All posts filed under: Landslagsarkitektúr

HA 09 er komið út!

Í þessu níunda tölublaði, sem er í glænýju útliti eftir hönnunarteymið StudioStudio, er meðal annars skyggnst inn í heim hönnunar, matar og hnattvæðingar í gegnum verkefnið Banana Story eftir Johönnu Seelemann og Björn Steinar Blumenstein, Bergur Finnbogason hjá CCP og Space Popular færa lesendur inn í heim sýndar- og viðbætts veruleika og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir segir frá því hvernig hægt sé að hanna framtíðina. Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar-Bordawekar hjá letursmiðjunni Universal Thirst segja frá indverskri og arabískri týpógrafíu, fata- og textílhönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskýrir hvernig það sem hún kallar „rýmisgreind vandræðaleikans“ varð að fatalínu. Þá deilir Philip Fimmano tísku- og lífsstílssérfræðingur hugleiðingum sínum, leirlistakonan og hönnuðurinn Kristín Sigfríður Garðarsdóttir segir frá ferlinu bakvið nýafstaðna einkasýningu sína í Hafnarborg og arkitektinn Rafael Pinho skrifar um krosslímt timbur (KLT) og möguleika í íslenskri skógrækt. Þetta og margt margt fleira í HA 09 – tryggðu þér eintak! Viltu fá HA heim að dyrum? Skráðu þig í áskrift hér. @hadesignmag #hadesignmag

Samtal um hönnun

Dagur B. Eggertsson og Björn Steinar Blumenstein

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hittust og ræddu saman um hönnun, borgarskipulag og auðvitað borgarhátíðina HönnunarMars. Hvaða merkingu hefur hátíðin í þeirra huga? Dagur: Ég tengi HönnunarMars við þá deiglu og grósku sem spratt fram í samfélaginu eftir hrun. Bankarnir voru fallnir og margir trúðu að til væri ein lausn við öllum vandamálum. HönnunarMars og hönnun var eitt af þeim elementum þar sem fólk fann með hjartanu, þekkingu og sköpun leið út úr krappri stöðu og það var ekki einhver leið heldur leið í átt að betra samfélagi og betra lífi. Björn: Það er einmitt oft á svona umbrotstímum sem hönnun og list nær að blómstra. Eins og á þessum tíma í kringum hrunið. Það ýtir á fólk að vera meira skapandi. Dagur: Nákvæmlega. Mörg hönnunar- og skipulagstengd verkefni fóru í gang þarna, í kjölfar uppsagna hjá arkitektastofum. Fagfólk hópaðist saman og úr urðu verkefni eins og Hæg breytileg átt og Betri borgarbragur sem enn er hægt að sækja mikla næringu í þegar kemur að alls konar ákvörðunum og stefnumörkun. Maður …

Nú vandast leikurinn

Einkenni góðra leiksvæða

Þörf fyrir fjölbreytt og vönduð leiksvæði er brýn í borg sem þéttist hratt. Landslagsarkitektarnir Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Svava Þorleifsdóttir skoða hvað einkennir góð leiksvæði. Texti: Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Svava Þorleifsdóttir. Forsíðumynd: Eva Lind Skólinn og nánasta umhverfi hans er vinnustaður barnanna okkar allt frá tveggja ára aldri en börn dvelja í skólum og leikskólum í sex til átta klukkustundir á hverjum degi. Það er því mikilvægt að skóla- og leikskólalóðir séu hannaðar með þarfir þeirra í huga. Leiksvæði þurfa að vera hönnuð með það að markmiði að börn fái útrás fyrir leik, sköpunarkraft og hreyfiþörf og að þau hvetji til útiveru og leikja því almennt er talið æskilegt að öll börn stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Góð leiksvæði örva ímyndunarafl barna og eru hreyfihvetjandi vettvangur, bæði fyrir skipulagðan og sjálfsprottinn leik. Mikilvægi hreyfingar og útiveru í daglegu lífi barna er augljóst enda læra þau í gegnum leik. Rannsóknir hafa sýnt að útivera hefur ótvíræð jákvæð áhrif á einbeitingu, nám og félagsleg samskipti barna. Því er mikilvægt að standa vörð …

Ljósmynd / Photo - Ólafur Már Sigurðsson

Útivist á Ísaldareyju

Deiliskipulag Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur

Hvernig skipuleggur maður útvistarvæði í miðri borg með viðkvæmri náttúru og sögulegum minjum allt frá ísöld? HA ræðir við Yngva Þór Loftsson og Þráinn Hauksson landslagsarkitekta. Umsjón: Arnar Fells / Ljósmyndir: Ólafur Már Sigurðsson Öskjuhlíð er eitt af stærstu útivistarsvæðum Reykjavíkur. Hún hefur þá sérstöðu að vera áberandi kennileiti sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu enda rís hún 61 metra yfir sjávarmál og á toppi hennar trónir Perlan líkt og kóróna. Lengi vel var Öskjuhlíðin einangruð frá öðrum útivistarsvæðum en með tilkomu göngu og hjólastíga hefur opnast vistvæn samgönguæð um svæðið. Nú iðar svæðið af lífi; Ferðamenn flykkjast í Perluna til njóta útsýnisins yfir borgina, nemendur í Háskóla Reykjavíkur fara daglega um svæðið og njóta nærveru við skóglendið, Ylströndin í Nautólfsvík laðar að sér sólþyrsta borgarbúa á sumrin og nú bíða ásatrúarmenn um allan heim eftir nýju hofi sem rís í suðurenda Öskjuhlíðar. En hvernig skipuleggur maður útvistarvæði í miðri borg með viðkvæmri náttúru og sögulegum minjum allt frá ísöld? Skipuleggur hálendið og útivistarsvæði Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt hjá Landmótun vann deiliskipulag Öskjuhlíðarsvæðisins fyrir borgarskipulagið 1998 …