Fatahönnun
Leave a comment

Frelsi og fortíðarþrá

Milla Snorrason

„Í mínum huga er mikilvægt að konur geti verið afslappaðar og hreyft sig eðlilega í flíkunum mínum. Föt geta verið bæði þægileg og falleg í senn,“ segir Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður, sem frá árinu 2012 hefur hannað kvenfatnað undir merkinu Milla Snorrason.


Höfundur: Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Saga Sig

Ekkert er Hildu óviðkomandi þegar kemur að fatahönnun og hún hannar allt frá ullarpeysum yfir í fíngerða silkikjóla. Um þessar mundir nýtur ný prjónalína frá merkinu mikilla vinsælda. Fígúrurnar sem prýða þykkar og hlýjar ullarpeysurnar eru sóttar í olíumálverk hálfíslensku listakonunnar Söru Gillies. Einnig vann Hilda úr fígúrunum mynstur á kjóla og gammosíur úr bómullarjersey. „Mig langaði að hanna prjónavöru úr íslenskri ull í samvinnu við íslenskt prjónafyrirtæki. Það er mér mjög mikilvægt að nýta þau framleiðslutækifæri sem ég hef aðgang að í heimahögunum, annars vegar til þess að leggja mitt af mörkum við að styðja innlenda framleiðslu en einnig vegna umhverfissjónarmiða. Ég vann vöruna í samstarfi við verksmiðjuna Varma og það gekk prýðilega,“ segir Hilda. Peysurnar hafa selst afar vel og eru fáanlegar í verslununum Kraum í Aðalstræti, Baugar og bein í Hafnarfirði og í Kiosk á Laugavegi en Hilda er meðal eigenda þeirrar síðastnefndu…

saga7small

…Í kjölfarið stofnaði hún fyrirtækið Milla Snorrason og hófst handa við að hanna sína fyrstu fatalínu, sem hún sýndi á Reykjavík Fashion Festival (RFF) árið 2012. Merkið nefndi hún eftir langömmusystur sinni. „Milla var glæsileg kona með sterkan stíl, sem saumaði mikið sjálf. Ég á nokkra gripi úr hennar eigu, þar á meðal kjól sem er í miklu uppáhaldi,“ útskýrir Hilda og bætir við að vel fari á því að nefna merkið eftir Millu þar sem að við hönnun sína sæki hún að miklu leyti innblástur í fortíðina, til dæmis með því að fletta gömlum fjölskyldualbúmum. Hún hrífst sérstaklega af tímabilinu 1920–1950. „Ég kýs að nota náttúruleg efni, til dæmis ull, silki og bómull, og mér finnst það heillandi að á þessum árum var tískan svo mótuð af tíðaranda, aðstæðum fólks og pólitík og lítið fór fyrir æpandi litum eða gerviefnum. Flíkurnar í skáp hverrar konu voru fáar en vandaðar og eigandinn bar virðingu fyrir þeim. Það að eignast hverja flík sem og að búa hana til krafðist mikillar útsjónarsemi og dugnaðar. Á þessum tíma voru konur líka að verða sjálfstæðari og virkari þátttakendur í samfélaginu og það endurspeglast í tískunni…

Lestu meira í nýjasta tímariti HA

Ljósmynd/photograp: Saga Sig

Ljósmynd/photograp: Saga Sig

Skildu eftir svar