All posts filed under: Gullsmíði & skartgripahönnun

Erling og Helga Ósk

Á sýningunni Andaðu munu Erling og Helga Ósk gullsmiðir kynna fyrstu sameiginlegu skartgripalínuna sína en þau opnuðu saman vinnustofu og verslun á Hverfisgötu 39 árið 2016. Þau segja að eftir að hafa setið andspænis hvort öðru í hálft annað ár, deilt hugmyndum af örlæti og veitt hvort öðru aðstoð við ýmis úrlausnarefni hönnunarinnar hafi nánara samstarf sprottið af sjálfu sér. Við fyrstu sýn virðast þau nálgast efnið með nokkuð ólíkum hætti en þau eru sammála um að þótt fagurfræði og stíll þeirra sé ólíkur þá deili þau keimlíkri afstöðu til skartgripahönnunar og snertifletir þeirra séu margir. Þeim var báðum ljóst frá barnæsku að þau myndu fást við handverk og gullsmíðin reyndist þeirra farvegur. Á meðan Helga Ósk hefur sótt töluvert í íslenskan þjóðararf og smíðað skartgripi með tilvísun í rammíslenska hefð víravirkis hefur Erling leikið sér að sköpun nýrra forma. Bæði segjast þau þó leggja áherslu á að fara sem oftast og lengst að heiman og brjóta upp fagurfræði og reglur en eiga þó sín akkeri í faglegri þekkingu, áralangri reynslu og hefð. Aðspurð hvað …

SEB

Smíði í skala

Edda Bergsteinsdóttir gullsmiður er ein þeirra sem hlaut styrk úr Hönnunarsjóði í ár. Styrkinn fékk hún til frekari markaðsetningar á SEB Jewellery, sem er yfirheiti á skartgripalínum hennar, þar sem geómetrísk form lifna við og taka á sig form dýra. HA fékk að forvitnast um hönnuðinn og hugmyndafræðina að baki skartgripalínum hennar.   Hvað réði því að þú ákvaðst að læra gullsmíði? Mér hefur alltaf fundist gaman að teikna og búa til hluti og ef ég hefði ekki orðið gullsmiður þá er alveg á hreinu að ég hefði samt sem áður fengist við einhvers konar sköpun. Það að búa til eitthvað alveg frá grunni er ótrúlega góð tilfinning og í gullsmíðinni fæ ég þeirri þörf fullnægt. Þar get ég byggt upp mín eigin form og línur og séð til þess að hluturinn sem ég er að skapa gangi upp frá öllum sjónarhornum. Þú lærðir arkitektúr um tíma áður en þú fórst í gullsmíði. Hvernig var að stökkva á milli svo ólíkra stærðarskala, úr hinu stóra og efnismikla yfir í hið smáa og fíngerða? Þegar ég …

Primitiva

Verndargripir Katrínar Ólínu

Hönnuðurinn Katrín Ólína hvarf af sjónarsviðinu — djúpt inn í ævintýralegan myndheim og innlendur sjálfsins. Eftir margra ára andlegt ferðalag sneri hún aftur og hafði í farteskinu verndargripi sem hlutgera erkitýpur mannsins. Texti: Elísabet V. Ingvarsdóttir, ljósmyndir: Arnar Fells og Sebastian Janson Hátt uppi í turni á stjörnuathugunarstöð í Helsinki (Helsinki Observatory), virðulegri 19. aldar byggingu, stendur dularfull kona í svörtum kufli. Hún tekur á móti gestum sem feta sig upp þröngan hringstiga inn í veröld fyrri tíma, þar sem gamall stjörnu-kíkir, ryðguð tannhjól og brakandi gólffjalir tengja okkur við fortíðina. Hér og þar má sjá sérsmíðaðar vitrínur sem hafa að geyma forvitnilega gripi og uppstillingin minnir einna helst á náttúrugripasafn. Þegar betur er að gáð má sjá að gripirnir eru hálsmen, hluti af nýjasta verki hönnuðarins Katrínar Ólínu Pétursdóttur, konunnar í kuflinum. Við erum stödd á sýningu á Hönnunarvikunni í Helsinki haustið 2015 þar sem hálsmenin eru kynnt en þau eru hluti safns verndargripa sem ber nafnið Primitiva-Talismans. Um er að ræða fjörutíu men úr bronsi sem Katrín vann í samstarfi við finnska skartgripaframleiðandann Kalevala Koru í Helsinki …

Prýðileg Smíð

FÍG 90 Ára

Félag íslenskra gullsmiða fagnaði 90 ára afmæli sínu í október síðastliðnum og af því tilefni var afmælissýningin Prýði sett upp í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin stóð frá 18. október 2014 til 25. janúar 2015. Höfundur: Harpa Þórsdóttir / Ljósmyndari: Íris Stefánsdóttir Sýningarfyrirkomulagið var ekki með hefðbundnu móti því val á gripum var ekki í höndum sýningarstjóra eða valnefndar heldur var ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum að senda inn gripi. Sýningin gaf því ágætt tilefni til að velta upp stöðu íslenskrar gull- og silfursmíði á okkar tímum. Þetta sýningarfyrirkomulag, það er að láta gullsmiðum það sjálfum eftir að velja eigin smíð til sýningar, er opnari leið en að leggja valið í hendur sýningarstjóra eða valnefndar. Yngri gullsmiðir fengu þannig kjörið tækifæri til að stíga fram… …Þrátt fyrir að íslensk gull- og silfursmíði eigi sér langa og ríka sögu virðumst við ekki hafa skapað þær aðstæður fyrir gullsmiði að þeir sem hafa til þess hæfileika og metnað geti söðlað um og fært sig í ríkari mæli yfir í listræna skartgripasmíði og hönnun. Á sýningunni í Hönnunarsafninu þurfti enginn að velkjast …