins betra, hvar fari saman áhugaverðar breytingar og árangursríkar lausnir á erfiðum málum. Hátíðin í heild sinni endurspeglar að …

Eitt stykki hönnun, takk

Kolbrún Vaka Helgadóttir

Eitt stykki hönnun, takk er ný þriggja þátta sjónvarpsröð um HönnunarMars. Þættirnir eru í umsjón Kolbrúnar Vöku Helgadóttur og sýndir í Ríkissjónvarpinu í aðdraganda hátíðarinnar í ár. „HönnunarMars fagnaði áratugsafmæli í fyrra og mér fannst tilvalið að nota tímamótin til að að sýna almenningi hátíðina frá öðru sjónarhorni. Ég fékk Janus Braga Jakobsson kvikmyndargerðarmann til liðs við mig og við fylgdum áhugaverðum hönnuðum eftir í rúmt ár,“ útskýrir Kolbrún og heldur áfram: „Þeir hönnuðir sem urðu fyrir valinu voru með spennandi verkefni í gangi sem öll höfðu samfélagslega skírskotun; vöruhönnuðirnir Róshildur og Snæbjörn í 1+1+1 eru hluti af Sweet Salone, tilraunaverkefni Auroru Foundation, sem felur í sér samstarf við handverksfólk í Sierra Leone, vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir og fatahönnuðurinn Kristín Karlsdóttir í Studio Trippin nýta áður ónýtta hliðarafurð af hrossum í áhugaverða hönnunarvöru, og verkefni vöruhönnuðarins Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Stússað í steininum, sem hlotið hefur mikið lof, miðar að því að efla starfsgetu og starfsánægju fanga á Litla-Hrauni.“ Angel Trinidad, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi, er einnig á meðal viðmælenda í þáttunum en hún þræðir árlega …

Samtal um hönnun

Dagur B. Eggertsson og Björn Steinar Blumenstein

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hittust og ræddu saman um hönnun, borgarskipulag og auðvitað borgarhátíðina HönnunarMars. Hvaða merkingu hefur hátíðin í þeirra huga? Dagur: Ég tengi HönnunarMars við þá deiglu og grósku sem spratt fram í samfélaginu eftir hrun. Bankarnir voru fallnir og margir trúðu að til væri ein lausn við öllum vandamálum. HönnunarMars og hönnun var eitt af þeim elementum þar sem fólk fann með hjartanu, þekkingu og sköpun leið út úr krappri stöðu og það var ekki einhver leið heldur leið í átt að betra samfélagi og betra lífi. Björn: Það er einmitt oft á svona umbrotstímum sem hönnun og list nær að blómstra. Eins og á þessum tíma í kringum hrunið. Það ýtir á fólk að vera meira skapandi. Dagur: Nákvæmlega. Mörg hönnunar- og skipulagstengd verkefni fóru í gang þarna, í kjölfar uppsagna hjá arkitektastofum. Fagfólk hópaðist saman og úr urðu verkefni eins og Hæg breytileg átt og Betri borgarbragur sem enn er hægt að sækja mikla næringu í þegar kemur að alls konar ákvörðunum og stefnumörkun. Maður …

Módernisminn mistókst

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt

Ádögunum samþykkti meirihluti íbúa á Selfossi nýtt skipulag um breyttan miðbæ. Skipulagið felur í sér hugmyndir þróunarfélagsins Sigtúns um að reisa þrjátíu hús sem eru samtals rúmlega sextán þúsund fermetrar. Húsin verða í gömlum stíl eða endurbyggð gömul hús. Á vefsíðunni Miðbær Selfoss benda forsvarsmenn verkefnisins á að með því sé verið að „heiðra íslenskan byggingarstíl óháð tískusveiflum“: „Það er auðvitað hægt að byggja hús í nýjum stíl, úr steypu, stáli og gleri. En við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum. Arkitektar hanna einnig hús í klassískum eða „gömlum“ stíl. Það hefði verið einfaldara, fljótlegra og ódýrara að hanna slík hús frá grunni en við töldum heiðarlegast og fallegast að fara alla leið og endurreisa heil hús sem horfin eru og gleymd. Þannig verður til söguleg tenging og menningararfleifðin verður áþreifanlegri.“ „Módernisminn mistókst“ er millifyrirsögn í grein Jóns Ólafs Ólafssonar arkitekts og verkefnastjóra um skipulag nýja miðbæjarins í Dagskránni, fréttavef Suðurlands. Á vefsíðu verkefnisins segir enn fremur: „Við höfum hvorki áhuga eða trú á slíkum húsum.” Það er ekki oft sem svo afgerandi yfirlýsing kemur fram í umræðu um arkitektúr …