All posts filed under: HönnunarMars

Við erum afurð umhverfis okkar og reynslu

Studio Brynjar & Veronika

Brynjar Sigurðarson hlaut hin virtu Torsten & Vanja Söderberg hönnunarverðlaun árið 2018. Hann er þekktur fyrir einstaka hönnun sem er innblásin af íslenskri menningu og náttúru en í henni tvinnar hann nýstárlegar hönnunaraðferðir og frásagnir saman við hefðbundið handverk. Brynjar vinnur náið með eiginkonu sinni, Veroniku Sedlmair, og þau reka í sameiningu Studio Brynjar & Veronika. Listrænt vinnuferli þeirra er inntak sýningarinnar Fyrirvara sem lauk nýverið í Hafnarborg. Getur þú sagt okkur aðeins frá sýningunni? Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem nýir hlutir koma í ljós og gera tilraun til þess að finna tengingar á milli hlutanna sem við höfum verið að vinna að. Með því móti verður sýningin að eins konar fyrirvara þess sem á eftir kemur. Getur þú útlistað nánar samband náttúru og menningar í verkunum á sýningunni? Jarðfræði er mjög heillandi grein. Hún fjallar í meginatriðum um það hvernig hlutir verða til í náttúrunni. Náttúrulegar framleiðsluaðferðir. Í fyrstu litu mannfræðingar á sig sem hlutlausa rannsakendur framandi menningarsamfélaga. Í seinni tíð hefur þetta viðhorf breyst í kjölfar aukinnar meðvitundar um …

Síbreytilegur og sveigjanlegur rammi

Ástþór Helgason og Studio Studio

Ástþór Helgason, nýr stjórnandi HönnunarMars, hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að móta heildstæða hátíð með nýrri sýn – og fersku útliti úr smiðju Studio Studio. – Hvaða hlutverki gegnir HönnunarMars fyrir íslenskt samfélag? HönnunarMars er í sífelldri þróun og hefur fest rækilega í sessi sem uppskeruhátíð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Hátíðin hefur átt ríkan þátt í að breyta landslagi hönnunar og því skynbragði sem fólk ber á hana. Þessi þróun er í takt við þá staðreynd að hönnun og arkitektúr gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í samfélaginu – enda er hönnunarhugsun eitt verðmætasta verkfærið sem við eigum til að auka lífsgæði og velsæld. Svo komum við auðvitað saman til að gleðjast, mynda tengsl og finna hugmyndum okkar farveg. – Hvað einkennir hátíðina í ár? Fjölbreytileiki – sjálfbærni og lausnamiðuð framtíðarhugsun eru ríkjandi stef í dagskrá hátíðarinnar. Á DesignTalks, alþjóðlegu hönnunarráðstefnunni, eru slík verkefni í forgrunni. Þar verður fjallað um hvernig breyta megi heiminum til hins betra, hvar fari saman áhugaverðar breytingar og árangursríkar lausnir á erfiðum málum. Hátíðin í heild sinni endurspeglar að …

Eitt stykki hönnun, takk

Kolbrún Vaka Helgadóttir

Eitt stykki hönnun, takk er ný þriggja þátta sjónvarpsröð um HönnunarMars. Þættirnir eru í umsjón Kolbrúnar Vöku Helgadóttur og sýndir í Ríkissjónvarpinu í aðdraganda hátíðarinnar í ár. „HönnunarMars fagnaði áratugsafmæli í fyrra og mér fannst tilvalið að nota tímamótin til að að sýna almenningi hátíðina frá öðru sjónarhorni. Ég fékk Janus Braga Jakobsson kvikmyndargerðarmann til liðs við mig og við fylgdum áhugaverðum hönnuðum eftir í rúmt ár,“ útskýrir Kolbrún og heldur áfram: „Þeir hönnuðir sem urðu fyrir valinu voru með spennandi verkefni í gangi sem öll höfðu samfélagslega skírskotun; vöruhönnuðirnir Róshildur og Snæbjörn í 1+1+1 eru hluti af Sweet Salone, tilraunaverkefni Auroru Foundation, sem felur í sér samstarf við handverksfólk í Sierra Leone, vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir og fatahönnuðurinn Kristín Karlsdóttir í Studio Trippin nýta áður ónýtta hliðarafurð af hrossum í áhugaverða hönnunarvöru, og verkefni vöruhönnuðarins Búa Bjarmars Aðalsteinssonar, Stússað í steininum, sem hlotið hefur mikið lof, miðar að því að efla starfsgetu og starfsánægju fanga á Litla-Hrauni.“ Angel Trinidad, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi, er einnig á meðal viðmælenda í þáttunum en hún þræðir árlega …

Samtal um hönnun

Dagur B. Eggertsson og Björn Steinar Blumenstein

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hittust og ræddu saman um hönnun, borgarskipulag og auðvitað borgarhátíðina HönnunarMars. Hvaða merkingu hefur hátíðin í þeirra huga? Dagur: Ég tengi HönnunarMars við þá deiglu og grósku sem spratt fram í samfélaginu eftir hrun. Bankarnir voru fallnir og margir trúðu að til væri ein lausn við öllum vandamálum. HönnunarMars og hönnun var eitt af þeim elementum þar sem fólk fann með hjartanu, þekkingu og sköpun leið út úr krappri stöðu og það var ekki einhver leið heldur leið í átt að betra samfélagi og betra lífi. Björn: Það er einmitt oft á svona umbrotstímum sem hönnun og list nær að blómstra. Eins og á þessum tíma í kringum hrunið. Það ýtir á fólk að vera meira skapandi. Dagur: Nákvæmlega. Mörg hönnunar- og skipulagstengd verkefni fóru í gang þarna, í kjölfar uppsagna hjá arkitektastofum. Fagfólk hópaðist saman og úr urðu verkefni eins og Hæg breytileg átt og Betri borgarbragur sem enn er hægt að sækja mikla næringu í þegar kemur að alls konar ákvörðunum og stefnumörkun. Maður …

Björn Steinar Blumenstein

Verkefni vöruhönnuðarins Björns Steinars Blumenstein veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar. Með gagnrýnum en jafnframt lausnamiðuðum nálgunum kannar hann nýjar leiðir sem við getum haft í huga og nýtt okkur í því skyni að takast á við hnattvæddan heim og hið sjálfgefna hlutverk okkar sem neytendur. Við hittum Björn Steinar til að ræða tvær nýjar sýningar sem hann stendur fyrir á HönnunarMars og þátttöku hans á DesignTalks-ráðstefnunni. Verkin þín virka á mig eins og nokkurs konar hönnunarrannsókn. Hver er helsta ástæðan fyrir þessari nálgun? Hönnun er ennþá nokkuð tilraunakennd á Íslandi og hönnuðir hafa enn ekki hlotið fastan sess innan samfélagsins svo við erum nokkuð frjáls. Það er á margan hátt mjög gott en getur líka verið hamlandi. Við búum yfir frekar fáum auðlindum og innviðir fyrir nýtingu þeirra eru að mestu leyti ómótaðir. Það tel ég að sé kveikjan að öllum þessum skrítnu verkefnum þar sem hönnuðir gera beinar tilraunir með efni og láta reyna á þolmörk þeirra og umgjarðarinnar í kring. Getum við aðeins rýnt í …