All posts filed under: Viðtöl

DesignTalks follow-up

Studio Swine

  DesignMarch, Reykavik opened with DesignTalks, a full day of inspiring talks lead by internationally renowned designers and design thinkers at the architectural astounding Harpa. Part of the impressive line-up was Anglo-Japanese Studio Swine, co-founded by Architect Azusa Murakami and Artist Alexander Groves. They gave an exceptional talk sharing their unique approach to design and explained their nomadic way of working. Operating across a wide range of disciplines, Studio Swine’s work has gained an international audience within and beyond the design world. Their first proper encounter came as a heart-warming surprise to the audience, having been trapped in Milan after an RCA school trip, due to the volcanic eruption of Eyjafjallajökull back in 2010. They have not left each other’s side since. (HA caught up with them briefly before their talk.) Studio Swine was founded on the basis of cooperation of the architect and an artist and the result of this cooperation is quite extraordinary. How do you deal with the different perspectives of Art, design and architecture during your work?  Azusa: “Architecture – able …

Eðlisfræði arkitektúrs

Jón Kristinsson, frumkvöðull á sviði sjálfbærs arkitektúrs

Jón Kristinsson er áhugaverð samblanda af uppfinningamanni og arkitekt. Hann talar eins og eðlisfræðingur og hugsar allt út frá sjálfbærni. Jón hefur búið í Deventer í Hollandi meirihluta ævinnar og nam arkitektúr við Delft University of Technology þar sem hann síðar gegndi stöðu prófessors í umhverfistækni og hönnun. Hann er þekktur fyrir að hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og er víða þekktur fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni. HA settist niður með Jóni til að komast að því afhverju hann er af mörgum í Hollandi kallaður faðir sjálfbærs arkitektúrs. Texti: Sigríður Maack og Arnar Fells Gunnarsson, ljósmyndir: Arnar Fells og Kristinsson Architects. Náttúruöflin heilluðu Á menntaskólaárum var Jón til sjós og fékk leyfi til að taka utanskólaspróf 1956. Jón fékk snemma áhuga á umhverfisáhrifum en hann segir sjómennskuna hafa ýtt við þeim áhuga. Á sjónum varð hann meðvitaður um umhverfið og náttúruöflin, hvort sem það var krafturinn í bátsvélinni, vindinum eða úthafsöldunni. Jón segir svipaða sögu af bróður sínum, Birni Kristinssyni verkfræðingi og fyrrum prófessors við HÍ, en þeir bræðurnir hafa í gengum tíðina unnið saman að ýmsum …

Víðáttur Hafsins

Íslenski Sjávarklasinn

Staðalímyndin um gamaldags og karllægan sjávarútveg heldur illa vatni í Sjávarklasanum á Granda. Þar vinna yfir 60 fyrirtæki að því að skapa nýjar víddir í haf-tengdri starfsemi á Íslandi; fyrirtæki sem hanna lausnir fyrir vistvænni sjávarútveg. Í íslenska sjávarklasanum eru tækninýjungar í stöðugri þróun og fiskafurðum meðal annars breytt í húðvörur og lyf. Hér er sjávarútvegur framtíðarinnar í mótun. Texti: Arnar Fells Gunnarsson, ljósmyndir: Ragna Margrét Nýja kynslóðin Höfuðstöðvar Sjávarklasans eru á viðeigandi stað á Grand-an-um við Reykjavíkurhöfn. Aftan við húsið liggja bátar við bryggju og hinum megin við götuna eru gamlir beitingaskúrar. Þegar inn er komið tekur við allt annar heimur. Eftir endi-langri byggingunni eru skrifstofur og fundarrými stúkuð af með gler-veggjum. Öll smáatriði eru listilega útfærð og um allt má sjá merkingar, húsgögn og íslenska hönnun. Hér er ljóst að hönnun er mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri og stofnandi Íslenska sjávarklasans, gengur með okkur um húsið og útskýrir hvernig starfsemin mun leiða íslenskan sjávarútveg inn í framtíðina: „Hér vinnur athafnafólk í haftengdri atvinnustarfsemi. Við lítum ekki á okkur sem rannsóknarmiðstöð; við …

Fljótandi fegurð

Ný flothetta unnin í samstarfi við Sigga Eggertsson

Flothettan frá Float hefur fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af fjölbreyttri sundmenningu þjóðarinnar. Ný útgáfa af flothettunni, sem unnin er í samstarfi við Sigga Eggertsson hönnuð og listamann, verður kynnt til sögunnar í Spark Design Space næstkomandi föstudag kl. 17:00. HA fékk Unni Valdísi, vöruhönnuð og höfund flothettunnar, til að segja frá tilkomu samstarfsins, heilnæmum áhrifum flotsins og mögnuðum reynslusögum frá fljótandi fólki um allan heim. Samantekt: María Kristín Jónsdóttir / Myndir: Gunnar Svanberg, Eyþór Árnason og Alv Péerz Nýja flothettan er myndskreytt af Sigga Eggertssyni, einum þekktasta hönnuði landsins, hvernig kom samstarfið til? Kveikjan að nýrri útgáfu flothettunnar var ánægjulegt samstarf okkar Sigga á síðastliðnum HönnunarMars. Þá vorum við pöruð saman á frekar óvæntan og tilviljanakenndan hátt og úr var viðburðurinn Overlap sem við stóðum fyrir í Sundhöll Reykjavíkur. Þar fundum við samhljóm og tengingu í verkum okkar sem varð til þess að flothettuna prýða nú vatnskennd og flæðandi munstur Sigga.  Eigum við von á fleiri útgáfum af flothettunni á næstunni? Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að bæta við nýjum gerðum af hettum án þess …

Þá kom þyrlan

Helga Lilja Magnúsdóttir: fatahönnuðurinn að baki Helicopter

„Ég trúi því að val einstaklinga á fatnaði hafa áhrif á líf þeirra og persónulega skipta þægindin mig mestu máli. Ef manni líður vel í eigin skinni og fatnaði þá hefur það jákvæð áhrif á allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hannar föt undir merkjum Helicopter. Innblásturinn sækir hún meðal annars í náttúruna og fjölskyldu. Allt frá íslenskum steinum og mosa til litskrúðugra framandi fugla. Í nýjustu línu Helicopter brá Helga út af vananum því hún vann með myndlistamanninum Halldóri Ragnarssyni, sem jafnframt er fyrrverandi kærasti Helgu en hann hafði samband við Helgu og spurði hvort hún vildi vinna með myndlist hans. Helga tók áskoruninni og úr samstarfi þeirra kom haust og vetrarlína Helicopter “Við hittumst alltaf aftur”. Þar segist Helga hafa unnið með fortíðina og áhrif hennar á nútíðina en sú lína er væntanleg í október og nóvember á þessu ári. Helga Lilja útskrifaðist með gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en hún segir þriggja ára starf hjá fatahönnunarfyrirtækinu Nikita hafa verið besta skólann. Helicopter stofnaði …

Weaving DNA

Þræðir sjálfsmyndar

Í verkefninu Weaving DNA kanna þær Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður og Claire Anderson textílhönnuður forna þræði sem tengja saman menningararfleið Skota og Íslendinga en þjóðirnar eiga fleira sameiginlegt en sjálfstæðisbaráttu og veðurmótaða þjóðarsál. Texti: Arnar Fells & Sari Peltonen / Ljósmyndir: Tian Khee Siong Innblástur að verkefninu var meðal annars sóttur til hinnar Norrænu-Skosku víkingaarfleiðar sem unnin var í ull og textíl. Hanna og Claire könnuðu þátt handverksins í mótun sjálfsmynd þjóðanna og skoðuðu hvaða þýðingu handverkið hefur fyrir þjóðirnar í dag. Með því að blanda saman skoskum og íslenskum menningararfleifðum varð til nýr “ættbálkur” textíla, með tengingu við bæði löndin. HA kíkti á sýninguna í sýningarsal Þjóðminjasafnsins og náði tali af Hönnu Dís.   Í verkefninu könnuðu þið sameiginlega þætti í handverki Íslendinga og Skota. Funduð þið eitthvað sem kom ykkur á óvart? Handverk Íslendinga og Skota hefur alltaf haft sterk tengsl við ullina en það kom okkur á óvart hvað eiginleikar ullarinnar eru ólíkir milli landanna tveggja. Í samanburði við mýkt skosku ullarinnar er íslenska ullin gróf og harðgerð. Þessi munur endurspeglast svo …

Falinn skógur

Rekaviður í hönnun

Rekaviður er viðfangsefni sýningar sem nú stendur yfir í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum, einum kyngimagnaðasta stað Strandanna. Sýningin ber nafnið FALINN SKÓGUR – Rekviður í hönnun en þar er sjónum beint að tækifærum sem leynast í nýtingu rekaviðar. Texti: Arnar Fells / Ljósmyndir: Halla E. Hansen og sýningastjórar Allt frá landnámi hefur rekaviðurinn talist til hinna mestu hlunninda og var viðurinn m.a. nýttur í húsa- og bátasmíð. Strandir komu þar helst við sögu enda státa þær af stórbrotnum rekafjörum, líklega þeim gjöfulustu hér á landi. Bróðurpartur rekans kemur langa leið frá Síberíu en fyrr á öldum var það trú sumra manna að trén yxu á hafsbotni norður af landinu. Heimildir herma að Strandamenn hafi verið mikið hagleiksfólk og að stór hluti tekna þeirra hafi komið frá sölu á smíðagripum og búsáhöldum sem þeir seldu víða um land. Sýningunni í Djúpavík er ætlað að endurvekja þessar gömlu hefðir og stuðla að frekari vinnslu úr staðbundnum efnivið og skerpa á sérstöðu Standanna. Í gömlu síldarverksmiðjunni ber að líta verk 26 sýnenda og spanna þau vítt svið, …

Frystihúsið sem breyttist í hönnunarklasa

Íshús Hafnarfjarðar

„Við vildum kanna það hvort grundvöllur væri fyrir því að leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einskonar gróðrastöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun,“ segir Anna María Karlsdóttir um þá nýju starfsemi sem er að finna í Íshúsi Hafnarfjarðar. Texti: Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson / Myndir: Arnar Fells Gunnarsson Á árum áður var starfrækt öflugt hraðfrystihús og fiskverkun í Íshúsi Hafnarfjarðar. Vinnandi fólk stóð ýmist í aðgerð, saltaði niður fisk, gerði að veiðafærum eða sinnti öðrum störfum fyrir útgerðina sem þar var. Áður en frystikistur urðu sjálfsagður hlutur á hverju heimili gátu Hafnfirðingar einnig leigt hólf í frystigeymslum Íshúsins. Í dag er öldin önnur og hefur stór hluti húsnæðisins fengið nýtt hlutverk. Breiður hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna hefur tekið við keflinu og komið sér fyrir í húsnæðinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Íshúsinu sem nú hýsir vinnuaðstöðu um 30 hönnuða sem fást við ólík viðfangsefni, svo sem hnífasmíði, keramik hönnun, trésmíði og textíl hönnun. Síðastliðin 15 ár heftur lítil sem engin starfsemi verið í hinu geysistóra …

Leturtýpan

Gummi Úlfars

Leturhönnun er af mörgum talin nördismi á háu stigi en ekki er þó hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að leturtýpur koma við sögu í flestum þáttum daglegs lífs. Höfundur: Arnar Fells / Ljósmyndir Axel Sigurðson Grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson er annar tveggja eigenda Or Type, einu sérhæfðu letursmiðjunnar á Íslandi. Guðmundur komst nýlega í sviðsljósið eftir að tímaritið New York Times og Sundance kvikmyndahátíðin keyptu leturtýpur hannaðar af honum. En hver er þessi ungi leturhönnuður og hvert sækir hann innblástur fyrir leturtýpurnar sínar? Til að fá svar við þessum spurningum kíkti HA við á vinnustofu Guðmundar í gamla gasstöðvarhúsinu við Hlemm… …Letursmiðjan Or Type fékk nýlega 1,5 milljóna króna styrk úr Hönnunarsjóði Auroru en styrkurinn er ætlaður til vöruþróunar og markaðsetningar fyrirtækisins. Guðmundur segir að styrkurinn hafi gert mikið fyrir þá því leturgerð sé hægfara ferli og peningamálin eftir því. Með styrknum hafi skapast svigrúm til að klára nokkrar leturtýpur sem voru í vinnslu, sem Guðmundur segir hafa verið nauðsynlegt til að gera fyrirtækið samkeppnishæft. „Or Type fær mjög mikið af fyrirspurnum þrátt fyrir …

Upplifunar- og sýningarhönnun víða um heim

Gagarín

Á undanförnum árum hefur fyrirtækið Gagarín haslað sér völl í hönnun á sýningarupplifun en fyrirtækið starfar í auknum mæli fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja koma upplýsingum á framfæri og skapa áhugaverða upplifun fyrir notendur. Dæmi um slík verkefni eru Eldheimasýningin í Vestmannaeyjum og Mannréttindasafnið í Kanada, tvö gjörólík verkefni sem eiga þó sameiginlegt að unnið er með margmiðlun og gagnvirkni til þess að stuðla að þátttöku gesta og dýpka skilning þeirra. Okkur langaði að skyggnast inn í hugarheim Gagarín og kíktum því í heimsókn til þeirra út á Granda og lögðum nokkrar spurningar fyrir verkefnastjórann, Ástu Olgu Magnúsdóttur. Höfundur: María Kristín Jónsdóttir / Ljósmyndir Gagarín HA: Þið notið nýstárlegar og oft óhefðbundnar leiðir til að fá áhorfandann til að taka þátt í sýningunni og verða hluta af henni. Hver er lykillinn að góðri sýningarhönnun og hvernig nýtið þið sérþekkingu ykkar til að ná fram þeim hughrifum sem sóst er eftir? Ásta: Góður söguþráður er mikilvægur lykill að góðri upplifun af sýningu en sérhæfing okkar er að nota gagnvirkni og margmiðlun til þess að gera …