Álit / pistlar
Leave a comment

HA #2 komið út

Hvernig mun hönnun slá á vaxarverki í ferðamannaiðnaði landsins? Hvernig lítur sjávarútvegur framtíðarinnar út? Hvað segja hönnuðir um nýjan Landspítala við Hringbraut?

Í nýjasta tölublaði HA finnur þú allt sem vert er að vita um hönnun og arkitektúr á Íslandi.

Í öðru tímariti HA eru fastir liðir í bland við ítarleg viðtöl. Meðal viðmælenda er Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður, handhafi Svissnesku hönnunarverðlaunanna. Katrín Ólína fræðir okkur um verkefnið sitt Primitiva sem tilnefnt var til Hönnunarverðlauna Íslands á dögunum. Einnig er rætt við tvífarana á bak við fatamerkið Doppelganger sem nú haslar sér völl á sviði sjálfbærrar hönnunar.

HA færst í verslunum Eymundsson um allt land og í helstu hönnunartengdu verslunum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Aurum, Epal, Geysir, Hrím, Kraum, Spark og Mýrinni.

Viltu fá HA sent heim að dyrum með 20% afslætti? Pantaðu áskrift hér.

HaMagweb2

Skildu eftir svar