All posts filed under: Upplifunar- & sýningarhönnun

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Síbreytilegur og sveigjanlegur rammi

Ástþór Helgason og Studio Studio

Ástþór Helgason, nýr stjórnandi HönnunarMars, hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að móta heildstæða hátíð með nýrri sýn – og fersku útliti úr smiðju Studio Studio. – Hvaða hlutverki gegnir HönnunarMars fyrir íslenskt samfélag? HönnunarMars er í sífelldri þróun og hefur fest rækilega í sessi sem uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Hátíðin hefur átt ríkan þátt í að breyta landslagi hönnunar og því skynbragði sem fólk ber á hana. Þessi þróun er í takt við þá staðreynd að hönnun og arkitektúr gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í samfélaginu – enda er hönnunarhugsun eitt verðmætasta verkfærið sem við eigum til að auka lífsgæði og velsæld. Svo komum við auðvitað saman til að gleðjast, mynda tengsl og finna hugmyndum okkar farveg. – Hvað einkennir hátíðina í ár? Fjölbreytileiki – sjálfbærni og lausnamiðuð framtíðarhugsun eru ríkjandi stef í dagskrá hátíðarinnar. Á DesignTalks, alþjóðlegu hönnunarráðstefnunni, eru slík verkefni í forgrunni. Þar verður fjallað um hvernig breyta megi heiminum til hins betra, hvar fari saman áhugaverðar breytingar og árangursríkar lausnir á erfiðum málum. Hátíðin í heild sinni endurspeglar að …

DesignTalks follow-up

Studio Swine

  DesignMarch, Reykavik opened with DesignTalks, a full day of inspiring talks lead by internationally renowned designers and design thinkers at the architectural astounding Harpa. Part of the impressive line-up was Anglo-Japanese Studio Swine, co-founded by Architect Azusa Murakami and Artist Alexander Groves. They gave an exceptional talk sharing their unique approach to design and explained their nomadic way of working. Operating across a wide range of disciplines, Studio Swine’s work has gained an international audience within and beyond the design world. Their first proper encounter came as a heart-warming surprise to the audience, having been trapped in Milan after an RCA school trip, due to the volcanic eruption of Eyjafjallajökull back in 2010. They have not left each other’s side since. (HA caught up with them briefly before their talk.) Studio Swine was founded on the basis of cooperation of the architect and an artist and the result of this cooperation is quite extraordinary. How do you deal with the different perspectives of Art, design and architecture during your work?  Azusa: “Architecture – able …

Upplifunar- og sýningarhönnun víða um heim

Gagarín

Á undanförnum árum hefur fyrirtækið Gagarín haslað sér völl í hönnun á sýningarupplifun en fyrirtækið starfar í auknum mæli fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja koma upplýsingum á framfæri og skapa áhugaverða upplifun fyrir notendur. Dæmi um slík verkefni eru Eldheimasýningin í Vestmannaeyjum og Mannréttindasafnið í Kanada, tvö gjörólík verkefni sem eiga þó sameiginlegt að unnið er með margmiðlun og gagnvirkni til þess að stuðla að þátttöku gesta og dýpka skilning þeirra. Okkur langaði að skyggnast inn í hugarheim Gagarín og kíktum því í heimsókn til þeirra út á Granda og lögðum nokkrar spurningar fyrir verkefnastjórann, Ástu Olgu Magnúsdóttur. Höfundur: María Kristín Jónsdóttir / Ljósmyndir Gagarín HA: Þið notið nýstárlegar og oft óhefðbundnar leiðir til að fá áhorfandann til að taka þátt í sýningunni og verða hluta af henni. Hver er lykillinn að góðri sýningarhönnun og hvernig nýtið þið sérþekkingu ykkar til að ná fram þeim hughrifum sem sóst er eftir? Ásta: Góður söguþráður er mikilvægur lykill að góðri upplifun af sýningu en sérhæfing okkar er að nota gagnvirkni og margmiðlun til þess að gera …